Innlent

Sækja sjómann slasaðan á hendi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Oddur V. Gíslason
Oddur V. Gíslason vísir/otti sigmarsson
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík er sem stendur á leið að togveiðiskipi að sækja sjómann sem er með áverka á hendi og þarfnast aðhlynningar. Skipið er statt tæpar fjórar sjómílur vestur af Stóru-Sandvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Gert er ráð fyrir að Oddur komi að skipinu eftir um hálftíma og mun í kjölfarið sigla með skipverjann til Grindavíkur. Þaðan verður honum komið undir læknishendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×