Á flugvöllurinn að vera áfram í Vatnsmýri? Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2016 14:00 Heiða Kristín og Guðfinna Jóhanna. Vísir/Anton Tekist hefur verið á um staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri um langt skeið. Heiða Kristín Helgadóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir reifa kosti og ókosti þess að færa flugvöllinn.Heiða Kristín Helgadóttir:Fyrir borgarþjóð eins og Ísland skiptir hið byggða umhverfi mjög miklu máli hvað varðar umhverfis- og lífsgæði þjóðarinnar. Í því samhengi leikur Vatnsmýrin lykilhlutverk, því ef við við byggjum ekki upp Vatnsmýrina til að mæta áætlaðri íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu myndast þrýstingur til að þróa nýtt land á ósnortnum svæðum og auka þannig enn frekar á óhagkvæmni borgarinnar í takt við skipulag síðustu áratuga.Heiða Kristín Helgadóttir.Þarf að taka breytingum Fari svo að enginn treysti sér til að taka ábyrga afstöðu og þetta mál heldur áfram að troða marvaða í ótta og ákvörðunarfælni þá dreifist byggð hér enn lengra með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, það verður erfiðara að byggja upp hagkvæmar almenningssamgöngur, umferð frá austurhluta borgarinnar til vesturs mun halda áfram að þyngjast og umfram allt þá glötum við tækifæri til að þétta byggð, gera hana mannvænni og betri. Að byggja upp borg á Íslandi sem er samkeppnishæf við aðrar borgir í heiminum er verkefni sem stendur á krossgötum og þær ákvarðanir sem eru teknar í þessu máli skera úr um hvort við færumst áfram eða afturábak. Það er enginn að tala um að leggja innanlandsflug af. Það þarf bara að taka breytingum. Eins og allt annað. Við getum ekki verið að öskra okkur hás yfir húsnæðisskorti, umferðarþunga og skorti á skilvirkum almenningssamgöngum en ætlað svo á sama tíma að standa í vegi fyrir því að landsvæði í hjarta borgarinnar sé nýtt til að bregðast við vandanum með ábyrgum hætti. 20 þúsund manna byggð í Vatnsmýri með tengingum yfir Fossvoginn mun gefa fleiri Íslendingum tækifæri á að lifa heilsusamlegum og vistvænum lífsstíl en nokkru sinni fyrr í sögu landsins í takt við þróun borga alls staðar annars staðar í heiminum.Uppbygging í Vatnsmýri Þar að auki býður uppbygging í Vatnsmýri upp á tækifæri sem flestar borgir í heiminum myndu greiða fyrir dýrum dómum, þ.e. að byggja upp þekkingarklasa miðsvæðis í höfuðborg nánast frá grunni þar sem fyrir eru háskólar, hátæknifyrirtæki og hátæknisjúkrahús. Það er ástæða fyrir því að háskólar eins og Stanford og landsvæði eins og Silicon Valley í Kaliforníu hafa skapað sér framúrskarandi sérstöðu í heiminum en það er vegna þess að hið byggða umhverfi þessara suðupotta styður við nýsköpun og dregur að sér hæfileikafólk sem vill umgangast sína líka. Gott mannlíf og lifandi borgarumhverfi skiptir öllu máli í þessum efnum. Uppbygging í Vatnsmýrinni er lykillinn að því að hér takist að byggja upp borg sem er umhverfisvæn, hagkvæm, samkeppnishæf og þannig góður staður fyrir fólk til að búa á. Af þeim sökum er nauðsynlegt að ríki og borg vinni að því með mjög afgerandi hætti að finna innanlandsflugi í Reykjavík nýjan stað sem uppfyllir sömu kröfur og Reykjavíkurflugvöllur gerir í dag. Það stjórnmálafólk sem treystir sér ekki í það verkefni er ekki starfi sínu vaxið.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir: Ókostir þess að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja miðstöð innanlandsflugs eitthvert annað eru margir. Sjúkraflug yrði ekki jafnt tryggt og þjónusta við landsbyggðina myndi skerðast verulega. Flugvöllurinn er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, heimahöfn flugdeildar Landhelgisgæslu Íslands, gegnir lykilhlutverki í viðbragðsáætlunum Almannavarna vegna stórslysa og náttúruvár, er endastöð sjúkraflugs og miðstöð innanlandsflugs sem tengir landsbyggðina við ýmsa þjónustu, bæði opinbera og einkarekna. Ríkið rekur ýmsa kjarnaþjónustu miðlægt í höfuðborginni, þar með talda lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki væri gerlegt að halda úti víðsvegar um landið.Staðsetningin skiptir máli Staðsetningin í Vatnsmýrinni skiptir máli vegna nálægðar við sjúkrahús þar sem sérhæfðir læknar, tæki og búnaður er og tíminn sem það tekur að koma fólki undir læknishendur getur skipt sköpum. Þaðan er einnig hægt að flytja fólk og búnað með skömmum fyrirvara svo sem lækna, sérsveitina og björgunaraðila. Ef flugvöllurinn yrði byggður annars staðar væri verið að aftengja eina mikilvægustu samgönguæðina milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar og myndi þjónustustig höfuðborgarinnar við landsbyggðina minnka, auk þess sem mikilvægur vinnustaður myndi leggjast af í borginni. Staðsetningin skiptir máli fyrir ýmsar atvinnugreinar svo sem ferðaþjónustuna. Engin önnur staðsetning hefur enn fundist sem hefur jafn marga kosti og Vatnsmýrin. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur fékk það hlutverk að skoða hvaða staðsetning kæmi helst til greina ef byggja ætti annan flugvöll. Það var ekki niðurstaða nefndarinnar að það ætti að byggja nýjan flugvöll enda var verksvið hennar skýrt afmarkað við það að skoða önnur flugvallarstæði en Reykjavíkurflugvöll í núverandi mynd og Keflavíkurflugvöll.Of mikill kostnaður Kannanir sýna að stórfelldur samdráttur yrði í farþegafjölda innanlands ef miðstöð þess yrði flutt á Keflavíkurflugvöll. Kostnaður við að byggja upp innviði Keflavíkurflugvallar svo unnt væri að þjónusta innanlandsflug þar myndi kosta langleiðina í áætlaðan kostnað við nýjan flugvöll. Innanlandsflug með núverandi sniði er þjóðhagslega hagkvæmt. Í skýrslu innanríkisráðuneytis um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs frá árinu 2014 kemur fram að arðsemi af fjárfestingu ríkisins í innviðum innanlandsflugs skilar ríkissjóði 48% arðsemi. Við vinnslu sömu skýrslu kom í ljós að flutningur miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri myndi leiða af sér verulega fækkun farþega og fjölga þeim sem myndu velja að aka, með tilheyrandi slysahættu.Það hefur ekki verið sýnt fram á það að önnur staðsetning fyrir flugvöllinn sé jafn góð eða betri en Vatnsmýrin. Þá er alveg ljóst að kostnaðurinn yrði verulegur ef það ætti að byggja slíkan flugvöll á nýjum stað með öllum þeim innviðum sem þarf og þeirri þjónustu sem þarf að vera í kringum flugvöllinn eða nálægt honum og þeir peningar eru einfaldlega ekki til. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Tekist hefur verið á um staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri um langt skeið. Heiða Kristín Helgadóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir reifa kosti og ókosti þess að færa flugvöllinn.Heiða Kristín Helgadóttir:Fyrir borgarþjóð eins og Ísland skiptir hið byggða umhverfi mjög miklu máli hvað varðar umhverfis- og lífsgæði þjóðarinnar. Í því samhengi leikur Vatnsmýrin lykilhlutverk, því ef við við byggjum ekki upp Vatnsmýrina til að mæta áætlaðri íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu myndast þrýstingur til að þróa nýtt land á ósnortnum svæðum og auka þannig enn frekar á óhagkvæmni borgarinnar í takt við skipulag síðustu áratuga.Heiða Kristín Helgadóttir.Þarf að taka breytingum Fari svo að enginn treysti sér til að taka ábyrga afstöðu og þetta mál heldur áfram að troða marvaða í ótta og ákvörðunarfælni þá dreifist byggð hér enn lengra með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, það verður erfiðara að byggja upp hagkvæmar almenningssamgöngur, umferð frá austurhluta borgarinnar til vesturs mun halda áfram að þyngjast og umfram allt þá glötum við tækifæri til að þétta byggð, gera hana mannvænni og betri. Að byggja upp borg á Íslandi sem er samkeppnishæf við aðrar borgir í heiminum er verkefni sem stendur á krossgötum og þær ákvarðanir sem eru teknar í þessu máli skera úr um hvort við færumst áfram eða afturábak. Það er enginn að tala um að leggja innanlandsflug af. Það þarf bara að taka breytingum. Eins og allt annað. Við getum ekki verið að öskra okkur hás yfir húsnæðisskorti, umferðarþunga og skorti á skilvirkum almenningssamgöngum en ætlað svo á sama tíma að standa í vegi fyrir því að landsvæði í hjarta borgarinnar sé nýtt til að bregðast við vandanum með ábyrgum hætti. 20 þúsund manna byggð í Vatnsmýri með tengingum yfir Fossvoginn mun gefa fleiri Íslendingum tækifæri á að lifa heilsusamlegum og vistvænum lífsstíl en nokkru sinni fyrr í sögu landsins í takt við þróun borga alls staðar annars staðar í heiminum.Uppbygging í Vatnsmýri Þar að auki býður uppbygging í Vatnsmýri upp á tækifæri sem flestar borgir í heiminum myndu greiða fyrir dýrum dómum, þ.e. að byggja upp þekkingarklasa miðsvæðis í höfuðborg nánast frá grunni þar sem fyrir eru háskólar, hátæknifyrirtæki og hátæknisjúkrahús. Það er ástæða fyrir því að háskólar eins og Stanford og landsvæði eins og Silicon Valley í Kaliforníu hafa skapað sér framúrskarandi sérstöðu í heiminum en það er vegna þess að hið byggða umhverfi þessara suðupotta styður við nýsköpun og dregur að sér hæfileikafólk sem vill umgangast sína líka. Gott mannlíf og lifandi borgarumhverfi skiptir öllu máli í þessum efnum. Uppbygging í Vatnsmýrinni er lykillinn að því að hér takist að byggja upp borg sem er umhverfisvæn, hagkvæm, samkeppnishæf og þannig góður staður fyrir fólk til að búa á. Af þeim sökum er nauðsynlegt að ríki og borg vinni að því með mjög afgerandi hætti að finna innanlandsflugi í Reykjavík nýjan stað sem uppfyllir sömu kröfur og Reykjavíkurflugvöllur gerir í dag. Það stjórnmálafólk sem treystir sér ekki í það verkefni er ekki starfi sínu vaxið.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir: Ókostir þess að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja miðstöð innanlandsflugs eitthvert annað eru margir. Sjúkraflug yrði ekki jafnt tryggt og þjónusta við landsbyggðina myndi skerðast verulega. Flugvöllurinn er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, heimahöfn flugdeildar Landhelgisgæslu Íslands, gegnir lykilhlutverki í viðbragðsáætlunum Almannavarna vegna stórslysa og náttúruvár, er endastöð sjúkraflugs og miðstöð innanlandsflugs sem tengir landsbyggðina við ýmsa þjónustu, bæði opinbera og einkarekna. Ríkið rekur ýmsa kjarnaþjónustu miðlægt í höfuðborginni, þar með talda lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem ekki væri gerlegt að halda úti víðsvegar um landið.Staðsetningin skiptir máli Staðsetningin í Vatnsmýrinni skiptir máli vegna nálægðar við sjúkrahús þar sem sérhæfðir læknar, tæki og búnaður er og tíminn sem það tekur að koma fólki undir læknishendur getur skipt sköpum. Þaðan er einnig hægt að flytja fólk og búnað með skömmum fyrirvara svo sem lækna, sérsveitina og björgunaraðila. Ef flugvöllurinn yrði byggður annars staðar væri verið að aftengja eina mikilvægustu samgönguæðina milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar og myndi þjónustustig höfuðborgarinnar við landsbyggðina minnka, auk þess sem mikilvægur vinnustaður myndi leggjast af í borginni. Staðsetningin skiptir máli fyrir ýmsar atvinnugreinar svo sem ferðaþjónustuna. Engin önnur staðsetning hefur enn fundist sem hefur jafn marga kosti og Vatnsmýrin. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur fékk það hlutverk að skoða hvaða staðsetning kæmi helst til greina ef byggja ætti annan flugvöll. Það var ekki niðurstaða nefndarinnar að það ætti að byggja nýjan flugvöll enda var verksvið hennar skýrt afmarkað við það að skoða önnur flugvallarstæði en Reykjavíkurflugvöll í núverandi mynd og Keflavíkurflugvöll.Of mikill kostnaður Kannanir sýna að stórfelldur samdráttur yrði í farþegafjölda innanlands ef miðstöð þess yrði flutt á Keflavíkurflugvöll. Kostnaður við að byggja upp innviði Keflavíkurflugvallar svo unnt væri að þjónusta innanlandsflug þar myndi kosta langleiðina í áætlaðan kostnað við nýjan flugvöll. Innanlandsflug með núverandi sniði er þjóðhagslega hagkvæmt. Í skýrslu innanríkisráðuneytis um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs frá árinu 2014 kemur fram að arðsemi af fjárfestingu ríkisins í innviðum innanlandsflugs skilar ríkissjóði 48% arðsemi. Við vinnslu sömu skýrslu kom í ljós að flutningur miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri myndi leiða af sér verulega fækkun farþega og fjölga þeim sem myndu velja að aka, með tilheyrandi slysahættu.Það hefur ekki verið sýnt fram á það að önnur staðsetning fyrir flugvöllinn sé jafn góð eða betri en Vatnsmýrin. Þá er alveg ljóst að kostnaðurinn yrði verulegur ef það ætti að byggja slíkan flugvöll á nýjum stað með öllum þeim innviðum sem þarf og þeirri þjónustu sem þarf að vera í kringum flugvöllinn eða nálægt honum og þeir peningar eru einfaldlega ekki til.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira