Endurbætur á Hafnarhúsinu kosta mörg hundruð milljónir Höskuldur Kári Schram skrifar 9. mars 2016 18:45 Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira