Björgvin: Leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á stórmótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 15:13 Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30
Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04
Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00
Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00
Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59
Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15