Það þarf ekki alltaf að vera vodki í kók Guðrún Ansnes skrifar 3. febrúar 2016 11:00 Forseti Barþjónaklúbbsins, Tómas, segir ákveðna efnafræði felast í starfi barþjónsins á Íslandi í dag, þar sem allt er gert eftir kúnstarinnar reglum. Vísir/Ernir „Þetta er eins konar uppskeruhátíð barþjóna á Íslandi, þar sem skemmtistaðir Reykjavíkur leiða saman hesta sína,“ segir Tómas Kristjánsson, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, sem er að vonum yfir sig spenntur fyrir helginni en kokteilhátíðinni Reykjavik Coctail Weekend var ýtt úr vör í gær. Stendur Barþjónaklúbbur Íslands fyrir herlegheitunum í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík, og er þetta í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin. „Forkeppnin verður í kvöld í Gamla bíói, og þá má eiginlega tala um að þetta sé tvískipt. Það er þá Íslandsmeistarakeppnin þar sem farið er eftir alþjóðlegum stöðlum, og sigurvegarinn fer svo og keppir fyrir Íslands hönd í Tókýo í haust. Svo er það „freestyle“ vinnustaðakeppni, þar sem vinnustaðir keppa sín á milli,“ útskýrir Tómas og bætir við að í ár keppi fjörutíu og fjórir barþjónar um Íslandsmeistaratitilinn og þrjátíu og fimm veitingastaðir taki þátt í hátíðinni, þar sem hver bar skapar sinn eiginn kokteil sem stendur til boða yfir helgina á sama spottprís, eða 1.500 krónur. „Helgin verður öll lögð undir þetta, og verður svo sjálft úrslitakvöldið á sunnudaginn.“ Segist hann finna fyrir gríðarlegri grósku hér á landi þegar kemur að kokteilum, og horfir aftur um fjögur ár þegar hann segir ákveðinn uppgang hafa orðið í þessum efnum. „Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með þessu undanfarin ár, og maður sér hvernig kokteilarnir eru orðnir partur af menningunni. Fólk fer út að borða og fær þar góðan mat, en nú er góður drykkur í upphafi eða enda orðinn punkturinn yfir i-ið eins og menn segja,“ bendir Tómas á. Aðspurður um hvort þetta sé spánýtt fyrir okkur Íslendingum, svarar hann til að svo sé reyndar ekki og bendir á að hér eigi sér stað ákveðið afturhvarf til áranna 1970 til 1980. „Þá var þetta mikið hérna, en svo datt þessi kokteilamenning alveg út,“ segir hann og fagnar mjög þessari fjölbreytni sem íslenskir barir hafa tileinkað sér. „Það er svo rosalega margt hægt að gera, og það þarf ekki alltaf að blanda vodka í kók,“ bendir hann á og skellir upp úr. Hann þakkar það auknu frelsi heildsalanna, sem nú bjóða upp á mun fleiri tegundir en áður, og það skapi þessa fjölbreytni sem raun ber vitni. „Nú er þetta bara orðið rosalegt áhugamál hjá fólki, og mikið sem þarf að pæla í, enda góður kokteill sambland af bragði, útliti og lykt. Menn eru þannig að undirbúa sig mikið, og prófa sig áfram með því að þefa upp úr flöskunum og finna út hvað passar saman. Þá skipta klakarnir miklu máli og svona ýmislegt. Þetta er bara ákveðin efnafræði,“ bendir hann á að lokum. Allar frekari upplýsingar um Reykjavik Coktail Weekend má finna hér. Mest lesið „Oflæti æskunnar vinnur með manni“ Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Þetta er eins konar uppskeruhátíð barþjóna á Íslandi, þar sem skemmtistaðir Reykjavíkur leiða saman hesta sína,“ segir Tómas Kristjánsson, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, sem er að vonum yfir sig spenntur fyrir helginni en kokteilhátíðinni Reykjavik Coctail Weekend var ýtt úr vör í gær. Stendur Barþjónaklúbbur Íslands fyrir herlegheitunum í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík, og er þetta í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin. „Forkeppnin verður í kvöld í Gamla bíói, og þá má eiginlega tala um að þetta sé tvískipt. Það er þá Íslandsmeistarakeppnin þar sem farið er eftir alþjóðlegum stöðlum, og sigurvegarinn fer svo og keppir fyrir Íslands hönd í Tókýo í haust. Svo er það „freestyle“ vinnustaðakeppni, þar sem vinnustaðir keppa sín á milli,“ útskýrir Tómas og bætir við að í ár keppi fjörutíu og fjórir barþjónar um Íslandsmeistaratitilinn og þrjátíu og fimm veitingastaðir taki þátt í hátíðinni, þar sem hver bar skapar sinn eiginn kokteil sem stendur til boða yfir helgina á sama spottprís, eða 1.500 krónur. „Helgin verður öll lögð undir þetta, og verður svo sjálft úrslitakvöldið á sunnudaginn.“ Segist hann finna fyrir gríðarlegri grósku hér á landi þegar kemur að kokteilum, og horfir aftur um fjögur ár þegar hann segir ákveðinn uppgang hafa orðið í þessum efnum. „Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með þessu undanfarin ár, og maður sér hvernig kokteilarnir eru orðnir partur af menningunni. Fólk fer út að borða og fær þar góðan mat, en nú er góður drykkur í upphafi eða enda orðinn punkturinn yfir i-ið eins og menn segja,“ bendir Tómas á. Aðspurður um hvort þetta sé spánýtt fyrir okkur Íslendingum, svarar hann til að svo sé reyndar ekki og bendir á að hér eigi sér stað ákveðið afturhvarf til áranna 1970 til 1980. „Þá var þetta mikið hérna, en svo datt þessi kokteilamenning alveg út,“ segir hann og fagnar mjög þessari fjölbreytni sem íslenskir barir hafa tileinkað sér. „Það er svo rosalega margt hægt að gera, og það þarf ekki alltaf að blanda vodka í kók,“ bendir hann á og skellir upp úr. Hann þakkar það auknu frelsi heildsalanna, sem nú bjóða upp á mun fleiri tegundir en áður, og það skapi þessa fjölbreytni sem raun ber vitni. „Nú er þetta bara orðið rosalegt áhugamál hjá fólki, og mikið sem þarf að pæla í, enda góður kokteill sambland af bragði, útliti og lykt. Menn eru þannig að undirbúa sig mikið, og prófa sig áfram með því að þefa upp úr flöskunum og finna út hvað passar saman. Þá skipta klakarnir miklu máli og svona ýmislegt. Þetta er bara ákveðin efnafræði,“ bendir hann á að lokum. Allar frekari upplýsingar um Reykjavik Coktail Weekend má finna hér.
Mest lesið „Oflæti æskunnar vinnur með manni“ Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira