Skattafróðleikur í ársbyrjun Alexander G. Eðvardsson skrifar 20. janúar 2016 09:00 Í ársbyrjun tók gildi viðamikil breyting á lögum um virðisaukaskatt þegar stór hluti ferðaþjónustunnar varð virðisaukaskattsskyldur. Breytingin er í samræmi við markmið stjórnvalda um breikkun skattstofna þar sem sú starfsemi sem nú varð virðisaukaskattsskyld hafði verið utan kerfisins frá upptöku þess. Með breytingunni varð stór hluti þeirrar þjónustu sem flokkuð hafði verið sem fólksflutningar virðisaukaskattsskyldur auk þess sem þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga var gerð virðisaukaskattsskyld. Væntanlega hafa mörg hundruð nýjar skráningar rekstraraðila á virðisaukaskattsskrá verið gerðar á síðustu dögum ársins 2015 vegna þessa. Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi um síðustu áramót hófst vinna við undirbúning lagabreytingarinnar á árinu 2013. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu ákveðið frumkvæði að undirbúningnum, enda um stórt hagsmunamál fyrir greinina að ræða og mikilvægt að vel tækist til. Á árinu 2014 var unnið með stjórnvöldum að framangreindri breytingu sem lauk með lagasetningu í lok þess árs. Góð sátt náðist um lagabreytinguna þótt í ljós hafi komið síðar að ýmislegt mátti betur fara. Ákveðið var að vinna að nauðsynlegum lagfæringum á árinu 2015, enda var gildistakan ekki fyrr en í ársbyrjun 2016. Gera þurfti nokkrar breytingar á lögunum sjálfum og einnig á reglugerð um innskatt. Skipaður var starfshópur með fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar, skattyfirvöldum og fjármálaráðuneytinu til að vinna að nauðsynlegum lagfæringum. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum í september 2015 og var frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt, sem lagt var fyrir Alþingi á haustmánuðum 2015, byggt á vinnu hópsins. Einnig voru breytingar á reglugerð um innskatt, sem ekki voru birtar fyrr en 30. desember 2015, byggðar á vinnu starfshópsins. Þrátt fyrir mikið og gott samráð í öllu ferlinu tókst löggjafanum við lokaafgreiðslu frumvarpsins á Alþingi í lok desember, án nokkurs samráðs við helstu hagsmunaaðila, að lögfesta breytingar sem bæði gengu þvert á niðurstöður starfshópsins og fela einnig í sér ákvæði um afturvirka skattlagningu sem fær að sjálfsögðu ekki staðist. Á skattafróðleiksfundi KPMG á morgun, fimmtudag, verður gerð grein fyrir framangreindum breytingum á lögum um virðisaukaskatt ásamt því sem helstu breytingar á lögum um tekjuskatt og aðrar áhugaverðar lagabreytingar verða kynntar. Fróðleiksfundurinn hefst kl. 8.30 í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27 og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun tók gildi viðamikil breyting á lögum um virðisaukaskatt þegar stór hluti ferðaþjónustunnar varð virðisaukaskattsskyldur. Breytingin er í samræmi við markmið stjórnvalda um breikkun skattstofna þar sem sú starfsemi sem nú varð virðisaukaskattsskyld hafði verið utan kerfisins frá upptöku þess. Með breytingunni varð stór hluti þeirrar þjónustu sem flokkuð hafði verið sem fólksflutningar virðisaukaskattsskyldur auk þess sem þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga var gerð virðisaukaskattsskyld. Væntanlega hafa mörg hundruð nýjar skráningar rekstraraðila á virðisaukaskattsskrá verið gerðar á síðustu dögum ársins 2015 vegna þessa. Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi um síðustu áramót hófst vinna við undirbúning lagabreytingarinnar á árinu 2013. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu ákveðið frumkvæði að undirbúningnum, enda um stórt hagsmunamál fyrir greinina að ræða og mikilvægt að vel tækist til. Á árinu 2014 var unnið með stjórnvöldum að framangreindri breytingu sem lauk með lagasetningu í lok þess árs. Góð sátt náðist um lagabreytinguna þótt í ljós hafi komið síðar að ýmislegt mátti betur fara. Ákveðið var að vinna að nauðsynlegum lagfæringum á árinu 2015, enda var gildistakan ekki fyrr en í ársbyrjun 2016. Gera þurfti nokkrar breytingar á lögunum sjálfum og einnig á reglugerð um innskatt. Skipaður var starfshópur með fulltrúum frá Samtökum ferðaþjónustunnar, skattyfirvöldum og fjármálaráðuneytinu til að vinna að nauðsynlegum lagfæringum. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum í september 2015 og var frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt, sem lagt var fyrir Alþingi á haustmánuðum 2015, byggt á vinnu hópsins. Einnig voru breytingar á reglugerð um innskatt, sem ekki voru birtar fyrr en 30. desember 2015, byggðar á vinnu starfshópsins. Þrátt fyrir mikið og gott samráð í öllu ferlinu tókst löggjafanum við lokaafgreiðslu frumvarpsins á Alþingi í lok desember, án nokkurs samráðs við helstu hagsmunaaðila, að lögfesta breytingar sem bæði gengu þvert á niðurstöður starfshópsins og fela einnig í sér ákvæði um afturvirka skattlagningu sem fær að sjálfsögðu ekki staðist. Á skattafróðleiksfundi KPMG á morgun, fimmtudag, verður gerð grein fyrir framangreindum breytingum á lögum um virðisaukaskatt ásamt því sem helstu breytingar á lögum um tekjuskatt og aðrar áhugaverðar lagabreytingar verða kynntar. Fróðleiksfundurinn hefst kl. 8.30 í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27 og er öllum opinn.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun