Björgvin: Leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á stórmótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 15:13 Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30
Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04
Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00
Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00
Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59
Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15