Búfjársamningar og sjálfbær landnýting Ólafur Arnalds skrifar 5. janúar 2016 07:00 Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun