Búfjársamningar og sjálfbær landnýting Ólafur Arnalds skrifar 5. janúar 2016 07:00 Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú á sér stað samningsgerð milli sauðfjárbænda og ríkisins um stuðningsgreiðslur þjóðarinnar við framleiðslu sauðfjárafurða. Mikið er í húfi að vel takist til. Á undanförnum árum hafa vísindamenn, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að mikilvægt sé að laga betur sauðfjárbeit að landkostum. Víða fer beit fram á landi í viðunandi og jafnvel ágætu ástandi; á frjósömum vistkerfum sem henta vel til sauðfjárbeitar. En á stórum svæðum er ástand auðlinda meðal þess versta sem þekkist á jörðinni, auðnir og rofsvæði. Það er mikilvægt að nýting slíkra svæða til beitar verði hætt. Einnig er mikilvægt að hætta beit og byggja upp vistkerfi í nágrenni mikilvirkustu eldstöðva landsins. Verst förnu beitarsvæðin er jafnframt að finna á hinu eldvirka belti. Vistspor kjötframleiðslu á þessum svæðum er með því stærsta sem þekkist í matvælaframleiðslu í heiminum öllum. En á þeim gengur minnihluti fjárstofns landsmanna. Upplýsingar liggja nú þegar fyrir um þau afréttarsvæði þar sem æskilegt er að hætta beit. Margar leiðir eru til þess að vinna að þessu markmiði, meðal annars með sólarlagsákvæðum í búskap. Vitaskuld þarf að hafa slíkt í huga þegar hugað er að milljarða fjárframlögum úr ríkissjóði (tugi milljarða á samningstímanum). Vert er að hafa í huga að drjúgur hluti framleiðslunnar er fluttur út (að stórum hluta á kostnað íslenskra skattgreiðenda). Fyrri ákvæði um um svokallaðan „landnýtingarþátt gæðastýringar“ skilaði viðhorfum sjálfbærrar landnýtingar ákaflega stutt á veg. Og nú bendir margt til þess að sjónarmið um sjálfbæra landnýtingu og aðlögun að landkostum hafi orðið undir við yfirstandandi samningsgerð ríkis og sauðfjárbænda. Svo virðist sem margir bændur og hugsanlega forysta bænda telji sjónarmið sem þessi vera öfgar og jafnvel „sífelldar árásir á bændur“. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er þetta haft eftir formanni Bændasamtakanna: „Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“ Þessi samskipti varða vitaskuld fyrst og fremst kröfur L.R. um sjálfbæra nýtingu auðlinda; að beit á verst grónu afréttarlöndunum er vitaskuld ekki sjálfbær landnýting. Það er vonandi ekki öll nótt úti því í sama viðtali við formann Bændasamtakanna er hvatt til sjálfbærrar nýtingar: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ Það er óskandi að þessum orðum sjáist staður í næstu búvörusamningum. Það er að vísu ekki trúverðug nálgun í samningum við þjóðina að agnúast sífellt út í þá stofnun sem á að gæta hagsmuna vistkerfa og náttúru landsins, m.a. er varðar beit sauðfjár. Stofnun sem ber að tryggja sjálfbæra nýtingu lands og að beit verði aflögð þar sem hún getur með engum hætti talist sjálfbær. Það er sjálfsögð krafa samfélagsins að stuðningi við beit á illa förnu landi verði hætt.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar