Innlent

Ingvi Hrafn nýr formaður fjölmiðlanefndar

Bjarki Ármannsson skrifar
Ingvi Hrafn Óskarsson.
Ingvi Hrafn Óskarsson.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ingva Hrafn Óskarsson formann fjölmiðlanefndar í stað Karls Axelssonar sem óskað hefur lausnar. Skipunartímabil er til ágústloka 2019.

Ingvi Hrafn er starfandi héraðslögmaður. Hann sagði af sér sem stjórnarformaður RÚV í nóvember síðastliðnum.

Fjölmiðlanefnd annast eftirlit með íslenskum fjölmiðlum og meðal annars með öllum leyfis- og skráningarskyldum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×