Fljótandi eða fast gengi – lærdómur frá norrænum ríkjum Lars Christensen skrifar 9. mars 2016 09:00 Norðurlöndin fimm, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland, eru stofnanalega og menningarlega mjög svipuð og öll fimm ríkin eru mjög opin fyrir alþjóðaviðskiptum en þau hafa einnig rausnarleg velferðarkerfi. En frá því að efnahags- og fjármálakreppan hófst um allan heim 2008 hefur frammistaða ríkjanna fimm verið merkilega ólík. Þannig hafa Svíþjóð og Ísland náð sér að fullu eftir kreppuna. Það átti líka við um Noreg í fyrstu, en verðfallið á olíu síðustu tvö árin hefur komið illa við norska hagkerfið sem byggist á olíuútflutningi. Tvö ríki hafa hins vegar dregist alvarlega aftur úr – Danmörk og Finnland.Of stífri peningamálastefnu um að kenna Kerfislæg vandamál í Danmörku (of háir skattar og óhóflega rausnarlegt velferðarkerfi) og Finnlandi (stór opinber geiri og mjög stífur vinnumarkaður) hafa örugglega einnig haft sitt að segja. Það er hins vegar erfitt að líta fram hjá þeirri staðreynd að bæði Finnland og Danmörk hafa fast gengi – Finnland sem meðlimur evrusvæðisins og Danmörk í gegnum fastgengiskerfi sem er fest við evruna. Þetta þýðir að í tilfellum beggja landanna hefur Seðlabanki Evrópu sett peningamálaskilyrði sem henta þörfum alls evrusvæðisins en ekki einstakra landa. Öfugt við þetta hafa Svíþjóð, Ísland og Noregur fljótandi gengi sem þýðir að seðlabankar þessara landa hafa getað stýrt peningamálastefnunni samkvæmt þörfum þessara hagkerfa. Þetta hefur tvisvar verið sérstaklega mikilvægt síðan 2008. Fyrst þegar upphaflega áfallið reið yfir 2008 og síðan árið 2011 þegar evrópski seðlabankinn hækkaði tvisvar stýrivexti með hörmulegum afleiðingum. Til að viðhalda föstu gengi gagnvart evrunni herti Danmörk peningamálastefnu sína verulega árið 2008 með því að hækka vexti og grípa sterkt inn í á gjaldeyrismörkuðum á meðan Noregur, Svíþjóð og Ísland gátu leyft verulegt gengisfall á gjaldmiðlum sínum og lækkað vexti til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum kreppunnar. Þetta er líklega ástæða fyrir því að Danmörk fór verr út úr bankakreppunni en Noregur og Svíþjóð (Ísland er augljóslega allt annar handleggur). Hin óráðlega ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hækka vexti 2011 kom frekar illa út fyrir bæði Danmörku og Finnland á meðan „fleytendurnir“ gátu að mestu forðast að „flytja inn“ mistök evrópska seðlabankans. Afleiðingin varð sú að „bilið“ á milli norrænu „fleytendanna“ og „fastgengislandanna“ breikkaði enn. Það er vissulega ekki gefið að fast gengi þýði sjálfkrafa veikari hagvöxt, en síðan 2008 hefur fast gengi Danmerkur gagnvart evrunni og evruaðild Finnlands sannarlega stuðlað að því að löndin tvö hafa „dregist aftur úr“ á Norðurlöndunum og bæði löndin hefðu ugglaust staðið sig betur með fljótandi gengi í stað þess að fylgja peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Norðurlöndin fimm, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland, eru stofnanalega og menningarlega mjög svipuð og öll fimm ríkin eru mjög opin fyrir alþjóðaviðskiptum en þau hafa einnig rausnarleg velferðarkerfi. En frá því að efnahags- og fjármálakreppan hófst um allan heim 2008 hefur frammistaða ríkjanna fimm verið merkilega ólík. Þannig hafa Svíþjóð og Ísland náð sér að fullu eftir kreppuna. Það átti líka við um Noreg í fyrstu, en verðfallið á olíu síðustu tvö árin hefur komið illa við norska hagkerfið sem byggist á olíuútflutningi. Tvö ríki hafa hins vegar dregist alvarlega aftur úr – Danmörk og Finnland.Of stífri peningamálastefnu um að kenna Kerfislæg vandamál í Danmörku (of háir skattar og óhóflega rausnarlegt velferðarkerfi) og Finnlandi (stór opinber geiri og mjög stífur vinnumarkaður) hafa örugglega einnig haft sitt að segja. Það er hins vegar erfitt að líta fram hjá þeirri staðreynd að bæði Finnland og Danmörk hafa fast gengi – Finnland sem meðlimur evrusvæðisins og Danmörk í gegnum fastgengiskerfi sem er fest við evruna. Þetta þýðir að í tilfellum beggja landanna hefur Seðlabanki Evrópu sett peningamálaskilyrði sem henta þörfum alls evrusvæðisins en ekki einstakra landa. Öfugt við þetta hafa Svíþjóð, Ísland og Noregur fljótandi gengi sem þýðir að seðlabankar þessara landa hafa getað stýrt peningamálastefnunni samkvæmt þörfum þessara hagkerfa. Þetta hefur tvisvar verið sérstaklega mikilvægt síðan 2008. Fyrst þegar upphaflega áfallið reið yfir 2008 og síðan árið 2011 þegar evrópski seðlabankinn hækkaði tvisvar stýrivexti með hörmulegum afleiðingum. Til að viðhalda föstu gengi gagnvart evrunni herti Danmörk peningamálastefnu sína verulega árið 2008 með því að hækka vexti og grípa sterkt inn í á gjaldeyrismörkuðum á meðan Noregur, Svíþjóð og Ísland gátu leyft verulegt gengisfall á gjaldmiðlum sínum og lækkað vexti til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum kreppunnar. Þetta er líklega ástæða fyrir því að Danmörk fór verr út úr bankakreppunni en Noregur og Svíþjóð (Ísland er augljóslega allt annar handleggur). Hin óráðlega ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hækka vexti 2011 kom frekar illa út fyrir bæði Danmörku og Finnland á meðan „fleytendurnir“ gátu að mestu forðast að „flytja inn“ mistök evrópska seðlabankans. Afleiðingin varð sú að „bilið“ á milli norrænu „fleytendanna“ og „fastgengislandanna“ breikkaði enn. Það er vissulega ekki gefið að fast gengi þýði sjálfkrafa veikari hagvöxt, en síðan 2008 hefur fast gengi Danmerkur gagnvart evrunni og evruaðild Finnlands sannarlega stuðlað að því að löndin tvö hafa „dregist aftur úr“ á Norðurlöndunum og bæði löndin hefðu ugglaust staðið sig betur með fljótandi gengi í stað þess að fylgja peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun