Sebastian Loeb tekur forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 11:47 Sebastian Loeb á fullri ferð í keppninni í gær. Nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Sebastian Loeb byrjar vel í sinni fyrstu keppni í Dakar þolaksturskeppninni því hann vann fyrstu dagleiðina í gær og er nú með 2 mínútna og 23 sekúndna forskot á næsta mann. Loeb var fyrstur í hverri einustu tímatöku keppninnar í gær, en hún spannaði alls 386 kílómetra. Næstur á eftir Loeb er annar liðsmaður Loeb, Stephane Peterhansel, en þeir aka báðir Peugeot bílum. Peterhansel hefur unnið Dakar rallið nokkrum sinnum. Sebastian Loeb var sjálfur steinhissa á því að hann hafi unnið dagleiðina þar sem hann var einn af þeim sem sat fastur um tíma í drullusvaði sem myndast hafði eftir miklar rigningar í Argentínu. Loeb sat fastur í um 2 mínútur, sem sýnir hversu hratt hann hefur ekið er hann ekki sat fastur. Þriðji liðsmaður Peugeot, Carlos Sainz lenti hinvegar í miklum vandræðum og tapaði 10 mínútum á vélarbilun og er þess vegna ekki á meðal 10 fyrstu manna. Nani Roma, sem vann keppnina árið 2014 lenti einnig í vandræðum á Mini bíl sínum í drullunni og tapaði 45 mínútum fastur í henni. Sigurvegarinn í fyrra, Nasser Al-Attiyah er 4 mínútum á eftir Loeb og í 8. sæti en það sprakk á bíl hans í gær. Á þessari niðurstöðu í gær má sjá að Peugeot er mjög sigurstranglegt í keppninni að þessu sinni, en bílar þess eru í fyrst, öðru og sjöunda sæti. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Sebastian Loeb byrjar vel í sinni fyrstu keppni í Dakar þolaksturskeppninni því hann vann fyrstu dagleiðina í gær og er nú með 2 mínútna og 23 sekúndna forskot á næsta mann. Loeb var fyrstur í hverri einustu tímatöku keppninnar í gær, en hún spannaði alls 386 kílómetra. Næstur á eftir Loeb er annar liðsmaður Loeb, Stephane Peterhansel, en þeir aka báðir Peugeot bílum. Peterhansel hefur unnið Dakar rallið nokkrum sinnum. Sebastian Loeb var sjálfur steinhissa á því að hann hafi unnið dagleiðina þar sem hann var einn af þeim sem sat fastur um tíma í drullusvaði sem myndast hafði eftir miklar rigningar í Argentínu. Loeb sat fastur í um 2 mínútur, sem sýnir hversu hratt hann hefur ekið er hann ekki sat fastur. Þriðji liðsmaður Peugeot, Carlos Sainz lenti hinvegar í miklum vandræðum og tapaði 10 mínútum á vélarbilun og er þess vegna ekki á meðal 10 fyrstu manna. Nani Roma, sem vann keppnina árið 2014 lenti einnig í vandræðum á Mini bíl sínum í drullunni og tapaði 45 mínútum fastur í henni. Sigurvegarinn í fyrra, Nasser Al-Attiyah er 4 mínútum á eftir Loeb og í 8. sæti en það sprakk á bíl hans í gær. Á þessari niðurstöðu í gær má sjá að Peugeot er mjög sigurstranglegt í keppninni að þessu sinni, en bílar þess eru í fyrst, öðru og sjöunda sæti.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent