Feður 85% þolenda í tálmunarmálum Una Sighvatsdóttir skrifar 5. mars 2016 21:00 Við skilnað eða sambúðarslit er meginreglan sú að foreldrar fari með sameiginlega forsjá barns. Þó eru fjölmörg dæmi þess að annað foreldrið komi í veg fyrir að barnið umgangist hitt foreldrið. Feður eru þolendur í yfirgnæfandi meirihluta slíkra mála. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar vakti máls á þessu á Alþingi á dögunum og sagðist þá vilja freista þess að fá málið á dagskrá þingsins. Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur telja að margir þekki slíkar sorgarsögur.Ömurlegt dæmi um ofbeldi „Maður hefur heyrt átakanleg dæmi um feður ekki fá að hitta barnið sitt svo árum skipti og hvað er þetta annað en bara mjög sorglegt og ömurlegt dæmi um ofbeldi? Vissulega eru þetta oft flókin mál en við megum ekki missa sjónar á því grundvallaratriði að hér er verið að brjóta á fólki og ekki síst barninu sem á rétt á því að kynnast foreldri sínu.“Gunnar Kristinn Þórðarson telur mikilvægt að tálmanir verði skilgreind sem barnaverndarmál.50 ný tálmunarmál komu inn á borð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, þar sem krafist var dagsekta vegna tálmunar á umgengni. Átta af málshefjendum voru mæður, en 42 feður, eða 84%. Til meðferðar hjá sama embætti núna eru 29 dagsektarmál vegna tálmana, þar sem karlar eru málshefjendur í 23 tilvikum en konur í 6 tilvikum.Sýslumannsembættin máttlaus Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra segir að gagnvart þessu standi sýslumannsembættin alveg máttlaus. „Og það er bara ólíðandi ástand.“ Samtök umgengnisforeldra vilja að tálmanir verði skilgreindar sem fobeldi gegn börnum og þar með sem barnaverndarmál. „Það er mikilvægt að það sé skilgreint sem barnaverndarmál, því hingað til hefur það ekki verið þannig að sýslumaður er að ákvarða um umgengni og jafnvel að umgengni eigi ekki að eiga sér stað á grundvelli aðkeypts mats. En við viljum sjá þessi mál alfarið á höndum barnaverndaryfirvalda."84% þeirra sem leituðu til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í fyrra vegna tálmunarmála voru feður.Evrópuráðið telur úrbóta þörf Þetta er í samræmi við nýlega ályktun þings Evrópuráðsins um að dómstólar einir eigi að skera úr um aðskilnað foreldris og barns. Evrópuráðsþingið telur úrbóta þörf hjá aðildarríkjunum hvað varðar jafnan rétt foreldra, ekki síst fulla viðurkenningu á hlutverki feðra. Guðmundur tekur undir og segir að löggjafinn og yfirvöld tipli á tánum í kringum þá staðreynd að foreldrar og börn séu misrétti beitt. „Við eigum ekki að líða það að feðrum, aðallega, sé aftrað frá því að hitta börnin sín. Það er bara ofbeldi.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Við skilnað eða sambúðarslit er meginreglan sú að foreldrar fari með sameiginlega forsjá barns. Þó eru fjölmörg dæmi þess að annað foreldrið komi í veg fyrir að barnið umgangist hitt foreldrið. Feður eru þolendur í yfirgnæfandi meirihluta slíkra mála. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar vakti máls á þessu á Alþingi á dögunum og sagðist þá vilja freista þess að fá málið á dagskrá þingsins. Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur telja að margir þekki slíkar sorgarsögur.Ömurlegt dæmi um ofbeldi „Maður hefur heyrt átakanleg dæmi um feður ekki fá að hitta barnið sitt svo árum skipti og hvað er þetta annað en bara mjög sorglegt og ömurlegt dæmi um ofbeldi? Vissulega eru þetta oft flókin mál en við megum ekki missa sjónar á því grundvallaratriði að hér er verið að brjóta á fólki og ekki síst barninu sem á rétt á því að kynnast foreldri sínu.“Gunnar Kristinn Þórðarson telur mikilvægt að tálmanir verði skilgreind sem barnaverndarmál.50 ný tálmunarmál komu inn á borð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, þar sem krafist var dagsekta vegna tálmunar á umgengni. Átta af málshefjendum voru mæður, en 42 feður, eða 84%. Til meðferðar hjá sama embætti núna eru 29 dagsektarmál vegna tálmana, þar sem karlar eru málshefjendur í 23 tilvikum en konur í 6 tilvikum.Sýslumannsembættin máttlaus Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra segir að gagnvart þessu standi sýslumannsembættin alveg máttlaus. „Og það er bara ólíðandi ástand.“ Samtök umgengnisforeldra vilja að tálmanir verði skilgreindar sem fobeldi gegn börnum og þar með sem barnaverndarmál. „Það er mikilvægt að það sé skilgreint sem barnaverndarmál, því hingað til hefur það ekki verið þannig að sýslumaður er að ákvarða um umgengni og jafnvel að umgengni eigi ekki að eiga sér stað á grundvelli aðkeypts mats. En við viljum sjá þessi mál alfarið á höndum barnaverndaryfirvalda."84% þeirra sem leituðu til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í fyrra vegna tálmunarmála voru feður.Evrópuráðið telur úrbóta þörf Þetta er í samræmi við nýlega ályktun þings Evrópuráðsins um að dómstólar einir eigi að skera úr um aðskilnað foreldris og barns. Evrópuráðsþingið telur úrbóta þörf hjá aðildarríkjunum hvað varðar jafnan rétt foreldra, ekki síst fulla viðurkenningu á hlutverki feðra. Guðmundur tekur undir og segir að löggjafinn og yfirvöld tipli á tánum í kringum þá staðreynd að foreldrar og börn séu misrétti beitt. „Við eigum ekki að líða það að feðrum, aðallega, sé aftrað frá því að hitta börnin sín. Það er bara ofbeldi.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira