Örvæntið ekki, bóndadagurinn er ekki fyrr en á morgun Guðrún Ansnes skrifar 21. janúar 2016 10:30 Þorrinn fer formlega af stað á morgun. Margir eru yfir sig spenntir fyrir komandi átveislum þar sem borðin svigna undan kjömmum og furðulegum sultum. Bóndadagurinn er iðulega haldinn hátíðlegur hér á landi, en hann markar upphaf þorra, líkt og konudagur markar upphaf góu, í gamla norræna tímatalinu. Þykir mörgum dagurinn til þess fallinn að makar dekri við húsbóndann, sem getur verið ansi teygjanlegt hugtak þennan dag. Vísir fór á stúfana og tók nokkra þjóðþekkta einstaklinga sem hafa farið í gegnum bóndadag eða tvo, smá tali. En er nauðsynlegt að gera það degi áður gæti einhver spurt sig. Svarið er já, til þess eins að forða sem flestum frá svæsnu svekkelsi.Ásgeir sendir kærustunni líklega reikninginn bara, en hún verður fjarri góðu gamni á morgun. Vísir/GVAÁsgeir Orrri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo: „Ég get ekki sagt að mikið hafi verið um að vera á bóndadegi hjá mér hingað til. Kærastan segir reyndar að hún hafi eldað fyrir mig í fyrra, en ég man ekki eftir því,“ segir Ásgeir og skellihlær. Aðspurður um hvort hann vonist til að morgundagurinn verði með öðru sniði og bresti þannig á með mikilli bóndadagsstemningu segist hann ekki endilega eiga von á því. Þau séu í raun meira Valentínusardagsfólk. „Ég held hún geri þennan bóndadag ekki sérstaklega eftirminnilegan, en hún er í Kaupmannahöfn,“ útskýrir Ásgeir og bætir við: „Ég gæti svo sem gert eitthvað á hennar kostnað, gert mér glaðan dag hérna heima og sent henni svo bara reikninginn.“Hanna Rún slær sjaldan slöku við og virðist engu skipta hvað hún tekur sér fyrir hendur. Vísir/Stefán Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari: „Ég er búin að bíða spennt eftir þessum degi, ég elska svona daga þar sem ég get planað eitthvað sniðugt og komið karlinum á óvart,“ segir dansarinn knái, Hanna Rún. Hún segir bóndadaginn skipta miklu máli á hennar heimili, en það hafi pabbi hennar kennt henni. „Morgunmatur í rúmið er eitthvað sem aldrei klikkar, og svo er ég í þann mund að plana eitthvað sætt sem ég ætla að gera fyrir hann. Ég mun nýta daginn í dag í það, en ég er svo sannarlega ákveðin í að gera eitthvað skemmtilegt fyrir hann,“ útskýrir Hanna, sem segir Nikita, eiginmanninn, alsælan með að fá íslenskan bóndadag í ofanálag við þann rússneska. „Hann er frá Rússlandi þar sem bóndadagurinn er haldinn hátíðlegur 23. febrúar, hann fær því auðvitað tvo.“ Aðspurð hvort eitthvað hafi slegið meira í gegn en annað á undanförnum bóndadögum hjá hjónakornunum segir Hanna Nikita sérlega hrifinn af fjárjóðsleit nokkurri sem hún hafi undirbúið fyrir hann. „Ég faldi lítinn pakka ofan í fjársjóðskistu sem hann varð svo að finna, með sérlegu fjársjóðskorti með vísbendingum á. Honum fannst það mjög skemmtilegt.“Friðrik Ómar stefnir á að njóta sín á alla kanta á Friðriki fimmta í kvöld, með Friðriki.Mynd/GassiFriðrik Ómar Hjörleifsson söngvari: „Á hverjum bóndadegi fer ég á veitingastaðinn Friðrik fimmta, á sérstakan Friðriksdag sem þar er haldinn ár hvert,“ segir Friðrik Ómar. Þar eyðir hann kvöldstund með fjölmörgum öðrum bændum, en upp úr stendur samveran við Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmann. „Ég sit alltaf til borðs með honum, og þar er mín bóndadagsrómantík,“ bendir Friðrik Ómar á og hlær. Segir Friðrik Ómar Friðriksdaginn ómissandi á bóndadegi, og hafi hann mætt samviskusamlega í mörg ár. „Við höldum svo uppi dagskrá og Friðrik fer með gamanmál og svo er brugðið út af hefðbundnum matseðli, og það er alltaf uppselt á þetta.“ Friðrik Ómar segist hæstánægður með fyrirkomulagið enda sé Friðrik Þór í miklu uppáhaldi hjá honum. „Friðrik Þór er með skemmtilegri mönnum sem ég hitti, og ég veit að það er gagnkvæmt, hann elskar að hitta mig á þessum degi,“ útskýrir hann og verður ekki fram hjá því litið að hann er orðinn spenntur. Óhjákvæmilegt er þó að spyrja um maka þeirra Friðriks Ómars og Friðriks Þórs á þessum degi. „Þeir koma með, en maður sinnir þeim ekkert á þessum degi,“ segir hann að lokum og skellir upp úr.Greta Salome er ekkert alveg viss um að hún verði á svæðinu til að dekra sinn mann. Vísir/Vilhelm Greta Salome söngkona og fiðlusjéní: „Eftir að vera hressilega minnt á bóndadaginn af blaðamanni rétt í þessu held ég að ég fari og finni einhverja geggjaða uppskrift og eldi fyrir kærastann,“ svarar Greta Salóme og hlær. „Við erum bæði svo ótrúlega önnum kafin og hittumst lítið yfir vikuna þannig að ég held að samveran sé langmikilvægust. „Ég hef annars alltaf staðið mig ágætlega í svona, en hann klikkar aldrei á neinu svona,“ útskýrir Greta, sem viðurkennir þó fúslega að þau séu ekki sérlega mikið bóndadags- eða Valentínusardagsfólk. „Við gerum alltaf eitthvað, en ég held að þegar maður lifir svona hröðu lífi þá læri maður að nota bara þann tíma sem gefst hversdagslega í svona,“ bendir hún á. Greta segir kærastann ekki svoleiðis að hann sé kröfuharður á dekrið á morgun, þó svo hún fái alltaf sitt dekur á þar til gerðum dögum. „Eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á að við sjáumst,“ skýtur hún að, og er hreint ekkert að stressa sig á bóndadeginum.Nilli gæti vel hugsað sér kótilettur á morgun, þó hann sér reyndar mikið meiri konudagsmaður. Vísir/GVANiels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli: „Ég fæ kannski kótelettur, mér finnst það gaman,“ segir Nilli, aðspurður hverslags dekri hann eigi von á í tilefni bóndadags. „Annars á kærastan án efa eftir að gera eitthvað, hún er reyndar svo yndisleg að hún tjaldar oft einhverju til þó dagurinn heiti ekki neitt sérstakt.“ Nilli mun eyða deginum í vinnunni, og fá þannig einhverju áorkað í þágu samfélagsins að eigin sögn, en hann vinnur hjá Íslensku óperunni. Nilli segist reyndar oft gleyma bóndadeginum, og hafa því stundum skemmt sér best við að renna yfir dagskrána í lok dags og haft gaman af að sjá hvað hann hefði geta haft fyrir stafni. „Fyrir mér er bóndadagurinn samt hálfgert aukaatriði, konudagurinn er minn dagur. Þá tjalda ég öllu til, enda alinn upp af fjórum konum og svo á ég kærustu sem er kona. Ég er mjög hrifinn af konudegi.“ Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Bóndadagurinn er iðulega haldinn hátíðlegur hér á landi, en hann markar upphaf þorra, líkt og konudagur markar upphaf góu, í gamla norræna tímatalinu. Þykir mörgum dagurinn til þess fallinn að makar dekri við húsbóndann, sem getur verið ansi teygjanlegt hugtak þennan dag. Vísir fór á stúfana og tók nokkra þjóðþekkta einstaklinga sem hafa farið í gegnum bóndadag eða tvo, smá tali. En er nauðsynlegt að gera það degi áður gæti einhver spurt sig. Svarið er já, til þess eins að forða sem flestum frá svæsnu svekkelsi.Ásgeir sendir kærustunni líklega reikninginn bara, en hún verður fjarri góðu gamni á morgun. Vísir/GVAÁsgeir Orrri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo: „Ég get ekki sagt að mikið hafi verið um að vera á bóndadegi hjá mér hingað til. Kærastan segir reyndar að hún hafi eldað fyrir mig í fyrra, en ég man ekki eftir því,“ segir Ásgeir og skellihlær. Aðspurður um hvort hann vonist til að morgundagurinn verði með öðru sniði og bresti þannig á með mikilli bóndadagsstemningu segist hann ekki endilega eiga von á því. Þau séu í raun meira Valentínusardagsfólk. „Ég held hún geri þennan bóndadag ekki sérstaklega eftirminnilegan, en hún er í Kaupmannahöfn,“ útskýrir Ásgeir og bætir við: „Ég gæti svo sem gert eitthvað á hennar kostnað, gert mér glaðan dag hérna heima og sent henni svo bara reikninginn.“Hanna Rún slær sjaldan slöku við og virðist engu skipta hvað hún tekur sér fyrir hendur. Vísir/Stefán Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari: „Ég er búin að bíða spennt eftir þessum degi, ég elska svona daga þar sem ég get planað eitthvað sniðugt og komið karlinum á óvart,“ segir dansarinn knái, Hanna Rún. Hún segir bóndadaginn skipta miklu máli á hennar heimili, en það hafi pabbi hennar kennt henni. „Morgunmatur í rúmið er eitthvað sem aldrei klikkar, og svo er ég í þann mund að plana eitthvað sætt sem ég ætla að gera fyrir hann. Ég mun nýta daginn í dag í það, en ég er svo sannarlega ákveðin í að gera eitthvað skemmtilegt fyrir hann,“ útskýrir Hanna, sem segir Nikita, eiginmanninn, alsælan með að fá íslenskan bóndadag í ofanálag við þann rússneska. „Hann er frá Rússlandi þar sem bóndadagurinn er haldinn hátíðlegur 23. febrúar, hann fær því auðvitað tvo.“ Aðspurð hvort eitthvað hafi slegið meira í gegn en annað á undanförnum bóndadögum hjá hjónakornunum segir Hanna Nikita sérlega hrifinn af fjárjóðsleit nokkurri sem hún hafi undirbúið fyrir hann. „Ég faldi lítinn pakka ofan í fjársjóðskistu sem hann varð svo að finna, með sérlegu fjársjóðskorti með vísbendingum á. Honum fannst það mjög skemmtilegt.“Friðrik Ómar stefnir á að njóta sín á alla kanta á Friðriki fimmta í kvöld, með Friðriki.Mynd/GassiFriðrik Ómar Hjörleifsson söngvari: „Á hverjum bóndadegi fer ég á veitingastaðinn Friðrik fimmta, á sérstakan Friðriksdag sem þar er haldinn ár hvert,“ segir Friðrik Ómar. Þar eyðir hann kvöldstund með fjölmörgum öðrum bændum, en upp úr stendur samveran við Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmann. „Ég sit alltaf til borðs með honum, og þar er mín bóndadagsrómantík,“ bendir Friðrik Ómar á og hlær. Segir Friðrik Ómar Friðriksdaginn ómissandi á bóndadegi, og hafi hann mætt samviskusamlega í mörg ár. „Við höldum svo uppi dagskrá og Friðrik fer með gamanmál og svo er brugðið út af hefðbundnum matseðli, og það er alltaf uppselt á þetta.“ Friðrik Ómar segist hæstánægður með fyrirkomulagið enda sé Friðrik Þór í miklu uppáhaldi hjá honum. „Friðrik Þór er með skemmtilegri mönnum sem ég hitti, og ég veit að það er gagnkvæmt, hann elskar að hitta mig á þessum degi,“ útskýrir hann og verður ekki fram hjá því litið að hann er orðinn spenntur. Óhjákvæmilegt er þó að spyrja um maka þeirra Friðriks Ómars og Friðriks Þórs á þessum degi. „Þeir koma með, en maður sinnir þeim ekkert á þessum degi,“ segir hann að lokum og skellir upp úr.Greta Salome er ekkert alveg viss um að hún verði á svæðinu til að dekra sinn mann. Vísir/Vilhelm Greta Salome söngkona og fiðlusjéní: „Eftir að vera hressilega minnt á bóndadaginn af blaðamanni rétt í þessu held ég að ég fari og finni einhverja geggjaða uppskrift og eldi fyrir kærastann,“ svarar Greta Salóme og hlær. „Við erum bæði svo ótrúlega önnum kafin og hittumst lítið yfir vikuna þannig að ég held að samveran sé langmikilvægust. „Ég hef annars alltaf staðið mig ágætlega í svona, en hann klikkar aldrei á neinu svona,“ útskýrir Greta, sem viðurkennir þó fúslega að þau séu ekki sérlega mikið bóndadags- eða Valentínusardagsfólk. „Við gerum alltaf eitthvað, en ég held að þegar maður lifir svona hröðu lífi þá læri maður að nota bara þann tíma sem gefst hversdagslega í svona,“ bendir hún á. Greta segir kærastann ekki svoleiðis að hann sé kröfuharður á dekrið á morgun, þó svo hún fái alltaf sitt dekur á þar til gerðum dögum. „Eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á að við sjáumst,“ skýtur hún að, og er hreint ekkert að stressa sig á bóndadeginum.Nilli gæti vel hugsað sér kótilettur á morgun, þó hann sér reyndar mikið meiri konudagsmaður. Vísir/GVANiels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli: „Ég fæ kannski kótelettur, mér finnst það gaman,“ segir Nilli, aðspurður hverslags dekri hann eigi von á í tilefni bóndadags. „Annars á kærastan án efa eftir að gera eitthvað, hún er reyndar svo yndisleg að hún tjaldar oft einhverju til þó dagurinn heiti ekki neitt sérstakt.“ Nilli mun eyða deginum í vinnunni, og fá þannig einhverju áorkað í þágu samfélagsins að eigin sögn, en hann vinnur hjá Íslensku óperunni. Nilli segist reyndar oft gleyma bóndadeginum, og hafa því stundum skemmt sér best við að renna yfir dagskrána í lok dags og haft gaman af að sjá hvað hann hefði geta haft fyrir stafni. „Fyrir mér er bóndadagurinn samt hálfgert aukaatriði, konudagurinn er minn dagur. Þá tjalda ég öllu til, enda alinn upp af fjórum konum og svo á ég kærustu sem er kona. Ég er mjög hrifinn af konudegi.“
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira