Renault mest seldi sendibíllinn í Evrópu 18. árið í röð Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 09:31 Renault Master sendibíll. Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent