Útúrsnúningar Fréttablaðsins um laun dómara Skúli Magnússon skrifar 5. febrúar 2016 11:30 Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun