Íslenskur sjálfboðaliði: „Þetta var bara stríðsástand“ Birta Björnsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:30 Þúsundir manna, kvenna og barna hafast við í flóttamannabúðunum í Calais í Frakklandi. Fyrr í vikunni gáfu yfirvöld í Frakklandi út þá skipun að hluti búðanna skyldi rýmdur, sökum þess að öryggi íbúanna væri verulega ábótavant þegar kemur að húsakosti. Kristín Rós Kristjánsdóttir starfar sem sjálfboðaliði við hjálparstörf í búðunum en hún, ásamt fleirum, hafa gagnrýnt harkalega framgöngu yfirvalda í málinu. „Það voru þarna um fimm hundruð lögreglumenn sem voru klæddir brynjum og hjálmum og með byssur og barefli. Þeir byrjuðu á því að henda táragasi á svæði þar sem fólk býr," segir Kristín. „Þetta var bara stríðsástand. Það kviknuðu eldar út frá táragas-tunnunum sem lögreglan notaði og skýlin eru öll úr plasti og tré. Slökkviliðinu var svo ekki hleypt inn á svæðið svo eldarnir náðu að eyðileggja mikið af eigum fólks og skýli sem íbúarnir höfðu ekki náð að tæma. Frönsk yfirvöld lofuðu því að þetta færi friðsamlega fram og að komið yfir fram við flóttamennina af virðingu. En það var svo sannarlega ekki raunin. Það eru allir sammála um að það að búðirnar eiga ekki að vera til og að enginn ætti að þurfa að hírast á svona stað. En búðirnar eru þarna af ástæðu, þetta fólk getur ekki verið einstaðar annarsstaðar.“ Kristín segir fólkið hafa fengið misvísandi skilaboð um hvað biði þeirra sem yfirgæfu búðirnar. Yfirvöld hafi gert ráð fyrr að bjóða 1200 manns betri aðstæður en í reynd hafi 3500 manns verið fluttir úr búðunum. Sjálfboðaliðarnir hafi engar fréttir fengið af afdrifum fólksins, en hún hafi mestar áhyggjur af börnunum í hópnum. „Það er engin leið til að fylgjast með þeim. Það er mikil áhætta á að þau einfaldlega týnist. Að þau annaðhvort verði úti eða lendi í höndunum á glæpamönnum,“ segir Kristín. Hún segir ástandið í búðunum síst fara batnandi. Nú síðast létu átta Íranir í búðunum sauma saman á sér varinar og eru í hungurverkfalli til að mótmæla framgöngu franskra yfirvalda. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þúsundir manna, kvenna og barna hafast við í flóttamannabúðunum í Calais í Frakklandi. Fyrr í vikunni gáfu yfirvöld í Frakklandi út þá skipun að hluti búðanna skyldi rýmdur, sökum þess að öryggi íbúanna væri verulega ábótavant þegar kemur að húsakosti. Kristín Rós Kristjánsdóttir starfar sem sjálfboðaliði við hjálparstörf í búðunum en hún, ásamt fleirum, hafa gagnrýnt harkalega framgöngu yfirvalda í málinu. „Það voru þarna um fimm hundruð lögreglumenn sem voru klæddir brynjum og hjálmum og með byssur og barefli. Þeir byrjuðu á því að henda táragasi á svæði þar sem fólk býr," segir Kristín. „Þetta var bara stríðsástand. Það kviknuðu eldar út frá táragas-tunnunum sem lögreglan notaði og skýlin eru öll úr plasti og tré. Slökkviliðinu var svo ekki hleypt inn á svæðið svo eldarnir náðu að eyðileggja mikið af eigum fólks og skýli sem íbúarnir höfðu ekki náð að tæma. Frönsk yfirvöld lofuðu því að þetta færi friðsamlega fram og að komið yfir fram við flóttamennina af virðingu. En það var svo sannarlega ekki raunin. Það eru allir sammála um að það að búðirnar eiga ekki að vera til og að enginn ætti að þurfa að hírast á svona stað. En búðirnar eru þarna af ástæðu, þetta fólk getur ekki verið einstaðar annarsstaðar.“ Kristín segir fólkið hafa fengið misvísandi skilaboð um hvað biði þeirra sem yfirgæfu búðirnar. Yfirvöld hafi gert ráð fyrr að bjóða 1200 manns betri aðstæður en í reynd hafi 3500 manns verið fluttir úr búðunum. Sjálfboðaliðarnir hafi engar fréttir fengið af afdrifum fólksins, en hún hafi mestar áhyggjur af börnunum í hópnum. „Það er engin leið til að fylgjast með þeim. Það er mikil áhætta á að þau einfaldlega týnist. Að þau annaðhvort verði úti eða lendi í höndunum á glæpamönnum,“ segir Kristín. Hún segir ástandið í búðunum síst fara batnandi. Nú síðast létu átta Íranir í búðunum sauma saman á sér varinar og eru í hungurverkfalli til að mótmæla framgöngu franskra yfirvalda.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira