Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Björn B. Björnsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björn B. Björnsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun