Innlent

Tveir voru með íslenska bónusvinninginn í Víkingalottói og fá 10 milljónir hvor

Birgir Olgeirsson skrifar
Einn Dani og tveir Norðmenn skiptu fyrsta vinningi á milli sín í Víkingalottói í kvöld.
Einn Dani og tveir Norðmenn skiptu fyrsta vinningi á milli sín í Víkingalottói í kvöld. vísir/vilhelm
Einn Dani og tveir Norðmenn skiptu fyrsta vinningi á milli sín í Víkingalottói í kvöld og hlaut hver þeirra tæpar 46 milljónir króna í vinning. Tveir voru hins vegar með hinn al-Íslenska bónusvinning og hlýtur hvor þeirra 10.811.640 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum, Þönglabakka, Reykjavík og á Lotto.is . Sjö voru síðan með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Söluturninum Iðufelli Reykjavík, N1 Ártúnshöfða Reykjavík, Vídeómarkaðnum, Hamraborg, Kópavogi, 10-11 Dalvegi, Kópavogi, Iceland Arnarbakka, Reykjavík, Lotto.is og í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×