Árið 1952 var að hringja … Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 10:00 Undanfarnar vikur hef ég nokkrum sinnum klórað mér í hausnum og flett upp dagatalinu. Miðað við lesnar fréttir hefði ég nefnilega getað svarið að ég væri stödd á allt annarri öld. Þar sem konur voru aðallega í því að ákveða hvað væri í matinn og mönnunum einum treystandi fyrir mikilvæga stöffinu. Talsmaður nýstofnaðs Félags kvenna í vísindum lýsti því m.a. yfir í vikunni að þó konur hafi verið í meirihluta á háskólastigi síðan á 9. áratugnum væru þær enn nær ósýnilegar í vísindaheiminum, hljóti síður styrki til rannsókna og aðeins 26% prófessora séu konur. Í vikufréttum kom einnig fram að konur stýri einungis um fimmtungi allra fyrirtækja landsins og sitji í fjórðungi stjórnarsæta. Í efstu lögum fjármálageirans eru þær nánast jafn sjaldséðar og hvítir hrafnar. Fyrir hverja níu karla sem stjórna peningum á Íslandi er einungis ein kona. Já. Ein. Fjármálageirinn virðist ekki hafa fengið „memóið“ um að allar rannsóknir sýndu fram á betri árangur með fleiri konum í stjórnunarstöðum. Eins virðist það hafa gleymst að fjölmargar úttektir og rannsóknir bendi til þess að fjármálageirinn hefði að öllum líkindum ekki hrunið jafn illilega – ef fleiri konur hefðu setið í stjórnunarstöðum. Ráðandi gildi í fjármálageiranum hafa nefnilega alla tíð litast af því að honum er nánast alfarið stjórnað af y-litningum. Ég get ekki annað en spurt mig hvort lokuð sala á ríkiseign (hæjjj Landsbankinn) hefði t.a.m. átt sér stað í lokuðu herbergi kvenna. Eða hvort þær hefðu ekki sett spurningarmerki við að samþykkja verðhugmynd sem kæmi frá kaupandanum sjálfum. Nú eða ákveðið sín á milli að skipta með sér 3,3 milljörðum í bónusgreiðslur (hæjjj strákar í Straumi). Gildi á borð við áhættusækni, græðgi, frændhygli og yfirgang hafa verið allsráðandi. Á meðan gildi á borð við varfærni, ábyrgð og viljann til að líta í eigin barm hafa algerlega verið víkjandi. Enda ekki mikill „pungur“ í svoleiðis gildum. Seisei nei. Hættum þessu rugli og réttum stelpunum keflið í smá stund. Fjármálakerfið þarf á afréttara að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég nokkrum sinnum klórað mér í hausnum og flett upp dagatalinu. Miðað við lesnar fréttir hefði ég nefnilega getað svarið að ég væri stödd á allt annarri öld. Þar sem konur voru aðallega í því að ákveða hvað væri í matinn og mönnunum einum treystandi fyrir mikilvæga stöffinu. Talsmaður nýstofnaðs Félags kvenna í vísindum lýsti því m.a. yfir í vikunni að þó konur hafi verið í meirihluta á háskólastigi síðan á 9. áratugnum væru þær enn nær ósýnilegar í vísindaheiminum, hljóti síður styrki til rannsókna og aðeins 26% prófessora séu konur. Í vikufréttum kom einnig fram að konur stýri einungis um fimmtungi allra fyrirtækja landsins og sitji í fjórðungi stjórnarsæta. Í efstu lögum fjármálageirans eru þær nánast jafn sjaldséðar og hvítir hrafnar. Fyrir hverja níu karla sem stjórna peningum á Íslandi er einungis ein kona. Já. Ein. Fjármálageirinn virðist ekki hafa fengið „memóið“ um að allar rannsóknir sýndu fram á betri árangur með fleiri konum í stjórnunarstöðum. Eins virðist það hafa gleymst að fjölmargar úttektir og rannsóknir bendi til þess að fjármálageirinn hefði að öllum líkindum ekki hrunið jafn illilega – ef fleiri konur hefðu setið í stjórnunarstöðum. Ráðandi gildi í fjármálageiranum hafa nefnilega alla tíð litast af því að honum er nánast alfarið stjórnað af y-litningum. Ég get ekki annað en spurt mig hvort lokuð sala á ríkiseign (hæjjj Landsbankinn) hefði t.a.m. átt sér stað í lokuðu herbergi kvenna. Eða hvort þær hefðu ekki sett spurningarmerki við að samþykkja verðhugmynd sem kæmi frá kaupandanum sjálfum. Nú eða ákveðið sín á milli að skipta með sér 3,3 milljörðum í bónusgreiðslur (hæjjj strákar í Straumi). Gildi á borð við áhættusækni, græðgi, frændhygli og yfirgang hafa verið allsráðandi. Á meðan gildi á borð við varfærni, ábyrgð og viljann til að líta í eigin barm hafa algerlega verið víkjandi. Enda ekki mikill „pungur“ í svoleiðis gildum. Seisei nei. Hættum þessu rugli og réttum stelpunum keflið í smá stund. Fjármálakerfið þarf á afréttara að halda.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun