Árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2016 16:49 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 32 ára gamlan karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í september 2014. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára en dómurinn tók tillit til þess að maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ráðist á annan mann að morgni 29. september 2014. Árásin átti sér stað í eða við anddyri heimilis brotaþola en á hann var ráðist með flökunarhnífi sem var með 15 sentimetra löngu blaði. Samkvæmt ákæru átti maðurinn að hafa brugðið hnífnum eða stungið í átt að hálsi og vanga hans vinstra megin og skorið hann í kinnina þannig að hann hlaut 15 sentimetra skurð frá eyra niður á höku. Þá fékk hann líka skurð í lófa vinstri handar þar sem maðurinn rak hnífinn í þar. Dómari taldi ekki sannað að maðurinn hefði haft ásetning til að bana þeim sem hann réðst á. Aðdragandi og ástæða átakanna, sem og átökin sjálf, hafi fremur borið það með sér að hann hafi ætlað að ógna brotaþola eða jafnvel valda honum líkamstjóni. Því var maðurinn sýknaður af tilraun til manndráps en hins vegar sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 32 ára gamlan karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í september 2014. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára en dómurinn tók tillit til þess að maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ráðist á annan mann að morgni 29. september 2014. Árásin átti sér stað í eða við anddyri heimilis brotaþola en á hann var ráðist með flökunarhnífi sem var með 15 sentimetra löngu blaði. Samkvæmt ákæru átti maðurinn að hafa brugðið hnífnum eða stungið í átt að hálsi og vanga hans vinstra megin og skorið hann í kinnina þannig að hann hlaut 15 sentimetra skurð frá eyra niður á höku. Þá fékk hann líka skurð í lófa vinstri handar þar sem maðurinn rak hnífinn í þar. Dómari taldi ekki sannað að maðurinn hefði haft ásetning til að bana þeim sem hann réðst á. Aðdragandi og ástæða átakanna, sem og átökin sjálf, hafi fremur borið það með sér að hann hafi ætlað að ógna brotaþola eða jafnvel valda honum líkamstjóni. Því var maðurinn sýknaður af tilraun til manndráps en hins vegar sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira