Aston Martin DB10 úr Spectre á uppboð Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 11:07 Aston Martin DB10 bíll James Bond. caranddriver Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond? Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond?
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent