Innlent

Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum

Atli Ísleifsson skrifar
Vegir á Vesturlandi eru að mestu auðir þó er hálka eða hálkublettir á heiðum.
Vegir á Vesturlandi eru að mestu auðir þó er hálka eða hálkublettir á heiðum. Vísir/Stefán
Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum, en vegir á Suðurlandi eru að mestu auðir. Þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum útvegum.

„Vegir á Vesturlandi eru að mestu auðir þó er hálka eða hálkublettir á heiðum.

Hálka eða hálkublettir eru á Vestfjörðum.

Á Norðvesturlandi er að mestu autt á láglendi en hálkublettir á fjallvegum. Á  Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi þó er farið að verða nokkuð autt á láglendi.

Hálka eða hálkublettir eru mjög víða með suðausturströndinni þó er snjóþekja á nokkrum stöðum. Ófært er á Mýrdalssandi og er mokstur hafin,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×