Fá segja frá kynferðisofbeldi í skólum Snærós Sindradóttir skrifar 9. mars 2016 07:00 Tölur Stígamóta um unga þolendur sifjaspells árið 2015 Aðeins sjö af 125 sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna sifjaspella sögðu skólastarfsmanni frá ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Margir leita á hverju ári til Stígamóta vegna misnotkunar í æsku. Í fyrra leituðu 302 til samtakanna í fyrsta sinn. Af þeim skráði 291 þeirra út tölfræðilega marktæka skýrslu um ofbeldið. Ríflega 70 prósent þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Þar af 21 fyrir fjögurra ára aldur. Þá höfðu 78 verið beittir ofbeldi þegar þeir voru fimm til tíu ára. Hlutfall þeirra sem leituðu til skólastarfsmanns (7 af 125) til að greina frá sifjaspellum sem þeir höfðu orðið fyrir er sagt mjög lágt miðað við aðra fagaðila. Sem dæmi má nefna að 15 greindu lækni frá ofbeldinu og 11 greindu fagaðila í vímuefnameðferð frá ofbeldinu. Tekið skal fram að þetta fólk er að leita til Stígamóta árum og jafnvel áratugum eftir að ofbeldinu hefur lokið.Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta Fréttablaðið/StefánGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, óttast að skólarnir nái ekki nógu vel til barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima hjá sér. Skólarnir séu ekki nógu vel búnir að verklagi og áætlunum ef barn verður fyrir ofbeldi. „Við hringdum í nokkra kennara í morgun [í gær] en enginn vissi um nokkrar áætlanir. Ég veit að það eru til aðgerðaáætlanir í Kópavogi en hvort þær eru notaðar efast ég um. Það þarf að spyrja börn hvort þau viti hvert þau eigi að leita ef þau eru beitt ofbeldi.“Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs ReykjavíkurHelgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert samræmt kerfi sé til í skólum borgarinnar varðandi kynferðisofbeldi gegn börnum. „En við höfum verkefni eins og Blátt áfram sem er í raun leikþáttur með brúðum fyrir yngri börn. Í þeim skóla þar sem ég var skólastjóri var þetta sýnt ákveðnum árgöngum og skólasálfræðingur, námsráðgjafi og kennarar fylgdust með börnunum á meðan sýningin fór fram.“ „Kynferðisbrotamenn búa til leyndarmál í kringum þetta og læsa börnin af þannig að þau ná ekki að tjá sig. Við höfum uppálagt starfsmönnum að kunna að hlusta eftir merkjunum. Það á við um starfsfólk í frístundastarfi líka,“ segir Helgi. Málin séu flókin og einkenni ofbeldis geti verið misjöfn eftir börnum. „Það eru þessi viðbrögð sem börnin sýna, bæði við sögum en líka hvernig þau bregðast við snertingu og svo varðandi þrifnað og slíkt. Á unglingsárunum reyna börn stundum að gera sig eins ógeðsleg og hægt er svo að enginn vilji koma nálægt þeim. Það er eitt af þessum þekktu viðbrögðum fórnarlamba kynferðisofbeldis.“ Helgi segir að markmiðið sé að auka samræmingu á milli skóla og upplýsingar. „Það er kominn starfsmaður hjá okkur sem er farinn að sinna þessum málum.“ Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Aðeins sjö af 125 sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna sifjaspella sögðu skólastarfsmanni frá ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Margir leita á hverju ári til Stígamóta vegna misnotkunar í æsku. Í fyrra leituðu 302 til samtakanna í fyrsta sinn. Af þeim skráði 291 þeirra út tölfræðilega marktæka skýrslu um ofbeldið. Ríflega 70 prósent þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Þar af 21 fyrir fjögurra ára aldur. Þá höfðu 78 verið beittir ofbeldi þegar þeir voru fimm til tíu ára. Hlutfall þeirra sem leituðu til skólastarfsmanns (7 af 125) til að greina frá sifjaspellum sem þeir höfðu orðið fyrir er sagt mjög lágt miðað við aðra fagaðila. Sem dæmi má nefna að 15 greindu lækni frá ofbeldinu og 11 greindu fagaðila í vímuefnameðferð frá ofbeldinu. Tekið skal fram að þetta fólk er að leita til Stígamóta árum og jafnvel áratugum eftir að ofbeldinu hefur lokið.Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta Fréttablaðið/StefánGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, óttast að skólarnir nái ekki nógu vel til barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima hjá sér. Skólarnir séu ekki nógu vel búnir að verklagi og áætlunum ef barn verður fyrir ofbeldi. „Við hringdum í nokkra kennara í morgun [í gær] en enginn vissi um nokkrar áætlanir. Ég veit að það eru til aðgerðaáætlanir í Kópavogi en hvort þær eru notaðar efast ég um. Það þarf að spyrja börn hvort þau viti hvert þau eigi að leita ef þau eru beitt ofbeldi.“Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs ReykjavíkurHelgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert samræmt kerfi sé til í skólum borgarinnar varðandi kynferðisofbeldi gegn börnum. „En við höfum verkefni eins og Blátt áfram sem er í raun leikþáttur með brúðum fyrir yngri börn. Í þeim skóla þar sem ég var skólastjóri var þetta sýnt ákveðnum árgöngum og skólasálfræðingur, námsráðgjafi og kennarar fylgdust með börnunum á meðan sýningin fór fram.“ „Kynferðisbrotamenn búa til leyndarmál í kringum þetta og læsa börnin af þannig að þau ná ekki að tjá sig. Við höfum uppálagt starfsmönnum að kunna að hlusta eftir merkjunum. Það á við um starfsfólk í frístundastarfi líka,“ segir Helgi. Málin séu flókin og einkenni ofbeldis geti verið misjöfn eftir börnum. „Það eru þessi viðbrögð sem börnin sýna, bæði við sögum en líka hvernig þau bregðast við snertingu og svo varðandi þrifnað og slíkt. Á unglingsárunum reyna börn stundum að gera sig eins ógeðsleg og hægt er svo að enginn vilji koma nálægt þeim. Það er eitt af þessum þekktu viðbrögðum fórnarlamba kynferðisofbeldis.“ Helgi segir að markmiðið sé að auka samræmingu á milli skóla og upplýsingar. „Það er kominn starfsmaður hjá okkur sem er farinn að sinna þessum málum.“
Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira