Ekki skal vanmeta framsóknarmann! Árni Hermannsson skrifar 5. janúar 2016 07:00 Eitthvert dapurlegasta skeiðið í sögu landsins á fyrstu áratugum lýðveldisins er sagan af samskiptum stjórnvalda við vinaþjóðir í Evrópu og bandalagsríkin í Nató. Á eftirstríðsárunum tókst með galinni hagstjórn að glutra niður vænlegri stöðu þjóðarbúsins og endaði loks með því að á 6. áratugnum, þótt lífskjör væru betri hér á landi (án þess að vera nokkuð sérstök) en víðast hvar í Evrópu, þá gengu Íslendingar með betlistaf hvað eftir annað á fund nágrannaríkja í leit að lánum, m.a. til Þýskalands og Englands þar sem flest var í rúst eftir hildarleikinn mikla. Meðal vinaþjóða í Nató tókst ekki betur til. Íslendingar voru áhugalitlir um samstarfið nema þegar kom að aurum og framkvæmdum á vegum samtakanna en þá sperrtu þeir eyrun sem aldrei fyrr. Þetta lágrisa viðhorf varð til þess, að það orð fór af Íslendingum að þeir væru tækifærissinnaðir bandamenn. Um þetta má fræðast nánar af stórmerku riti Vals Ingimundarsonar, „Í eldlínu kalda stríðsins“. Þá skal í annan stað ekki reynt að tíunda orðsporið sem fór af Íslendingum á alþjóðavettvangi fyrir 2008. Það virðist helst þessa dagana vera utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi, sem stendur einarður gegn því að látið verði af viðskiptabanni gegn Rússum sem fara med yfirgangi í fyrrum leppríki sínu og verður vart séð að munurinn sé nema stigs en ekki eðlis á leiðtoganum Pútin og Jósef gamla Dsjúgasjvili. Innan stjórnarliðsins og stjórnarandstöðu hérlendis eru menn ekki á einu máli. En allt er þegar þrennt er og væri svo sem eftir öðru að hlaupast undan merkjum og láta prinsipp lúta í lægra haldi fyrir aurunum. Auðvitað ber að styðja smærri útgerðir og vinnuaflið í dreifðum byggðum landsins þegar bjátar á og markaðir lokast en allsráðandi stórútgerðaraðilum (sem helst gefa starfsmönnum sínum íspinna í kaupbæti þegar þeir skammta sér milljarðana) þarf ekki að vorkenna en skal í bili bent á að lesa nýútkomna bók Bills Browders – „Eftirlýstur“ – en þar geta þeir lesið um stjórnarhætti í ríkinu, sem þeir vilja ólmir fella niður viðskiptabannið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitthvert dapurlegasta skeiðið í sögu landsins á fyrstu áratugum lýðveldisins er sagan af samskiptum stjórnvalda við vinaþjóðir í Evrópu og bandalagsríkin í Nató. Á eftirstríðsárunum tókst með galinni hagstjórn að glutra niður vænlegri stöðu þjóðarbúsins og endaði loks með því að á 6. áratugnum, þótt lífskjör væru betri hér á landi (án þess að vera nokkuð sérstök) en víðast hvar í Evrópu, þá gengu Íslendingar með betlistaf hvað eftir annað á fund nágrannaríkja í leit að lánum, m.a. til Þýskalands og Englands þar sem flest var í rúst eftir hildarleikinn mikla. Meðal vinaþjóða í Nató tókst ekki betur til. Íslendingar voru áhugalitlir um samstarfið nema þegar kom að aurum og framkvæmdum á vegum samtakanna en þá sperrtu þeir eyrun sem aldrei fyrr. Þetta lágrisa viðhorf varð til þess, að það orð fór af Íslendingum að þeir væru tækifærissinnaðir bandamenn. Um þetta má fræðast nánar af stórmerku riti Vals Ingimundarsonar, „Í eldlínu kalda stríðsins“. Þá skal í annan stað ekki reynt að tíunda orðsporið sem fór af Íslendingum á alþjóðavettvangi fyrir 2008. Það virðist helst þessa dagana vera utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi, sem stendur einarður gegn því að látið verði af viðskiptabanni gegn Rússum sem fara med yfirgangi í fyrrum leppríki sínu og verður vart séð að munurinn sé nema stigs en ekki eðlis á leiðtoganum Pútin og Jósef gamla Dsjúgasjvili. Innan stjórnarliðsins og stjórnarandstöðu hérlendis eru menn ekki á einu máli. En allt er þegar þrennt er og væri svo sem eftir öðru að hlaupast undan merkjum og láta prinsipp lúta í lægra haldi fyrir aurunum. Auðvitað ber að styðja smærri útgerðir og vinnuaflið í dreifðum byggðum landsins þegar bjátar á og markaðir lokast en allsráðandi stórútgerðaraðilum (sem helst gefa starfsmönnum sínum íspinna í kaupbæti þegar þeir skammta sér milljarðana) þarf ekki að vorkenna en skal í bili bent á að lesa nýútkomna bók Bills Browders – „Eftirlýstur“ – en þar geta þeir lesið um stjórnarhætti í ríkinu, sem þeir vilja ólmir fella niður viðskiptabannið á.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar