Styttri opnunartími leikskóla bregður fæti fyrir fólk á vinnumarkaði sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2016 15:15 vísir/pjetur Sérfræðingar hjá félagsþjónustusviði Árborgar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna styttingar opnunartíma leikskóla og skólavistunar í sveitarfélaginu sem tók gildi 1. febrúar. Dæmi eru um að fólk hafi sagt upp störfum sínum þar sem það getur ekki sinnt vinnutíma sínum eftir að breytingarnar taka gildi. Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir fundi með félagsmálastjóra vegna málsins. Í ályktun sem félagsþjónustusvið sendi bæjarráði á dögunum segir að ljóst sé að þessi skerðing á þjónustu við barnafjölskyldur komi sér einkum illa við láglaunafólk sem oft vinni lengur á daginn, og einstæða foreldra. Þegar hafi foreldrar tíu barna leitað til félagsþjónustunnar vegna breytinganna og lýst áhyggjum sínum, vanlíðan og kvíða. Einhverjir þeirra eigi rétt á fjárhagsaðstoð og muni nýta sér þann rétt. Nú þegar er ein slík umsókn á borði félagsþjónustunnar. Þá segir jafnframt að ljóst sé að aðgerðirnar muni fyrst og fremst bitna á börnum sem þurfi jafnvel í ljósi aðstæðna að leita stuðnings og eftirlits hjá öðrum en fjölskyldu. „Höfum við áhyggjur af líðan og velferð barna í samfélagin,“ segir í ályktuninni. Að mati sérfræðinganna er ljóst að frekari samfélagslegar breytingar þurfi að eiga sérs tað samhliða slíkri þjónustuskerðingu leikskóla og skólavistunar, til að mynda viðhorf til vinnutíma foreldra og gæðatíma fjölskyldunnar. Bæjarráð tók málið fyrir í morgun þar sem óskað var eftir að félagsmálastjóri komi inn á næsta fund til frekari upplýsingagjafar. Þá taldi S-listinn fulla ástæðu til þess að taka þessar áhyggjur alvarlega. Mikilvægt sé að vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvörðun ef nauðsyn krefur. Öllum leikskólum sveitarfélagsins Árborgar og skólavistunum grunnskólanna er nú lokað klukkan 16.30 á daginn, en áður voru þeir opnir til 17 eða 17.15. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Sérfræðingar hjá félagsþjónustusviði Árborgar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna styttingar opnunartíma leikskóla og skólavistunar í sveitarfélaginu sem tók gildi 1. febrúar. Dæmi eru um að fólk hafi sagt upp störfum sínum þar sem það getur ekki sinnt vinnutíma sínum eftir að breytingarnar taka gildi. Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir fundi með félagsmálastjóra vegna málsins. Í ályktun sem félagsþjónustusvið sendi bæjarráði á dögunum segir að ljóst sé að þessi skerðing á þjónustu við barnafjölskyldur komi sér einkum illa við láglaunafólk sem oft vinni lengur á daginn, og einstæða foreldra. Þegar hafi foreldrar tíu barna leitað til félagsþjónustunnar vegna breytinganna og lýst áhyggjum sínum, vanlíðan og kvíða. Einhverjir þeirra eigi rétt á fjárhagsaðstoð og muni nýta sér þann rétt. Nú þegar er ein slík umsókn á borði félagsþjónustunnar. Þá segir jafnframt að ljóst sé að aðgerðirnar muni fyrst og fremst bitna á börnum sem þurfi jafnvel í ljósi aðstæðna að leita stuðnings og eftirlits hjá öðrum en fjölskyldu. „Höfum við áhyggjur af líðan og velferð barna í samfélagin,“ segir í ályktuninni. Að mati sérfræðinganna er ljóst að frekari samfélagslegar breytingar þurfi að eiga sérs tað samhliða slíkri þjónustuskerðingu leikskóla og skólavistunar, til að mynda viðhorf til vinnutíma foreldra og gæðatíma fjölskyldunnar. Bæjarráð tók málið fyrir í morgun þar sem óskað var eftir að félagsmálastjóri komi inn á næsta fund til frekari upplýsingagjafar. Þá taldi S-listinn fulla ástæðu til þess að taka þessar áhyggjur alvarlega. Mikilvægt sé að vera tilbúin til að endurskoða fyrri ákvörðun ef nauðsyn krefur. Öllum leikskólum sveitarfélagsins Árborgar og skólavistunum grunnskólanna er nú lokað klukkan 16.30 á daginn, en áður voru þeir opnir til 17 eða 17.15.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira