Er ættartré Íslendinga ekki eins og kústur? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. janúar 2016 10:00 Jimmy Carr er eldhress náungi. Vísir/Getty Hvað segirðu, hvað ætti ég að skoða þegar ég kem til Íslands?“ spyr grínistinn Jimmy Carr, sem væntanlegur er til landsins í mars. Carr hefur áður komið til landsins og skoðaði sig þá vel um og segist ætla að gera enn betur, enda ákaflega hrifinn af landi og þjóð. Þessi vinsæli grínisti fer yfir ferilinn og kynni sín í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.Reyndi alvöru vinnu Jimmy Carr fæddist í september 1972 í London í Englandi. Hann á ættir að rekja til Írlands og segist sjálfur vera „plast-Íri“, sem er hugtak notað um brottflutta Íra. Jimmy Carr hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir mjög sérstakan stíl í uppistandi; Carr er beittur og oft með marga stutta brandara. Að ræða við hann í síma er í raun ekki ósvipað og heyra hann halda uppistand. Blaðamaður hreinlega tárast úr hlátri oft á tíðum. „Ég reyndi að vera í alvöru vinnu þegar ég var yngri, en það gekk ekkert,“ segir hann með skemmtilegan tón í röddinni. Carr er með gráðu í stjórnmálafræði og gekk vel í skóla. „Ég fékk vinnu í olíuiðnaðinum, þar sem ég var alvarlegur, með skjalatösku og í jakkafötum,“ bætir hann við en síðar leitaði hugurinn í fjölmiðla og á svið. Upp úr aldamótum fór Carr að vekja athygli fyrir frammistöðu sína á sviði og árið 2002 hlaut hann Time Out-verðlaunin sem besti uppistandari Bretlands.Íslendingar skilja mikið Stór hluti grínsins sem Carr býður upp á er hlaðinn kaldhæðni. Og oft á tíðum leikur hann sér með orð og merkingar. „Sýningarnar mínar eru svolítið breytilegar á milli landa. Þegar ég treð upp í landi þar sem enska er ekki móðurmálið, reyni ég að byrja á bröndurum sem eru auðskiljanlegir, sem hjálpa fólki að aðlagast. En á Íslandi þarf ég ekki mikið að huga að þessu. Íslendingar skilja mjög djúpan húmor og eru mjög góðir í ensku,“ segir grínistinn. Jimmy Carr hefur troðið upp um allan heim og er einn af fáum breskum grínistum sem hafa náð vinsældum í Bandaríkjunum. Hann hefur margoft komið fram í stærstu spjallþáttunum þar í landi, auk þess sem hann stýrði þætti á sjónvarpsstöðinni Comedy Central í tvö ár. Til viðbótar hefur Carr leikið í bandarískum kvikmyndum.Eru ekki allir Íslendingar skyldir? „Þegar ég kom síðast til landsins skoðaði ég alla helstu ferðamannastaðina, núna langar mig að gera eitthvað öðruvísi. Hvað get ég gert?“ spyr Carr. Hann hreinlega krefur blaðamann um svör, sem stingur upp á að kíkja í miðbæ Reykjavíkur á föstudags- eða laugardagskvöldi, að reyna að verða sér úti um íslenskan þorramat og sitthvað fleira. „Hvernig skemmtið þið ykkur eiginlega? Eruð þið ekkert hrædd um að „pikka“ óvart upp frændur eða frænkur ykkar? Eru ekki allir Íslendingar skyldir? Mér skilst að ættartré íslensku þjóðarinnar sé eins og kústur að stærð,“ segir hann og bætir einhverju við sem blaðamaður heyrir ekki fyrir hlátrinum í sjálfum sér.Carr treður upp í Hörpu og Hofi á Akureyri í mars, en örfáir miðar eru eftir á báðar sýningarnar. Því hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu þann 5. mars í Háskólabíói og hefst miðasala á hana þann 21. janúar. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Hvað segirðu, hvað ætti ég að skoða þegar ég kem til Íslands?“ spyr grínistinn Jimmy Carr, sem væntanlegur er til landsins í mars. Carr hefur áður komið til landsins og skoðaði sig þá vel um og segist ætla að gera enn betur, enda ákaflega hrifinn af landi og þjóð. Þessi vinsæli grínisti fer yfir ferilinn og kynni sín í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.Reyndi alvöru vinnu Jimmy Carr fæddist í september 1972 í London í Englandi. Hann á ættir að rekja til Írlands og segist sjálfur vera „plast-Íri“, sem er hugtak notað um brottflutta Íra. Jimmy Carr hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir mjög sérstakan stíl í uppistandi; Carr er beittur og oft með marga stutta brandara. Að ræða við hann í síma er í raun ekki ósvipað og heyra hann halda uppistand. Blaðamaður hreinlega tárast úr hlátri oft á tíðum. „Ég reyndi að vera í alvöru vinnu þegar ég var yngri, en það gekk ekkert,“ segir hann með skemmtilegan tón í röddinni. Carr er með gráðu í stjórnmálafræði og gekk vel í skóla. „Ég fékk vinnu í olíuiðnaðinum, þar sem ég var alvarlegur, með skjalatösku og í jakkafötum,“ bætir hann við en síðar leitaði hugurinn í fjölmiðla og á svið. Upp úr aldamótum fór Carr að vekja athygli fyrir frammistöðu sína á sviði og árið 2002 hlaut hann Time Out-verðlaunin sem besti uppistandari Bretlands.Íslendingar skilja mikið Stór hluti grínsins sem Carr býður upp á er hlaðinn kaldhæðni. Og oft á tíðum leikur hann sér með orð og merkingar. „Sýningarnar mínar eru svolítið breytilegar á milli landa. Þegar ég treð upp í landi þar sem enska er ekki móðurmálið, reyni ég að byrja á bröndurum sem eru auðskiljanlegir, sem hjálpa fólki að aðlagast. En á Íslandi þarf ég ekki mikið að huga að þessu. Íslendingar skilja mjög djúpan húmor og eru mjög góðir í ensku,“ segir grínistinn. Jimmy Carr hefur troðið upp um allan heim og er einn af fáum breskum grínistum sem hafa náð vinsældum í Bandaríkjunum. Hann hefur margoft komið fram í stærstu spjallþáttunum þar í landi, auk þess sem hann stýrði þætti á sjónvarpsstöðinni Comedy Central í tvö ár. Til viðbótar hefur Carr leikið í bandarískum kvikmyndum.Eru ekki allir Íslendingar skyldir? „Þegar ég kom síðast til landsins skoðaði ég alla helstu ferðamannastaðina, núna langar mig að gera eitthvað öðruvísi. Hvað get ég gert?“ spyr Carr. Hann hreinlega krefur blaðamann um svör, sem stingur upp á að kíkja í miðbæ Reykjavíkur á föstudags- eða laugardagskvöldi, að reyna að verða sér úti um íslenskan þorramat og sitthvað fleira. „Hvernig skemmtið þið ykkur eiginlega? Eruð þið ekkert hrædd um að „pikka“ óvart upp frændur eða frænkur ykkar? Eru ekki allir Íslendingar skyldir? Mér skilst að ættartré íslensku þjóðarinnar sé eins og kústur að stærð,“ segir hann og bætir einhverju við sem blaðamaður heyrir ekki fyrir hlátrinum í sjálfum sér.Carr treður upp í Hörpu og Hofi á Akureyri í mars, en örfáir miðar eru eftir á báðar sýningarnar. Því hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu þann 5. mars í Háskólabíói og hefst miðasala á hana þann 21. janúar.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira