Renault mest seldi sendibíllinn í Evrópu 18. árið í röð Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 09:31 Renault Master sendibíll. Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira