Óþekkjanlegur eftir að 100 kíló fengu að fjúka Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 20:30 Kristmann hefur misst um það bil hundrað kíló og segist taka því vel þegar fólk þekkir hann ekki lengur úti á götu. Myndir/Kristmann „Ég var alveg endanlega búinn að gefast upp á sjálfum mér,“ segir Kristmann J. Ágústsson kvikmyndagerðarmaður sem var orðinn um 206 kíló í ágúst árið 2014. Hann hefur misst um það bil hundrað kíló síðan og segist taka því vel þegar fólk þekkir hann ekki lengur úti á götu.Lifði á samlokum, súkkulaði og kóki „Ég var búinn að reyna í rauninni allt til að léttast,“ segir Kristmann. „Ég missti mig bara allaf um leið og það kom einhver sykur inn fyrir mínar varir, ég bara höndlaði það ekki. Nammidagur á laugardögum varð bara sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og kannski náði ég að sleppa nammi á föstudeginum.“Kristmann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri.Mynd/KristmannKristmann segist í dag skilja að hann hafi þróað með sér matarfíkn frá því á barnsaldri, þegar hann þótti helst til grannur og móðir hans þurfti að þrengja á hann föt. „Ég fer að sækja meira í fljótlegan mat, helst eitthvað sem maður bara kaupir tilbúið,“ segir Kristmann. „Ég segi stundum að ég lifði á samlokum, súkkulaði og kóki.“ Hann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri og fram að þeim tíma þegar hann mætti fyrst á fund hjá tólf spora samtökum fyrir matarfíkla. Kristmann hóf þá að vigta og mæla matinn sinn og halda sig frá sykri og einföldum kolvetnum, með sýnilegum árangri. „Fyrsta mánuðinn léttist ég um einhver átján, nítján kíló,” segir hann. „Ég er að borða miklu meira af mat núna. Ég borðaði eiginlega engan mat. Nú borða ég mjög „rútínerað,“ mikið kjöt, fisk, grænmeti og bara mjög flókin kolvetni.“Þurfti að standa á tveimur vigtum Þegar Kristmann tók fyrst þátt í samtökunum og þurfti að vigta sig, þurfti hann að standa á tveimur vigtum samtímis því hann átti ekki vigt sem réð við hann. Hann var þá um 206 kíló. Hann léttist á einu ári um heil 89 kíló. Í dag kveðst hann vera 105 kíló og eitt og eitt kíló enn að hrynja af.Svona lítur Kristmann út í dag. Mynd tekin um síðustu jól.Mynd/KristmannKristmundur finnur mikinn mun á sér, þungur andardráttur og stoðkerfisvandamál heyra sögunni til. Þá segist hann nokkuð oft lenda í því að kunningjar þekki hann ekki á förnum vegi. „Ég hef lent í því að fólk sem bjó við hliðina á mér í stigagangi í mörg ár hefur ekki þekkt mig,” segir hann. „Mér finnst það ekkert óþægilegt, það eiginlega bara peppar mig svolítið.“ Með því að mæta á fundi og vinna í sporunum segist Kristmann hafa áttað sig á því að hann ætti í sömu vandræðum með sykur og alkohólistar með áfengi. „Það var ekkert voðalega erfitt fyrir mig að viðurkenna það, að þetta væri bara fíkn. Sem ég gæti ekkert ráðið við sjálfur. Einhver ár á undan var ég búinn að telja mér trú um að ég væri bara með einhvern efnaskiptasjúkdóm og gerði mér ekki grein fyrir því að sjúkdómurinn væri kannski í hausnum á mér.” Til eru tvö tólf spora samtök fyrir matarfíkla á Íslandi, OA og GSA. Þess má geta að GSA-samtökin á Íslandi fagna sextán ára afmæli á laugardag með afmælis- og kynningarfundi sem er öllum opinn. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Ég var alveg endanlega búinn að gefast upp á sjálfum mér,“ segir Kristmann J. Ágústsson kvikmyndagerðarmaður sem var orðinn um 206 kíló í ágúst árið 2014. Hann hefur misst um það bil hundrað kíló síðan og segist taka því vel þegar fólk þekkir hann ekki lengur úti á götu.Lifði á samlokum, súkkulaði og kóki „Ég var búinn að reyna í rauninni allt til að léttast,“ segir Kristmann. „Ég missti mig bara allaf um leið og það kom einhver sykur inn fyrir mínar varir, ég bara höndlaði það ekki. Nammidagur á laugardögum varð bara sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og kannski náði ég að sleppa nammi á föstudeginum.“Kristmann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri.Mynd/KristmannKristmann segist í dag skilja að hann hafi þróað með sér matarfíkn frá því á barnsaldri, þegar hann þótti helst til grannur og móðir hans þurfti að þrengja á hann föt. „Ég fer að sækja meira í fljótlegan mat, helst eitthvað sem maður bara kaupir tilbúið,“ segir Kristmann. „Ég segi stundum að ég lifði á samlokum, súkkulaði og kóki.“ Hann segist hafa þyngst nánast stöðugt frá nítján ára aldri og fram að þeim tíma þegar hann mætti fyrst á fund hjá tólf spora samtökum fyrir matarfíkla. Kristmann hóf þá að vigta og mæla matinn sinn og halda sig frá sykri og einföldum kolvetnum, með sýnilegum árangri. „Fyrsta mánuðinn léttist ég um einhver átján, nítján kíló,” segir hann. „Ég er að borða miklu meira af mat núna. Ég borðaði eiginlega engan mat. Nú borða ég mjög „rútínerað,“ mikið kjöt, fisk, grænmeti og bara mjög flókin kolvetni.“Þurfti að standa á tveimur vigtum Þegar Kristmann tók fyrst þátt í samtökunum og þurfti að vigta sig, þurfti hann að standa á tveimur vigtum samtímis því hann átti ekki vigt sem réð við hann. Hann var þá um 206 kíló. Hann léttist á einu ári um heil 89 kíló. Í dag kveðst hann vera 105 kíló og eitt og eitt kíló enn að hrynja af.Svona lítur Kristmann út í dag. Mynd tekin um síðustu jól.Mynd/KristmannKristmundur finnur mikinn mun á sér, þungur andardráttur og stoðkerfisvandamál heyra sögunni til. Þá segist hann nokkuð oft lenda í því að kunningjar þekki hann ekki á förnum vegi. „Ég hef lent í því að fólk sem bjó við hliðina á mér í stigagangi í mörg ár hefur ekki þekkt mig,” segir hann. „Mér finnst það ekkert óþægilegt, það eiginlega bara peppar mig svolítið.“ Með því að mæta á fundi og vinna í sporunum segist Kristmann hafa áttað sig á því að hann ætti í sömu vandræðum með sykur og alkohólistar með áfengi. „Það var ekkert voðalega erfitt fyrir mig að viðurkenna það, að þetta væri bara fíkn. Sem ég gæti ekkert ráðið við sjálfur. Einhver ár á undan var ég búinn að telja mér trú um að ég væri bara með einhvern efnaskiptasjúkdóm og gerði mér ekki grein fyrir því að sjúkdómurinn væri kannski í hausnum á mér.” Til eru tvö tólf spora samtök fyrir matarfíkla á Íslandi, OA og GSA. Þess má geta að GSA-samtökin á Íslandi fagna sextán ára afmæli á laugardag með afmælis- og kynningarfundi sem er öllum opinn.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira