Háskóladagur og kræsingar í Hörpu Birta Björnsdóttir skrifar 5. mars 2016 19:30 Eftirlíking af Suðurlandsskjálftanum og kennsla í handþvotti var meðal þess sem boðið var upp á á árlegum háskóladegi í dag. Þá fengu mataráhugamenn- og konur eitthvað fyrir sinn snúð í Hörpu. Allir háskólar landsins opnuðu dyrnar fyrir gestum og gangandi í dag til að kynna starfsemi sína, bæði fyrir verðandi nemendum og almenningi öllum. Háskólarnir á landsbyggðinni fengu athvarf í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og boðið var upp á ókeypis strætóferðir á milli skólanna. Í Öskju Háskóla Íslands fóru meðal annars fram áhugaverðar tilraunir á því að endurgera Suðurlandsskjálftann. „Við erum hér að láta reyna á líkan sem við byggðum með því að láta það standa af sér Suðurlandsskjálftann árið 2008 eins og hann mældist í Foldaskóla í Reykjavík. Við notum reyndar ekki nema um 10% af þeirri orku til að byggingin tolli saman en hyggjumst gefa í undir lok dags og sjá hvað líkanið þolir,“ sagði Guðmundur Örn Sigurðsson, byggingaverkfræðingur. Hann sagði líkanið geta gefið góða mynd af því hvernig byggingar hreyfast í jarðskjálfta. Þær Gunnhildur Einarsdóttir og Ingibjörg Loreley Zimsen Friðriksdóttir eru nýútkskrifaðir framhaldsskólanemar sem voru sammála um ágæti háskóladagsins. Þeim þótti gott að geta hitt nemendur og kennara og spurt þau út í það nám sem þær höfðu áhuga á. Allar deildir háskóla landsins kynntu stafsemi sína og þar var hægt að læra margt fróðlegt, til dæmis allt um hinn fullkomna handþvott. „Það vita kannski ekki allir hvað það er mikilvægt að sinna handþvotti vel,“ sagði Hulda Viktorsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, en þær Henný Björk Birgisdóttir sýndu fréttamanni hvernig best er að bera sig að. Og það var ekki bara í háskólum landsins sem dyrnar stóðu opnar. Í Hörpu kynntu hátt í fimmtíu matvælaframleiðendur vörur sínar fyrir áhugasömum. Markaðurinn hefur verið haldinn reglulega síðastliðin fimm ár og hefur vaxið umtalsvert. Fyrst voru það um fimmtán framleiðendur sem stóðu vaktina en nú eru þeir um fimmtíu og óhætt að segja að framleiðslan sé fjölbreytt. Kjöt, fiskur, brauð, konfekt, brjóstsykur og krydd var á boðstólnum, og nýr íslenskur barnamatur. „Við eigum að geta verið alveg sjálfbær hvað varðar matvælaframleiðslu. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað við flytjum inn mikið af mat, því við vitum oft á tíðum ekkert hvaðan hann kemur né hvað er í honum,“ sagði Rakel Garðarsdóttir, sem á veg og vanda að hinum nýja barnamat ásamt Hrefnu Rósu Sætran.Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Háskóladeginum.mynd/kristinn ingvarssonmynd/golli Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Eftirlíking af Suðurlandsskjálftanum og kennsla í handþvotti var meðal þess sem boðið var upp á á árlegum háskóladegi í dag. Þá fengu mataráhugamenn- og konur eitthvað fyrir sinn snúð í Hörpu. Allir háskólar landsins opnuðu dyrnar fyrir gestum og gangandi í dag til að kynna starfsemi sína, bæði fyrir verðandi nemendum og almenningi öllum. Háskólarnir á landsbyggðinni fengu athvarf í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og boðið var upp á ókeypis strætóferðir á milli skólanna. Í Öskju Háskóla Íslands fóru meðal annars fram áhugaverðar tilraunir á því að endurgera Suðurlandsskjálftann. „Við erum hér að láta reyna á líkan sem við byggðum með því að láta það standa af sér Suðurlandsskjálftann árið 2008 eins og hann mældist í Foldaskóla í Reykjavík. Við notum reyndar ekki nema um 10% af þeirri orku til að byggingin tolli saman en hyggjumst gefa í undir lok dags og sjá hvað líkanið þolir,“ sagði Guðmundur Örn Sigurðsson, byggingaverkfræðingur. Hann sagði líkanið geta gefið góða mynd af því hvernig byggingar hreyfast í jarðskjálfta. Þær Gunnhildur Einarsdóttir og Ingibjörg Loreley Zimsen Friðriksdóttir eru nýútkskrifaðir framhaldsskólanemar sem voru sammála um ágæti háskóladagsins. Þeim þótti gott að geta hitt nemendur og kennara og spurt þau út í það nám sem þær höfðu áhuga á. Allar deildir háskóla landsins kynntu stafsemi sína og þar var hægt að læra margt fróðlegt, til dæmis allt um hinn fullkomna handþvott. „Það vita kannski ekki allir hvað það er mikilvægt að sinna handþvotti vel,“ sagði Hulda Viktorsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, en þær Henný Björk Birgisdóttir sýndu fréttamanni hvernig best er að bera sig að. Og það var ekki bara í háskólum landsins sem dyrnar stóðu opnar. Í Hörpu kynntu hátt í fimmtíu matvælaframleiðendur vörur sínar fyrir áhugasömum. Markaðurinn hefur verið haldinn reglulega síðastliðin fimm ár og hefur vaxið umtalsvert. Fyrst voru það um fimmtán framleiðendur sem stóðu vaktina en nú eru þeir um fimmtíu og óhætt að segja að framleiðslan sé fjölbreytt. Kjöt, fiskur, brauð, konfekt, brjóstsykur og krydd var á boðstólnum, og nýr íslenskur barnamatur. „Við eigum að geta verið alveg sjálfbær hvað varðar matvælaframleiðslu. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað við flytjum inn mikið af mat, því við vitum oft á tíðum ekkert hvaðan hann kemur né hvað er í honum,“ sagði Rakel Garðarsdóttir, sem á veg og vanda að hinum nýja barnamat ásamt Hrefnu Rósu Sætran.Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Háskóladeginum.mynd/kristinn ingvarssonmynd/golli
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira