Nokkur orð um regluverk TR Helgi Arnlaugsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Mér skilst að einhver nefnd sé að endurskoða regluverk TR og þess vegna langar mig að leggja orð í belg um málið. Ég vann lengi á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum minnkaði heyrnin smám saman sem endaði með því að ég varð að fá mér heyrnartæki. Slík tæki kostuðu um kr. 400.000. Nú er það svo að stéttarfélagið sem ég er í hefur öflugan sjúkrasjóð og félagið veitti mér styrk vegna heyrnartækjakaupanna upp á kr. 100.000 svo minn hlutur minnkaði í kr. 300.000. Nú kemur það fram við árlega skoðun TR á því hvort eftirlaun frá TR hafi verið rétt reiknuð til hvers og eins, að þar sem ég hafði fengið þennan styrk frá mínu stéttarfélagi hefði ég fengið of há eftirlaun frá TR og mér gert að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Ég ræddi þetta við fulltrúa TR hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, spurði hvort ekki væri leyfilegt að hafa tekjur allt að kr. 100.000 á mánuði án þess að laun frá TR skertust. Það gildir aðeins um vinnulaun, sagði fulltrúinn en taldi að skerðingin væri ekki alveg króna á móti krónu.Dæmisaga um tvo menn Nú langar mig að setja fram litla dæmisögu um tvo menn sem eru komnir með eftirlaun frá TR og hafa báðir áunnið sér sama rétt til eftirlauna frá lífeyrissjóðum, hafa svipaðar heimilisaðstæður og fá því sömu greiðslu frá TR. Við getum kallað þá Jón og Pétur. Jón hefur unnið á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum tapað heyrn smám saman sem endar með því að hann verður að fá sér heyrnartæki, en Pétur hefur sloppið við þetta sem betur fer og heldur sinni heyrn nokkuð vel. Heyrnartæki Jóns kosta kr. 400.000 en hann fær styrk frá sínu stéttarfélagi upp á kr. 100.000 sem leiðir til þess að TR telur að af þeim sökum hafi hann fengið of há eftirlaun og hann verður að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Niðurstaðan er því sú að Pétur, sem ekki varð fyrir neinu heilsutjóni og þurfti þess vegna ekki að leggja út í neinn kostnað, hann heldur sínum eftirlaunum óskertum. Jón sem varð fyrir heilsutjóni og varð að leggja út kr. 300.000 af þeim sökum, honum var refsað með því að lækka eftirlaunin, vegna þess eins að stéttarfélagið vildi létta honum fjárútgjöldin. Mér hefur alltaf skilist að hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins sé m.a. að létta undir og hjálpa því fólki sem verður fyrir heilsutjóni og fjárútlátum af þeim sökum, því lítur svona dæmi sérkennilega út. Er ekki ástæða fyrir endurskoðunarnefndina að velta fyrir sér svona dæmum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Mér skilst að einhver nefnd sé að endurskoða regluverk TR og þess vegna langar mig að leggja orð í belg um málið. Ég vann lengi á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum minnkaði heyrnin smám saman sem endaði með því að ég varð að fá mér heyrnartæki. Slík tæki kostuðu um kr. 400.000. Nú er það svo að stéttarfélagið sem ég er í hefur öflugan sjúkrasjóð og félagið veitti mér styrk vegna heyrnartækjakaupanna upp á kr. 100.000 svo minn hlutur minnkaði í kr. 300.000. Nú kemur það fram við árlega skoðun TR á því hvort eftirlaun frá TR hafi verið rétt reiknuð til hvers og eins, að þar sem ég hafði fengið þennan styrk frá mínu stéttarfélagi hefði ég fengið of há eftirlaun frá TR og mér gert að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Ég ræddi þetta við fulltrúa TR hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, spurði hvort ekki væri leyfilegt að hafa tekjur allt að kr. 100.000 á mánuði án þess að laun frá TR skertust. Það gildir aðeins um vinnulaun, sagði fulltrúinn en taldi að skerðingin væri ekki alveg króna á móti krónu.Dæmisaga um tvo menn Nú langar mig að setja fram litla dæmisögu um tvo menn sem eru komnir með eftirlaun frá TR og hafa báðir áunnið sér sama rétt til eftirlauna frá lífeyrissjóðum, hafa svipaðar heimilisaðstæður og fá því sömu greiðslu frá TR. Við getum kallað þá Jón og Pétur. Jón hefur unnið á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum tapað heyrn smám saman sem endar með því að hann verður að fá sér heyrnartæki, en Pétur hefur sloppið við þetta sem betur fer og heldur sinni heyrn nokkuð vel. Heyrnartæki Jóns kosta kr. 400.000 en hann fær styrk frá sínu stéttarfélagi upp á kr. 100.000 sem leiðir til þess að TR telur að af þeim sökum hafi hann fengið of há eftirlaun og hann verður að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Niðurstaðan er því sú að Pétur, sem ekki varð fyrir neinu heilsutjóni og þurfti þess vegna ekki að leggja út í neinn kostnað, hann heldur sínum eftirlaunum óskertum. Jón sem varð fyrir heilsutjóni og varð að leggja út kr. 300.000 af þeim sökum, honum var refsað með því að lækka eftirlaunin, vegna þess eins að stéttarfélagið vildi létta honum fjárútgjöldin. Mér hefur alltaf skilist að hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins sé m.a. að létta undir og hjálpa því fólki sem verður fyrir heilsutjóni og fjárútlátum af þeim sökum, því lítur svona dæmi sérkennilega út. Er ekki ástæða fyrir endurskoðunarnefndina að velta fyrir sér svona dæmum?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun