Fljótandi eða fast gengi – lærdómur frá norrænum ríkjum Lars Christensen skrifar 9. mars 2016 09:00 Norðurlöndin fimm, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland, eru stofnanalega og menningarlega mjög svipuð og öll fimm ríkin eru mjög opin fyrir alþjóðaviðskiptum en þau hafa einnig rausnarleg velferðarkerfi. En frá því að efnahags- og fjármálakreppan hófst um allan heim 2008 hefur frammistaða ríkjanna fimm verið merkilega ólík. Þannig hafa Svíþjóð og Ísland náð sér að fullu eftir kreppuna. Það átti líka við um Noreg í fyrstu, en verðfallið á olíu síðustu tvö árin hefur komið illa við norska hagkerfið sem byggist á olíuútflutningi. Tvö ríki hafa hins vegar dregist alvarlega aftur úr – Danmörk og Finnland.Of stífri peningamálastefnu um að kenna Kerfislæg vandamál í Danmörku (of háir skattar og óhóflega rausnarlegt velferðarkerfi) og Finnlandi (stór opinber geiri og mjög stífur vinnumarkaður) hafa örugglega einnig haft sitt að segja. Það er hins vegar erfitt að líta fram hjá þeirri staðreynd að bæði Finnland og Danmörk hafa fast gengi – Finnland sem meðlimur evrusvæðisins og Danmörk í gegnum fastgengiskerfi sem er fest við evruna. Þetta þýðir að í tilfellum beggja landanna hefur Seðlabanki Evrópu sett peningamálaskilyrði sem henta þörfum alls evrusvæðisins en ekki einstakra landa. Öfugt við þetta hafa Svíþjóð, Ísland og Noregur fljótandi gengi sem þýðir að seðlabankar þessara landa hafa getað stýrt peningamálastefnunni samkvæmt þörfum þessara hagkerfa. Þetta hefur tvisvar verið sérstaklega mikilvægt síðan 2008. Fyrst þegar upphaflega áfallið reið yfir 2008 og síðan árið 2011 þegar evrópski seðlabankinn hækkaði tvisvar stýrivexti með hörmulegum afleiðingum. Til að viðhalda föstu gengi gagnvart evrunni herti Danmörk peningamálastefnu sína verulega árið 2008 með því að hækka vexti og grípa sterkt inn í á gjaldeyrismörkuðum á meðan Noregur, Svíþjóð og Ísland gátu leyft verulegt gengisfall á gjaldmiðlum sínum og lækkað vexti til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum kreppunnar. Þetta er líklega ástæða fyrir því að Danmörk fór verr út úr bankakreppunni en Noregur og Svíþjóð (Ísland er augljóslega allt annar handleggur). Hin óráðlega ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hækka vexti 2011 kom frekar illa út fyrir bæði Danmörku og Finnland á meðan „fleytendurnir“ gátu að mestu forðast að „flytja inn“ mistök evrópska seðlabankans. Afleiðingin varð sú að „bilið“ á milli norrænu „fleytendanna“ og „fastgengislandanna“ breikkaði enn. Það er vissulega ekki gefið að fast gengi þýði sjálfkrafa veikari hagvöxt, en síðan 2008 hefur fast gengi Danmerkur gagnvart evrunni og evruaðild Finnlands sannarlega stuðlað að því að löndin tvö hafa „dregist aftur úr“ á Norðurlöndunum og bæði löndin hefðu ugglaust staðið sig betur með fljótandi gengi í stað þess að fylgja peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurlöndin fimm, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland, eru stofnanalega og menningarlega mjög svipuð og öll fimm ríkin eru mjög opin fyrir alþjóðaviðskiptum en þau hafa einnig rausnarleg velferðarkerfi. En frá því að efnahags- og fjármálakreppan hófst um allan heim 2008 hefur frammistaða ríkjanna fimm verið merkilega ólík. Þannig hafa Svíþjóð og Ísland náð sér að fullu eftir kreppuna. Það átti líka við um Noreg í fyrstu, en verðfallið á olíu síðustu tvö árin hefur komið illa við norska hagkerfið sem byggist á olíuútflutningi. Tvö ríki hafa hins vegar dregist alvarlega aftur úr – Danmörk og Finnland.Of stífri peningamálastefnu um að kenna Kerfislæg vandamál í Danmörku (of háir skattar og óhóflega rausnarlegt velferðarkerfi) og Finnlandi (stór opinber geiri og mjög stífur vinnumarkaður) hafa örugglega einnig haft sitt að segja. Það er hins vegar erfitt að líta fram hjá þeirri staðreynd að bæði Finnland og Danmörk hafa fast gengi – Finnland sem meðlimur evrusvæðisins og Danmörk í gegnum fastgengiskerfi sem er fest við evruna. Þetta þýðir að í tilfellum beggja landanna hefur Seðlabanki Evrópu sett peningamálaskilyrði sem henta þörfum alls evrusvæðisins en ekki einstakra landa. Öfugt við þetta hafa Svíþjóð, Ísland og Noregur fljótandi gengi sem þýðir að seðlabankar þessara landa hafa getað stýrt peningamálastefnunni samkvæmt þörfum þessara hagkerfa. Þetta hefur tvisvar verið sérstaklega mikilvægt síðan 2008. Fyrst þegar upphaflega áfallið reið yfir 2008 og síðan árið 2011 þegar evrópski seðlabankinn hækkaði tvisvar stýrivexti með hörmulegum afleiðingum. Til að viðhalda föstu gengi gagnvart evrunni herti Danmörk peningamálastefnu sína verulega árið 2008 með því að hækka vexti og grípa sterkt inn í á gjaldeyrismörkuðum á meðan Noregur, Svíþjóð og Ísland gátu leyft verulegt gengisfall á gjaldmiðlum sínum og lækkað vexti til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum kreppunnar. Þetta er líklega ástæða fyrir því að Danmörk fór verr út úr bankakreppunni en Noregur og Svíþjóð (Ísland er augljóslega allt annar handleggur). Hin óráðlega ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hækka vexti 2011 kom frekar illa út fyrir bæði Danmörku og Finnland á meðan „fleytendurnir“ gátu að mestu forðast að „flytja inn“ mistök evrópska seðlabankans. Afleiðingin varð sú að „bilið“ á milli norrænu „fleytendanna“ og „fastgengislandanna“ breikkaði enn. Það er vissulega ekki gefið að fast gengi þýði sjálfkrafa veikari hagvöxt, en síðan 2008 hefur fast gengi Danmerkur gagnvart evrunni og evruaðild Finnlands sannarlega stuðlað að því að löndin tvö hafa „dregist aftur úr“ á Norðurlöndunum og bæði löndin hefðu ugglaust staðið sig betur með fljótandi gengi í stað þess að fylgja peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun