Svart og sykurlaust Auður Jóhannesdóttir skrifar 20. janúar 2016 09:00 Nú er í umræðunni að herða beri regluverk í kringum stofnun fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð (einkahlutafélaga) til að sporna við kennitöluflakki og skattaundanskotum. Þessi umræða er svo sem ekkert ný af nálinni og ýmis hagsmunasamtök atvinnulífsins og launþega hafa reglulega vakið athygli á því meini sem svört atvinnustarfsemi er í íslensku atvinnulífi án þess að mikið virðist breytast. En er hert regluverk eina leiðin? Er ástæða til að þrengja að athafnafólki sem er upp til hópa heiðarlegt til þess að að koma í veg fyrir að nokkrir siðleysingjar steli frá okkur peningum? Snýst þetta kannski frekar um frjálsleg viðhorf samfélagsins til svartrar atvinnustarfsemi og græðgi þeirra sem eru tilbúnir til að kaupa vörur og þjónustu undir borðið eða af kennitöluflökkurum? Í rannsókn sem Rannsóknarstofnun atvinnulífsins á Bifröst gerði 2014 á umfangi skattaundanskota í ferðaþjónustu kom fram að einn helsti hvati svartrar starfsemi væri sá að starfsfólk fengist einfaldlega ekki til vinnu öðru vísi en að fá borgað svart, þetta ætti einkum við á háannatíma og í aukavinnu þar sem starfsfólki finnst ekki taka því að vinna þegar helmingur launanna færi í skatta. Það að borga svört laun kallaði svo á að hluti rekstrarteknanna yrði líka að vera falinn, þá er kannski einfaldast að sleppa því að bókfæra þær tekjur sem koma inn í peningum. Kannski við ættum bara að úthýsa seðlum á Íslandi? Það er erfiðara að stunda undanskot þegar allar greiðslur skilja eftir sig rafræn spor. Þetta ástand er ekki bundið við ferðaþjónustuna þótt hún hafi verið viðfang þessarar rannsóknar og ég efast ekki um að flestir þekki a.m.k. nokkur dæmi um óuppgefin viðskipti í sínu nánasta umhverfi. Það eru náttúrulega kostir í þessu fyrir atvinnurekendur, „svartir“ starfsmenn eiga hvorki rétt á veikindadögum né eru þeir líklegir til vandræða jafnvel þótt þeir fái greitt seint og illa. Svartar tekjur skila svo sennilega fleiri aurum í vasann svona til skamms tíma litið. En þótt það sé hægt og auðvelt er ekki þar með sagt að það sé rétt eða gott. Ríkið er ekki aðskilið frá þegnunum heldur erum við ríkið og sá sem svíkur undan skatti er ekki bara að svíkja einhvern ópersónulegan skattmann heldur einnig sjálfan sig og okkur sem búum hérna með honum. Róðurinn yrði eflaust auðveldari ef sumir sætu ekki bara í þjóðarbátnum, ætu kostinn og létu hina um að róa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Nú er í umræðunni að herða beri regluverk í kringum stofnun fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð (einkahlutafélaga) til að sporna við kennitöluflakki og skattaundanskotum. Þessi umræða er svo sem ekkert ný af nálinni og ýmis hagsmunasamtök atvinnulífsins og launþega hafa reglulega vakið athygli á því meini sem svört atvinnustarfsemi er í íslensku atvinnulífi án þess að mikið virðist breytast. En er hert regluverk eina leiðin? Er ástæða til að þrengja að athafnafólki sem er upp til hópa heiðarlegt til þess að að koma í veg fyrir að nokkrir siðleysingjar steli frá okkur peningum? Snýst þetta kannski frekar um frjálsleg viðhorf samfélagsins til svartrar atvinnustarfsemi og græðgi þeirra sem eru tilbúnir til að kaupa vörur og þjónustu undir borðið eða af kennitöluflökkurum? Í rannsókn sem Rannsóknarstofnun atvinnulífsins á Bifröst gerði 2014 á umfangi skattaundanskota í ferðaþjónustu kom fram að einn helsti hvati svartrar starfsemi væri sá að starfsfólk fengist einfaldlega ekki til vinnu öðru vísi en að fá borgað svart, þetta ætti einkum við á háannatíma og í aukavinnu þar sem starfsfólki finnst ekki taka því að vinna þegar helmingur launanna færi í skatta. Það að borga svört laun kallaði svo á að hluti rekstrarteknanna yrði líka að vera falinn, þá er kannski einfaldast að sleppa því að bókfæra þær tekjur sem koma inn í peningum. Kannski við ættum bara að úthýsa seðlum á Íslandi? Það er erfiðara að stunda undanskot þegar allar greiðslur skilja eftir sig rafræn spor. Þetta ástand er ekki bundið við ferðaþjónustuna þótt hún hafi verið viðfang þessarar rannsóknar og ég efast ekki um að flestir þekki a.m.k. nokkur dæmi um óuppgefin viðskipti í sínu nánasta umhverfi. Það eru náttúrulega kostir í þessu fyrir atvinnurekendur, „svartir“ starfsmenn eiga hvorki rétt á veikindadögum né eru þeir líklegir til vandræða jafnvel þótt þeir fái greitt seint og illa. Svartar tekjur skila svo sennilega fleiri aurum í vasann svona til skamms tíma litið. En þótt það sé hægt og auðvelt er ekki þar með sagt að það sé rétt eða gott. Ríkið er ekki aðskilið frá þegnunum heldur erum við ríkið og sá sem svíkur undan skatti er ekki bara að svíkja einhvern ópersónulegan skattmann heldur einnig sjálfan sig og okkur sem búum hérna með honum. Róðurinn yrði eflaust auðveldari ef sumir sætu ekki bara í þjóðarbátnum, ætu kostinn og létu hina um að róa.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun