Byrjaði ferilinn með matarmyndum á Instagram Guðrún Ansnes skrifar 29. janúar 2016 10:30 Hildur Erla fagnar tuttugu og fimm ára afmælinu í dag, og segir þetta stórfenglega tækifæri sannarlega bestu mögulegu afmælisgjöfina. Vísir/Ernir Hildur Erla Gísladóttir er áhugaljósmyndari sem fékk ansi óvenjulegt tækifæri upp í hendurnar, sem eflaust margur atvinnuljósmyndarinn yrði himinlifandi með að hreppa, en myndir eftir hana birtust á vefsíðu hins nafntogaða og eina sanna Vogue, og má vænta þess að myndirnar birtist í kanadíska Vogue um komandi helgi. Um er að ræða brúðarmyndir af brúðinni Mosha Lundström Halbert, tískuritstjóra tímaritsins Foodwear News í New York, og brúðgumanum Aidan Butler. Fór hjónavígslan fram hérlendis um áramótin og má með sanni segja að hjónin hafi tekið ástfóstri við íslenska þjónustu, en þau héldu veisluna í Gamla bíói og sá íslenska hárgreiðsludrottingin Theodóra Mjöll Skúladóttir um hár brúðarinnar.Mosha og Aidan í Gamla bíói, yfir sig ánægð.„Mosha fann mig á Instagram,“ segir Hildur Erla, sem enn hefur vart náð sér niður á jörðina. „Hún sendi mér svo bara tölvupóst og upp úr því fórum við að plana þetta allt saman.“ Spurð um hvernig hún brást við þegar Mosha bar sig eftir að fá hana til að taka af sér brúðarmyndir segist Hildur Erla hafa hoppað upp á sófann þar sem hún sat ásamt kærastanum. „Ég á það til að fara fram úr mér, og hoppaði þarna upp í sófann, og sagði við hann að kannski myndi þetta svo bara enda í Vogue,“ segir hún og skellir upp úr. „Það var svo dálítið skemmtilegt að þegar ég fékk þær fréttir að þetta yrði birt einmitt í Vogue, sat ég ásamt kærastanum mínum í sófanum og hoppaði hæð mína aftur, í sófanum.“ „Þau eru bæði svo ofboðslega flott, jarðbundin og tóku mér ofboðslega vel,“ bendir hún á og segir þetta samstarf líklega upphafið að einhverju stærra, en núna hefur Mosha þegar hafist handa við að koma Hildi Erlu á framfæri og ætlar að aðstoða hana við að skapa sér nafn sem ljósmyndari. „Ég stefni á að fara út til New York og hitta hana þegar nær dregur vori, ég vona að ég fái tækifæri til að sinna fleiri verkefnum, og þrátt fyrir frekar stuttan feril, að þá sé þetta upphafið að löngum ferli,“ segir hún spennt.Gullfalleg mynd, og óhætt að segja að Hildi Erlu takist að fanga stemninguna.Eins og áður segir er Hildur Erla ekki atvinnumanneskja í greininni, og er þannig séð nýlega farin að munda vélina af einhverri alvöru. „Ég byrjaði almennilega á þessu árið 2014, og þá var ég mest í að taka matarmyndir. Það er gríðarlega góð æfing, þannig byrjaði ég að þróa myndbygginguna, það er hvar á að staðsetja diskinn rétt og allt þetta. Það kom mér af stað, og ég held án gríns að þar hafi áhuginn kviknað. Síðan hefur þetta þróast og nú langar mig bara að taka myndir af fólki,“ útskýrir hún glaðlega. En hvernig skyldi henni ganga að lifa á listinni? „Ég fæ ágætar tekjur núna, en ég þarf bara að sanna mig. Ég bjóst alveg við nokkrum árum án tekna. Hins vegar hef ég verið að taka að mér brúðarmyndartökur og hef þar í nægu að snúast. En í sumar er ég að fara að vinna sem flugfreyja hjá WOW. Auðvitað verð ég svo með myndavélina um hálsinn,“ segir hún og er augljóslega alltaf með augun hjá sér ef vera skyldi að hið fullkomna myndamóment dúkkaði óvænt upp. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira
Hildur Erla Gísladóttir er áhugaljósmyndari sem fékk ansi óvenjulegt tækifæri upp í hendurnar, sem eflaust margur atvinnuljósmyndarinn yrði himinlifandi með að hreppa, en myndir eftir hana birtust á vefsíðu hins nafntogaða og eina sanna Vogue, og má vænta þess að myndirnar birtist í kanadíska Vogue um komandi helgi. Um er að ræða brúðarmyndir af brúðinni Mosha Lundström Halbert, tískuritstjóra tímaritsins Foodwear News í New York, og brúðgumanum Aidan Butler. Fór hjónavígslan fram hérlendis um áramótin og má með sanni segja að hjónin hafi tekið ástfóstri við íslenska þjónustu, en þau héldu veisluna í Gamla bíói og sá íslenska hárgreiðsludrottingin Theodóra Mjöll Skúladóttir um hár brúðarinnar.Mosha og Aidan í Gamla bíói, yfir sig ánægð.„Mosha fann mig á Instagram,“ segir Hildur Erla, sem enn hefur vart náð sér niður á jörðina. „Hún sendi mér svo bara tölvupóst og upp úr því fórum við að plana þetta allt saman.“ Spurð um hvernig hún brást við þegar Mosha bar sig eftir að fá hana til að taka af sér brúðarmyndir segist Hildur Erla hafa hoppað upp á sófann þar sem hún sat ásamt kærastanum. „Ég á það til að fara fram úr mér, og hoppaði þarna upp í sófann, og sagði við hann að kannski myndi þetta svo bara enda í Vogue,“ segir hún og skellir upp úr. „Það var svo dálítið skemmtilegt að þegar ég fékk þær fréttir að þetta yrði birt einmitt í Vogue, sat ég ásamt kærastanum mínum í sófanum og hoppaði hæð mína aftur, í sófanum.“ „Þau eru bæði svo ofboðslega flott, jarðbundin og tóku mér ofboðslega vel,“ bendir hún á og segir þetta samstarf líklega upphafið að einhverju stærra, en núna hefur Mosha þegar hafist handa við að koma Hildi Erlu á framfæri og ætlar að aðstoða hana við að skapa sér nafn sem ljósmyndari. „Ég stefni á að fara út til New York og hitta hana þegar nær dregur vori, ég vona að ég fái tækifæri til að sinna fleiri verkefnum, og þrátt fyrir frekar stuttan feril, að þá sé þetta upphafið að löngum ferli,“ segir hún spennt.Gullfalleg mynd, og óhætt að segja að Hildi Erlu takist að fanga stemninguna.Eins og áður segir er Hildur Erla ekki atvinnumanneskja í greininni, og er þannig séð nýlega farin að munda vélina af einhverri alvöru. „Ég byrjaði almennilega á þessu árið 2014, og þá var ég mest í að taka matarmyndir. Það er gríðarlega góð æfing, þannig byrjaði ég að þróa myndbygginguna, það er hvar á að staðsetja diskinn rétt og allt þetta. Það kom mér af stað, og ég held án gríns að þar hafi áhuginn kviknað. Síðan hefur þetta þróast og nú langar mig bara að taka myndir af fólki,“ útskýrir hún glaðlega. En hvernig skyldi henni ganga að lifa á listinni? „Ég fæ ágætar tekjur núna, en ég þarf bara að sanna mig. Ég bjóst alveg við nokkrum árum án tekna. Hins vegar hef ég verið að taka að mér brúðarmyndartökur og hef þar í nægu að snúast. En í sumar er ég að fara að vinna sem flugfreyja hjá WOW. Auðvitað verð ég svo með myndavélina um hálsinn,“ segir hún og er augljóslega alltaf með augun hjá sér ef vera skyldi að hið fullkomna myndamóment dúkkaði óvænt upp.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira