Aston Martin DB10 úr Spectre á uppboð Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 11:07 Aston Martin DB10 bíll James Bond. caranddriver Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond? Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond?
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent