Óþekkjanlegur eftir að 100 kíló fengu að fjúka Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 20:30 Kristmann hefur misst um það bil hundrað kíló og segist taka því vel þegar fólk þekkir hann ekki lengur úti á götu. Myndir/Kristmann „Ég var alveg endanlega búinn að gefast upp á sjálfum mér,“ segir Kristmann J. Ágústsson kvikmyndagerðarmaður sem var orðinn um 206 kíló í ágúst árið 2014. Hann hefur misst um það bil hundrað kíló síðan og segist taka því vel þegar fólk þekkir hann ekki lengur úti á götu.Lifði á samlokum, súkkulaði og kóki „Ég var búinn að reyna í rauninni allt til að léttast,“ segir Kristmann. „Ég missti mig bara allaf um leið og það kom einhver sykur inn fyrir mínar varir, ég bara höndlaði það ekki. Nammidagur á laugardögum varð bara sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og kannski náði ég að sleppa nammi á föstudeginum.“Kristmann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri.Mynd/KristmannKristmann segist í dag skilja að hann hafi þróað með sér matarfíkn frá því á barnsaldri, þegar hann þótti helst til grannur og móðir hans þurfti að þrengja á hann föt. „Ég fer að sækja meira í fljótlegan mat, helst eitthvað sem maður bara kaupir tilbúið,“ segir Kristmann. „Ég segi stundum að ég lifði á samlokum, súkkulaði og kóki.“ Hann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri og fram að þeim tíma þegar hann mætti fyrst á fund hjá tólf spora samtökum fyrir matarfíkla. Kristmann hóf þá að vigta og mæla matinn sinn og halda sig frá sykri og einföldum kolvetnum, með sýnilegum árangri. „Fyrsta mánuðinn léttist ég um einhver átján, nítján kíló,” segir hann. „Ég er að borða miklu meira af mat núna. Ég borðaði eiginlega engan mat. Nú borða ég mjög „rútínerað,“ mikið kjöt, fisk, grænmeti og bara mjög flókin kolvetni.“Þurfti að standa á tveimur vigtum Þegar Kristmann tók fyrst þátt í samtökunum og þurfti að vigta sig, þurfti hann að standa á tveimur vigtum samtímis því hann átti ekki vigt sem réð við hann. Hann var þá um 206 kíló. Hann léttist á einu ári um heil 89 kíló. Í dag kveðst hann vera 105 kíló og eitt og eitt kíló enn að hrynja af.Svona lítur Kristmann út í dag. Mynd tekin um síðustu jól.Mynd/KristmannKristmundur finnur mikinn mun á sér, þungur andardráttur og stoðkerfisvandamál heyra sögunni til. Þá segist hann nokkuð oft lenda í því að kunningjar þekki hann ekki á förnum vegi. „Ég hef lent í því að fólk sem bjó við hliðina á mér í stigagangi í mörg ár hefur ekki þekkt mig,” segir hann. „Mér finnst það ekkert óþægilegt, það eiginlega bara peppar mig svolítið.“ Með því að mæta á fundi og vinna í sporunum segist Kristmann hafa áttað sig á því að hann ætti í sömu vandræðum með sykur og alkohólistar með áfengi. „Það var ekkert voðalega erfitt fyrir mig að viðurkenna það, að þetta væri bara fíkn. Sem ég gæti ekkert ráðið við sjálfur. Einhver ár á undan var ég búinn að telja mér trú um að ég væri bara með einhvern efnaskiptasjúkdóm og gerði mér ekki grein fyrir því að sjúkdómurinn væri kannski í hausnum á mér.” Til eru tvö tólf spora samtök fyrir matarfíkla á Íslandi, OA og GSA. Þess má geta að GSA-samtökin á Íslandi fagna sextán ára afmæli á laugardag með afmælis- og kynningarfundi sem er öllum opinn. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
„Ég var alveg endanlega búinn að gefast upp á sjálfum mér,“ segir Kristmann J. Ágústsson kvikmyndagerðarmaður sem var orðinn um 206 kíló í ágúst árið 2014. Hann hefur misst um það bil hundrað kíló síðan og segist taka því vel þegar fólk þekkir hann ekki lengur úti á götu.Lifði á samlokum, súkkulaði og kóki „Ég var búinn að reyna í rauninni allt til að léttast,“ segir Kristmann. „Ég missti mig bara allaf um leið og það kom einhver sykur inn fyrir mínar varir, ég bara höndlaði það ekki. Nammidagur á laugardögum varð bara sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og kannski náði ég að sleppa nammi á föstudeginum.“Kristmann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri.Mynd/KristmannKristmann segist í dag skilja að hann hafi þróað með sér matarfíkn frá því á barnsaldri, þegar hann þótti helst til grannur og móðir hans þurfti að þrengja á hann föt. „Ég fer að sækja meira í fljótlegan mat, helst eitthvað sem maður bara kaupir tilbúið,“ segir Kristmann. „Ég segi stundum að ég lifði á samlokum, súkkulaði og kóki.“ Hann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri og fram að þeim tíma þegar hann mætti fyrst á fund hjá tólf spora samtökum fyrir matarfíkla. Kristmann hóf þá að vigta og mæla matinn sinn og halda sig frá sykri og einföldum kolvetnum, með sýnilegum árangri. „Fyrsta mánuðinn léttist ég um einhver átján, nítján kíló,” segir hann. „Ég er að borða miklu meira af mat núna. Ég borðaði eiginlega engan mat. Nú borða ég mjög „rútínerað,“ mikið kjöt, fisk, grænmeti og bara mjög flókin kolvetni.“Þurfti að standa á tveimur vigtum Þegar Kristmann tók fyrst þátt í samtökunum og þurfti að vigta sig, þurfti hann að standa á tveimur vigtum samtímis því hann átti ekki vigt sem réð við hann. Hann var þá um 206 kíló. Hann léttist á einu ári um heil 89 kíló. Í dag kveðst hann vera 105 kíló og eitt og eitt kíló enn að hrynja af.Svona lítur Kristmann út í dag. Mynd tekin um síðustu jól.Mynd/KristmannKristmundur finnur mikinn mun á sér, þungur andardráttur og stoðkerfisvandamál heyra sögunni til. Þá segist hann nokkuð oft lenda í því að kunningjar þekki hann ekki á förnum vegi. „Ég hef lent í því að fólk sem bjó við hliðina á mér í stigagangi í mörg ár hefur ekki þekkt mig,” segir hann. „Mér finnst það ekkert óþægilegt, það eiginlega bara peppar mig svolítið.“ Með því að mæta á fundi og vinna í sporunum segist Kristmann hafa áttað sig á því að hann ætti í sömu vandræðum með sykur og alkohólistar með áfengi. „Það var ekkert voðalega erfitt fyrir mig að viðurkenna það, að þetta væri bara fíkn. Sem ég gæti ekkert ráðið við sjálfur. Einhver ár á undan var ég búinn að telja mér trú um að ég væri bara með einhvern efnaskiptasjúkdóm og gerði mér ekki grein fyrir því að sjúkdómurinn væri kannski í hausnum á mér.” Til eru tvö tólf spora samtök fyrir matarfíkla á Íslandi, OA og GSA. Þess má geta að GSA-samtökin á Íslandi fagna sextán ára afmæli á laugardag með afmælis- og kynningarfundi sem er öllum opinn.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira