Steingrímur segir óljóst hvort samningaleiðin eða dómstólaleiðin í Icesave hefði á endanum verið betri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. janúar 2016 15:03 Telur að samdráttur landsframleiðslu hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefði verið leyst árið 2009. Vísir/Stefán Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15