Alltaf með rauða varalitinn Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 4. mars 2016 14:30 Ragna segir sinn hversdagslega stíl vera stílhreinan, yfirleitt klæðist hún gallabuxum og peysu og er mikið með hálsklúta. Stefán Ragna Fossberg sýnir okkur nokkra af sínum eftirlætishlutum. Meðal þeirra er rauði varaliturinn frá Revlon sem hún hefur notað í tuttugu ár og hálsmen sem hún bar á Eddunni. Ragna Fossberg er nafn sem margir kannast við enda hefur hún starfað sem förðunarfræðingur í íslensku sjónvarpi og við kvikmyndir í tæplega hálfa öld. Hún var um nýliðna helgi sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar. „Það sem bar hæst í síðustu viku er að ég varð ellilífeyrisþegi þann 27. febrúar og svo kláruðum við kvikmyndina Eiðinn á sunnudaginn og síðan var Eddan um kvöldið með öllu þessum blæstri,“ segir Ragna og hlær. Ragna segist ekkert vera á leiðinni að setjast í helgan stein þótt hún sé kominn á ellilífeyrisaldur, síður en svo. „Ég hef sjaldan haft eins mikið að gera en ég hef alltaf verið virk og komið víða við. Það er ekkert að hægjast á því sem betur fer því ég segi alltaf að á meðan maður lærir eitthvað nýtt getur maður haldið áfram. Og ég er enn að læra eftir um fimmtíu ára starf.“ Þó að Ragna segist ekki vera neinn tískugúrú hefur hún samt alltaf haft puttann á púlsinum og fylgst með straumum og stefnum í tísku í gegnum starf sitt. Hún sýnir lesendum hér sína uppáhaldshluti og kennir þar ýmissa grasa.„Það er mikil saga á bak við þennan varalit sem ég hef notað í tuttugu ár og er alltaf með á mér. Hann er frá Revlon og hét fyrst Red. Svo var hætt að selja Revlon hér á landi en góð vinkona mín, Guðrún Ólafs, sem var flugfreyja hefur séð um að gefa mér varalit. Nú heitir hann Fire and Ice og það er enginn varalitur sem kemst nálægt þessum lit á mér. Ég á alltaf svona tíu stykki heima í skúffu, annars verð ég óróleg.“„Þetta er æðislega töff hálsmen sem ég er mikið með, meðal annars á Eddunni. Það er nánast eins og flík, svo stórt og mikið og áberandi. Ég fékk það gefins frá stjúpdóttur minni, Birtu Björns í Júníform, en henni fannst það lýsa mér vel.“„Skíðahópurinn minn gaf mér þessa úlpu og eigum við öll sjö eins úlpur, strákar í svörtu og stelpur í rauðu. Úlpurnar eru allar merktar Team Ragna en ég hef svolítið séð um þennan hóp.“„Ég er mikil sólgleraugnamanneskja og er orðin það þroskuð núna að ég er komin með sjóngler í þau svo ég sjái eitthvað. Ég á mikið af sólgleraugum og finnst gott að vera með þau, sama hvort ég er á hestbaki eða skíðum.“„Penzim er efni sem ég hef notað á andlitið á mér sem næturkrem í átta ár. Þetta er vara sem er unnin úr íslensku hráefni, fiskiensímum, og er alveg stórkostlegt efni.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ragna Fossberg sýnir okkur nokkra af sínum eftirlætishlutum. Meðal þeirra er rauði varaliturinn frá Revlon sem hún hefur notað í tuttugu ár og hálsmen sem hún bar á Eddunni. Ragna Fossberg er nafn sem margir kannast við enda hefur hún starfað sem förðunarfræðingur í íslensku sjónvarpi og við kvikmyndir í tæplega hálfa öld. Hún var um nýliðna helgi sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar. „Það sem bar hæst í síðustu viku er að ég varð ellilífeyrisþegi þann 27. febrúar og svo kláruðum við kvikmyndina Eiðinn á sunnudaginn og síðan var Eddan um kvöldið með öllu þessum blæstri,“ segir Ragna og hlær. Ragna segist ekkert vera á leiðinni að setjast í helgan stein þótt hún sé kominn á ellilífeyrisaldur, síður en svo. „Ég hef sjaldan haft eins mikið að gera en ég hef alltaf verið virk og komið víða við. Það er ekkert að hægjast á því sem betur fer því ég segi alltaf að á meðan maður lærir eitthvað nýtt getur maður haldið áfram. Og ég er enn að læra eftir um fimmtíu ára starf.“ Þó að Ragna segist ekki vera neinn tískugúrú hefur hún samt alltaf haft puttann á púlsinum og fylgst með straumum og stefnum í tísku í gegnum starf sitt. Hún sýnir lesendum hér sína uppáhaldshluti og kennir þar ýmissa grasa.„Það er mikil saga á bak við þennan varalit sem ég hef notað í tuttugu ár og er alltaf með á mér. Hann er frá Revlon og hét fyrst Red. Svo var hætt að selja Revlon hér á landi en góð vinkona mín, Guðrún Ólafs, sem var flugfreyja hefur séð um að gefa mér varalit. Nú heitir hann Fire and Ice og það er enginn varalitur sem kemst nálægt þessum lit á mér. Ég á alltaf svona tíu stykki heima í skúffu, annars verð ég óróleg.“„Þetta er æðislega töff hálsmen sem ég er mikið með, meðal annars á Eddunni. Það er nánast eins og flík, svo stórt og mikið og áberandi. Ég fékk það gefins frá stjúpdóttur minni, Birtu Björns í Júníform, en henni fannst það lýsa mér vel.“„Skíðahópurinn minn gaf mér þessa úlpu og eigum við öll sjö eins úlpur, strákar í svörtu og stelpur í rauðu. Úlpurnar eru allar merktar Team Ragna en ég hef svolítið séð um þennan hóp.“„Ég er mikil sólgleraugnamanneskja og er orðin það þroskuð núna að ég er komin með sjóngler í þau svo ég sjái eitthvað. Ég á mikið af sólgleraugum og finnst gott að vera með þau, sama hvort ég er á hestbaki eða skíðum.“„Penzim er efni sem ég hef notað á andlitið á mér sem næturkrem í átta ár. Þetta er vara sem er unnin úr íslensku hráefni, fiskiensímum, og er alveg stórkostlegt efni.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira