Þolendur eiga erfitt með að stíga fram Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. mars 2016 07:00 Fátítt er að fólk sem hefur orðið fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum ræði það opinberlega. Nordicphotos/Getty „Það er mjög fátítt að það komi kvartanir um kynferðislega áreitni á okkar borð og það kemur á óvart í allri þessari vitundarvakningu sem hefur orðið síðustu misseri um kynbundið ofbeldi. Fólk er meðvitað um að sætta sig ekki við einelti, en svo virðist sem annað gildi um kynferðislega áreitni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB segir þörf á opnari umræðu um kynferðislega áreitni á vinnustað.Mynd/BáraSonja mun skýra nýjar reglur um kynferðislega áreitni sem tóku gildi í nóvember á síðasta ári á hádegisverðarfundi sem haldinn verður í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars. Hún telur að með aukinni fræðslu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og skyldur atvinnurekanda sé hægt að opna umræðuna. Skýrsla Alþjóðasambands verkalýðsfélaga sýni að um helmingur kvenna á vinnumarkaði verði fyrir áreitni „Atvinnurekendur eiga með nýjum reglum að vernda starfsfólk sitt. Bæði er þeim skylt að meta áhættuþætti í starfi og gera áætlun um forvarnir, þar sem á að tilgreina aðgerðir og viðbrögð.“ „Þolendur eiga erfitt með að stíga fram, það eru ýmsar mýtur sem valda því,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. „Mýturnar draga úr alvarleika áreitni, áreitnin er kannski sett í einhvern grínbúning og lítið gert úr viðbrögðum. Ég ætla að fjalla um vandann út frá kynjaðri menningu og samfélaginu sem við búum í,“ segir hún.Finnborg Salome Steinþórsdóttir ætlar að fjalla um áreitni á vinnustað út frá kynjaðri menningu. Hún segir áreiti oft í búningi gríns og lítið gert úr þolendum. Fréttablaðið/StefánFinnborg nefnir að bæði karlar og konur verði fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Konur þó í meiri mæli. „Konur upplifa frekar áreitni frá samstarfsmönnum og yfirmönnum en karlar frekar frá þeim sem þiggja þjónustu frá þeim.“Kynbundið áreiti Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.Kynferðisleg áreitni Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.Ofbeldi Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Það er mjög fátítt að það komi kvartanir um kynferðislega áreitni á okkar borð og það kemur á óvart í allri þessari vitundarvakningu sem hefur orðið síðustu misseri um kynbundið ofbeldi. Fólk er meðvitað um að sætta sig ekki við einelti, en svo virðist sem annað gildi um kynferðislega áreitni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB segir þörf á opnari umræðu um kynferðislega áreitni á vinnustað.Mynd/BáraSonja mun skýra nýjar reglur um kynferðislega áreitni sem tóku gildi í nóvember á síðasta ári á hádegisverðarfundi sem haldinn verður í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars. Hún telur að með aukinni fræðslu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og skyldur atvinnurekanda sé hægt að opna umræðuna. Skýrsla Alþjóðasambands verkalýðsfélaga sýni að um helmingur kvenna á vinnumarkaði verði fyrir áreitni „Atvinnurekendur eiga með nýjum reglum að vernda starfsfólk sitt. Bæði er þeim skylt að meta áhættuþætti í starfi og gera áætlun um forvarnir, þar sem á að tilgreina aðgerðir og viðbrögð.“ „Þolendur eiga erfitt með að stíga fram, það eru ýmsar mýtur sem valda því,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. „Mýturnar draga úr alvarleika áreitni, áreitnin er kannski sett í einhvern grínbúning og lítið gert úr viðbrögðum. Ég ætla að fjalla um vandann út frá kynjaðri menningu og samfélaginu sem við búum í,“ segir hún.Finnborg Salome Steinþórsdóttir ætlar að fjalla um áreitni á vinnustað út frá kynjaðri menningu. Hún segir áreiti oft í búningi gríns og lítið gert úr þolendum. Fréttablaðið/StefánFinnborg nefnir að bæði karlar og konur verði fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Konur þó í meiri mæli. „Konur upplifa frekar áreitni frá samstarfsmönnum og yfirmönnum en karlar frekar frá þeim sem þiggja þjónustu frá þeim.“Kynbundið áreiti Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.Kynferðisleg áreitni Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.Ofbeldi Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira