Léku af hástemmdri andakt, tært og fókuserað Jónas Sen skrifar 3. mars 2016 11:45 „Ástríður Alda spilaði af hrífandi mýkt, en samt var leikur hennar gæddur kraftmikilli, rómantískri undiröldu,” segir í dómnum. Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Brahms og Fauré Kammermúsíkklúbburinn Flytjendur: Ari Þór Vilhjálmsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 28. febrúar Tónskáld hafa mismunandi smekk eins og aðrir. Sum þeirra hafa hatað önnur tónskáld. Skrjabín fannst Mozart óttalegt dauðyfli. Beethoven hélt því fram að vandamál Rossinis væri að hann hefði ekki verið rassskelltur nóg í uppeldinu. Og Tsjajkovskí var ekkert að skafa utan af því þegar hann sagði um Brahms: „Hann er hæfileikalaus tíkarsonur.“ Tvær tónsmíðar voru fluttar á síðustu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu. Þeir voru haldnir í Norðurljósum Hörpu á sunnudagskvöldið. Verkin voru annars vegar eftir tíkarsoninn, og hins vegar eftir franska tíkarsoninn. Það er að segja Brahms og Fauré, sem stundum var kallaður Brahms Frakklands (alvöru Brahms var þýskur). Ástæðan var sú að mönnum þótti þeir eiga svo margt sameiginlegt. Þeir gátu samið undurfagrar laglínur og voru hallir undir ljóðið. Svo tilheyrðu þeir sumpart fortíðinni fremur en að vera brautryðjendur eins og samtíðarmaður þeirra Wagner. Brahms var reyndar mun meiri fortíðarmaður en Fauré. Verkin á tónleikunum voru töluvert ólík. Annars vegar var það kvartett fyrir fiðlu, víólu, selló og píanó nr. 2 eftir Fauré, hinsvegar kvartett nr. 1 fyrir sömu hljóðfæraskipan eftir Brahms. Kvartettarnir voru samt í sömu tóntegund, g moll. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu, Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló og Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó. Kvartettinn eftir Fauré var afar mjúkur og dreymandi. Andrúmsloftið var nánast þokukennt. Það voru engar stórar, ástríðuþrungnar meginlínur sem allt hverfðist um. Tónmálið samanstóð fyrst og fremst af litlum hendingum og töfrakenndum hljómum sem sköpuðu mild áhrif. Leikurinn var fágaður og fagmannlegur, samstilltur og öruggur. Túlkunin var fallega angurvær, akkúrat eins og Fauré á að hljóma. Brahms var miklu meira djúsí. Laglínurnar voru unaðslegar og grípandi. Dásamleg nostalgía sveif yfir vötnunum. Ástríðurnar voru ólgandi og þeim óx stöðugt ásmegin. Þessum mögnuðu tónum komu fjórmenningarnir fullkomlega til skila. Ari Þór spilaði af hástemmdri andakt, fullkomlega tært og fókuserað. Þórunn Ósk og Sigurður Bjarki sáu um milliraddirnar og gerðu það af innileika sem þó var ávallt agaður og einbeittur. Og Ástríður Alda spilaði af hrífandi mýkt, en samt var leikur hennar gæddur kraftmikilli, rómantískri undiröldu. Þetta var snilld.Niðurstaða: Framúrskarandi túlkun á öndvegisverkum eftir Fauré og Brahms. Menning Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Brahms og Fauré Kammermúsíkklúbburinn Flytjendur: Ari Þór Vilhjálmsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 28. febrúar Tónskáld hafa mismunandi smekk eins og aðrir. Sum þeirra hafa hatað önnur tónskáld. Skrjabín fannst Mozart óttalegt dauðyfli. Beethoven hélt því fram að vandamál Rossinis væri að hann hefði ekki verið rassskelltur nóg í uppeldinu. Og Tsjajkovskí var ekkert að skafa utan af því þegar hann sagði um Brahms: „Hann er hæfileikalaus tíkarsonur.“ Tvær tónsmíðar voru fluttar á síðustu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu. Þeir voru haldnir í Norðurljósum Hörpu á sunnudagskvöldið. Verkin voru annars vegar eftir tíkarsoninn, og hins vegar eftir franska tíkarsoninn. Það er að segja Brahms og Fauré, sem stundum var kallaður Brahms Frakklands (alvöru Brahms var þýskur). Ástæðan var sú að mönnum þótti þeir eiga svo margt sameiginlegt. Þeir gátu samið undurfagrar laglínur og voru hallir undir ljóðið. Svo tilheyrðu þeir sumpart fortíðinni fremur en að vera brautryðjendur eins og samtíðarmaður þeirra Wagner. Brahms var reyndar mun meiri fortíðarmaður en Fauré. Verkin á tónleikunum voru töluvert ólík. Annars vegar var það kvartett fyrir fiðlu, víólu, selló og píanó nr. 2 eftir Fauré, hinsvegar kvartett nr. 1 fyrir sömu hljóðfæraskipan eftir Brahms. Kvartettarnir voru samt í sömu tóntegund, g moll. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu, Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló og Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó. Kvartettinn eftir Fauré var afar mjúkur og dreymandi. Andrúmsloftið var nánast þokukennt. Það voru engar stórar, ástríðuþrungnar meginlínur sem allt hverfðist um. Tónmálið samanstóð fyrst og fremst af litlum hendingum og töfrakenndum hljómum sem sköpuðu mild áhrif. Leikurinn var fágaður og fagmannlegur, samstilltur og öruggur. Túlkunin var fallega angurvær, akkúrat eins og Fauré á að hljóma. Brahms var miklu meira djúsí. Laglínurnar voru unaðslegar og grípandi. Dásamleg nostalgía sveif yfir vötnunum. Ástríðurnar voru ólgandi og þeim óx stöðugt ásmegin. Þessum mögnuðu tónum komu fjórmenningarnir fullkomlega til skila. Ari Þór spilaði af hástemmdri andakt, fullkomlega tært og fókuserað. Þórunn Ósk og Sigurður Bjarki sáu um milliraddirnar og gerðu það af innileika sem þó var ávallt agaður og einbeittur. Og Ástríður Alda spilaði af hrífandi mýkt, en samt var leikur hennar gæddur kraftmikilli, rómantískri undiröldu. Þetta var snilld.Niðurstaða: Framúrskarandi túlkun á öndvegisverkum eftir Fauré og Brahms.
Menning Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira