Gefum unga fólkinu líka smá séns Björt Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns?
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun