Innlent

Dauðan háhyrning rak á land

Samúel Karl Ólason skrifar
Háhyrningurinn í Urthvalafirði.
Háhyrningurinn í Urthvalafirði. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson
Dauðan háhyrning rak á land í Urthvalafirði á Snæfellsnesi. Hvalurinn er heillegur og hefur hann líklega drepist nýlega. Hvalurinn fannst af manni í gönguferð og hefur verið nokkur umferð af fólki til að skoða hann.

Á vef Skessuhorns, þar sem sjá má fleiri myndir af háhyrningnum, segir að hægt sé að keyra nánast að hvalnum á jeppum.

Hafrannsóknarstofnun berst um tvær tilkynningar um dauða háhyrninga á ári hverju, en samkvæmt frétt RÚV, eru nokkur þúsund dýr í stofninum á Íslandi. Þá kemur þar fram að erfitt sé að átta sig á því hvernig dýrið hafi drepist, en athygli vakti að tennur þess eru illa farnar.

Háhyrningurinn fannst í Urthvalafirði.Vísir/Loftmyndir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×