Íslenskur sjálfboðaliði: „Þetta var bara stríðsástand“ Birta Björnsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:30 Þúsundir manna, kvenna og barna hafast við í flóttamannabúðunum í Calais í Frakklandi. Fyrr í vikunni gáfu yfirvöld í Frakklandi út þá skipun að hluti búðanna skyldi rýmdur, sökum þess að öryggi íbúanna væri verulega ábótavant þegar kemur að húsakosti. Kristín Rós Kristjánsdóttir starfar sem sjálfboðaliði við hjálparstörf í búðunum en hún, ásamt fleirum, hafa gagnrýnt harkalega framgöngu yfirvalda í málinu. „Það voru þarna um fimm hundruð lögreglumenn sem voru klæddir brynjum og hjálmum og með byssur og barefli. Þeir byrjuðu á því að henda táragasi á svæði þar sem fólk býr," segir Kristín. „Þetta var bara stríðsástand. Það kviknuðu eldar út frá táragas-tunnunum sem lögreglan notaði og skýlin eru öll úr plasti og tré. Slökkviliðinu var svo ekki hleypt inn á svæðið svo eldarnir náðu að eyðileggja mikið af eigum fólks og skýli sem íbúarnir höfðu ekki náð að tæma. Frönsk yfirvöld lofuðu því að þetta færi friðsamlega fram og að komið yfir fram við flóttamennina af virðingu. En það var svo sannarlega ekki raunin. Það eru allir sammála um að það að búðirnar eiga ekki að vera til og að enginn ætti að þurfa að hírast á svona stað. En búðirnar eru þarna af ástæðu, þetta fólk getur ekki verið einstaðar annarsstaðar.“ Kristín segir fólkið hafa fengið misvísandi skilaboð um hvað biði þeirra sem yfirgæfu búðirnar. Yfirvöld hafi gert ráð fyrr að bjóða 1200 manns betri aðstæður en í reynd hafi 3500 manns verið fluttir úr búðunum. Sjálfboðaliðarnir hafi engar fréttir fengið af afdrifum fólksins, en hún hafi mestar áhyggjur af börnunum í hópnum. „Það er engin leið til að fylgjast með þeim. Það er mikil áhætta á að þau einfaldlega týnist. Að þau annaðhvort verði úti eða lendi í höndunum á glæpamönnum,“ segir Kristín. Hún segir ástandið í búðunum síst fara batnandi. Nú síðast létu átta Íranir í búðunum sauma saman á sér varinar og eru í hungurverkfalli til að mótmæla framgöngu franskra yfirvalda. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þúsundir manna, kvenna og barna hafast við í flóttamannabúðunum í Calais í Frakklandi. Fyrr í vikunni gáfu yfirvöld í Frakklandi út þá skipun að hluti búðanna skyldi rýmdur, sökum þess að öryggi íbúanna væri verulega ábótavant þegar kemur að húsakosti. Kristín Rós Kristjánsdóttir starfar sem sjálfboðaliði við hjálparstörf í búðunum en hún, ásamt fleirum, hafa gagnrýnt harkalega framgöngu yfirvalda í málinu. „Það voru þarna um fimm hundruð lögreglumenn sem voru klæddir brynjum og hjálmum og með byssur og barefli. Þeir byrjuðu á því að henda táragasi á svæði þar sem fólk býr," segir Kristín. „Þetta var bara stríðsástand. Það kviknuðu eldar út frá táragas-tunnunum sem lögreglan notaði og skýlin eru öll úr plasti og tré. Slökkviliðinu var svo ekki hleypt inn á svæðið svo eldarnir náðu að eyðileggja mikið af eigum fólks og skýli sem íbúarnir höfðu ekki náð að tæma. Frönsk yfirvöld lofuðu því að þetta færi friðsamlega fram og að komið yfir fram við flóttamennina af virðingu. En það var svo sannarlega ekki raunin. Það eru allir sammála um að það að búðirnar eiga ekki að vera til og að enginn ætti að þurfa að hírast á svona stað. En búðirnar eru þarna af ástæðu, þetta fólk getur ekki verið einstaðar annarsstaðar.“ Kristín segir fólkið hafa fengið misvísandi skilaboð um hvað biði þeirra sem yfirgæfu búðirnar. Yfirvöld hafi gert ráð fyrr að bjóða 1200 manns betri aðstæður en í reynd hafi 3500 manns verið fluttir úr búðunum. Sjálfboðaliðarnir hafi engar fréttir fengið af afdrifum fólksins, en hún hafi mestar áhyggjur af börnunum í hópnum. „Það er engin leið til að fylgjast með þeim. Það er mikil áhætta á að þau einfaldlega týnist. Að þau annaðhvort verði úti eða lendi í höndunum á glæpamönnum,“ segir Kristín. Hún segir ástandið í búðunum síst fara batnandi. Nú síðast létu átta Íranir í búðunum sauma saman á sér varinar og eru í hungurverkfalli til að mótmæla framgöngu franskra yfirvalda.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira