Alltaf með rauða varalitinn Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 4. mars 2016 14:30 Ragna segir sinn hversdagslega stíl vera stílhreinan, yfirleitt klæðist hún gallabuxum og peysu og er mikið með hálsklúta. Stefán Ragna Fossberg sýnir okkur nokkra af sínum eftirlætishlutum. Meðal þeirra er rauði varaliturinn frá Revlon sem hún hefur notað í tuttugu ár og hálsmen sem hún bar á Eddunni. Ragna Fossberg er nafn sem margir kannast við enda hefur hún starfað sem förðunarfræðingur í íslensku sjónvarpi og við kvikmyndir í tæplega hálfa öld. Hún var um nýliðna helgi sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar. „Það sem bar hæst í síðustu viku er að ég varð ellilífeyrisþegi þann 27. febrúar og svo kláruðum við kvikmyndina Eiðinn á sunnudaginn og síðan var Eddan um kvöldið með öllu þessum blæstri,“ segir Ragna og hlær. Ragna segist ekkert vera á leiðinni að setjast í helgan stein þótt hún sé kominn á ellilífeyrisaldur, síður en svo. „Ég hef sjaldan haft eins mikið að gera en ég hef alltaf verið virk og komið víða við. Það er ekkert að hægjast á því sem betur fer því ég segi alltaf að á meðan maður lærir eitthvað nýtt getur maður haldið áfram. Og ég er enn að læra eftir um fimmtíu ára starf.“ Þó að Ragna segist ekki vera neinn tískugúrú hefur hún samt alltaf haft puttann á púlsinum og fylgst með straumum og stefnum í tísku í gegnum starf sitt. Hún sýnir lesendum hér sína uppáhaldshluti og kennir þar ýmissa grasa.„Það er mikil saga á bak við þennan varalit sem ég hef notað í tuttugu ár og er alltaf með á mér. Hann er frá Revlon og hét fyrst Red. Svo var hætt að selja Revlon hér á landi en góð vinkona mín, Guðrún Ólafs, sem var flugfreyja hefur séð um að gefa mér varalit. Nú heitir hann Fire and Ice og það er enginn varalitur sem kemst nálægt þessum lit á mér. Ég á alltaf svona tíu stykki heima í skúffu, annars verð ég óróleg.“„Þetta er æðislega töff hálsmen sem ég er mikið með, meðal annars á Eddunni. Það er nánast eins og flík, svo stórt og mikið og áberandi. Ég fékk það gefins frá stjúpdóttur minni, Birtu Björns í Júníform, en henni fannst það lýsa mér vel.“„Skíðahópurinn minn gaf mér þessa úlpu og eigum við öll sjö eins úlpur, strákar í svörtu og stelpur í rauðu. Úlpurnar eru allar merktar Team Ragna en ég hef svolítið séð um þennan hóp.“„Ég er mikil sólgleraugnamanneskja og er orðin það þroskuð núna að ég er komin með sjóngler í þau svo ég sjái eitthvað. Ég á mikið af sólgleraugum og finnst gott að vera með þau, sama hvort ég er á hestbaki eða skíðum.“„Penzim er efni sem ég hef notað á andlitið á mér sem næturkrem í átta ár. Þetta er vara sem er unnin úr íslensku hráefni, fiskiensímum, og er alveg stórkostlegt efni.“ Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Ragna Fossberg sýnir okkur nokkra af sínum eftirlætishlutum. Meðal þeirra er rauði varaliturinn frá Revlon sem hún hefur notað í tuttugu ár og hálsmen sem hún bar á Eddunni. Ragna Fossberg er nafn sem margir kannast við enda hefur hún starfað sem förðunarfræðingur í íslensku sjónvarpi og við kvikmyndir í tæplega hálfa öld. Hún var um nýliðna helgi sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar. „Það sem bar hæst í síðustu viku er að ég varð ellilífeyrisþegi þann 27. febrúar og svo kláruðum við kvikmyndina Eiðinn á sunnudaginn og síðan var Eddan um kvöldið með öllu þessum blæstri,“ segir Ragna og hlær. Ragna segist ekkert vera á leiðinni að setjast í helgan stein þótt hún sé kominn á ellilífeyrisaldur, síður en svo. „Ég hef sjaldan haft eins mikið að gera en ég hef alltaf verið virk og komið víða við. Það er ekkert að hægjast á því sem betur fer því ég segi alltaf að á meðan maður lærir eitthvað nýtt getur maður haldið áfram. Og ég er enn að læra eftir um fimmtíu ára starf.“ Þó að Ragna segist ekki vera neinn tískugúrú hefur hún samt alltaf haft puttann á púlsinum og fylgst með straumum og stefnum í tísku í gegnum starf sitt. Hún sýnir lesendum hér sína uppáhaldshluti og kennir þar ýmissa grasa.„Það er mikil saga á bak við þennan varalit sem ég hef notað í tuttugu ár og er alltaf með á mér. Hann er frá Revlon og hét fyrst Red. Svo var hætt að selja Revlon hér á landi en góð vinkona mín, Guðrún Ólafs, sem var flugfreyja hefur séð um að gefa mér varalit. Nú heitir hann Fire and Ice og það er enginn varalitur sem kemst nálægt þessum lit á mér. Ég á alltaf svona tíu stykki heima í skúffu, annars verð ég óróleg.“„Þetta er æðislega töff hálsmen sem ég er mikið með, meðal annars á Eddunni. Það er nánast eins og flík, svo stórt og mikið og áberandi. Ég fékk það gefins frá stjúpdóttur minni, Birtu Björns í Júníform, en henni fannst það lýsa mér vel.“„Skíðahópurinn minn gaf mér þessa úlpu og eigum við öll sjö eins úlpur, strákar í svörtu og stelpur í rauðu. Úlpurnar eru allar merktar Team Ragna en ég hef svolítið séð um þennan hóp.“„Ég er mikil sólgleraugnamanneskja og er orðin það þroskuð núna að ég er komin með sjóngler í þau svo ég sjái eitthvað. Ég á mikið af sólgleraugum og finnst gott að vera með þau, sama hvort ég er á hestbaki eða skíðum.“„Penzim er efni sem ég hef notað á andlitið á mér sem næturkrem í átta ár. Þetta er vara sem er unnin úr íslensku hráefni, fiskiensímum, og er alveg stórkostlegt efni.“
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira