Ætli við verðum ekki bara í lopapeysum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 09:45 Stórsöngvararnir Elmar og Guðrún syngja ýmist hvort í sínu lagi eða saman með Sinfóníuhljómsveitinni á næstu dögum. Vísir/GVA Sinfóníuhljómsveitin er að æfa fyrir Vínartónleika í Eldborgarsal Hörpu þegar ég mæti til að hitta þau Elmar Gilbertsson tenór og Guðrúnu Ingimarsdóttur sópran sem ýmist syngja hvort um sig með hljómsveitinni eða saman. Ég nýt þess að hlýða á undurfagra tónana og klappa einmanalega úr sæti mínu eftir hvert lag. Allt gengur smurt og hljómsveitarstjórinn, Ola Rudner hinn sænski, lætur ánægju sína í ljós eftir mestu hápunktana. Dónárvalsinn er á ástkæra ylhýra málinu og söngvararnir bresta í dans. Þegar Guðrún segir mér á eftir að þetta hafi verið fyrsta samæfing sveitar og söngvaranna ætla ég ekki að trúa mínum eigin eyrum. „Þetta bara small allt,“ segir hún. Við erum sestar, ásamt Elmari, út við gluggana sem snúa að höfninni og þar með Vesturlandinu sem þau reynast eiga sameiginlegt. „Það er svo fyndið að þó við séum að hittast í fyrsta skipti þá tengjumst við bæði Hvanneyri í Borgarfirði. Ég ólst þar upp og Elmar var þar í bændaskóla – eftir að ég var farin að heiman,“ segir Guðrún. Dalamaðurinn Elmar staðfestir þetta. Kveðst þó aldrei hafa verið gefinn mikið fyrir hefðbundinn búskap enda klykkt út með lokaverkefni um kornrækt og bjórframleiðslu, eftir tveggja ára nám við bændaskólann, en þær hugmyndir hafi ekki verið hátt skrifaðar hjá kennurunum á þeim tíma. Það hafi hins vegar verið stuð á heimavistinni og svo hafi hann uppgötvað sjálfan sig í karlakórnum Söngbræðrum í Borgarfirði. „Ég var búinn að vera dálítið í bílskúrsböndum og graðhestarokki en heillaðist af karlakórshefðinni þegar ég var í Söngbræðrum og þannig kviknaði áhuginn á klassískum söng.“ Bæði búa þau Elmar og Guðrún erlendis. Hann í Hollandi þar sem hann lærði og hún mest í Þýskalandi síðustu tuttugu árin. Alltaf nóg að gera? „Það er upp og ofan,“ viðurkennir Guðrún. „Ég hef valið að vera frjáls og sjálfstæð, hef ekki karakter sem þrífst í einu óperuhúsi að syngja það sem að mér er rétt. Listamannssál mín mundi visna fljótt þar. Þess vegna er ótrúleg breidd í verkefnum hjá mér, ég syng í kirkjum og mikið af óperettutónlist eins og ég er að gera hér núna.“ „Síðustu tvö ár hef ég verið víða,“ segir Elmar. „Það er erfitt að þróa sig sem óperusöngvara hér, uppsetningar eru ekki það margar. Því er maður tilneyddur að vera erlendis ef maður vill leggja þessa grein fyrir sig. En það getur breyst eftir því sem maður er lengur í faginu og nær að skapa sambönd,“ segir hann og kveðst hafa sungið mikið í Maastricht-óperunni, Amsterdam-óperunni og líka í Frakklandi.“ Spurð hvernig þau ætli að vera klædd á sviðinu á tónleikunum líta þau hvort á annað. „Ætli við verðum ekki bara í lopapeysum í stíl við upprunann,“ segir Guðrún hlæjandi. Elmari líst vel á það. „Jú, og háum sokkum.“ Spurð hvort dansinn sé partur af prógramminu svarar hann kankvís. „Já, já, við tökum valssving á sviðinu.“ „Hann er nefnilega hádramatískur danstenór,“ tekur Guðrún fram og sú athugasemd vekur kátínu. Ekki er hægt að sleppa þeim Guðrúnu og Elmari öðruvísi en forvitnast um fjölskylduhagi. Guðrún gefur þær upplýsingar að hún sé ógift og barnlaus en Elmar kveðst vera á föstu með söngkonunni Selmu Björns síðan í fyrrasumar. Það hafi gengið ágætlega þó bæði séu hlaðin verkefnum. „Það sem ég kalla heimili mitt er íbúð í Den Haag en árið 2014 var ég 288 daga fjarri því. Það varð til þess að ég kann svo vel að meta heimilislíf þegar það er í boði.“ Bæði sjá þau fyrir sér að skyldfólk þeirra flykkist á Vínartónleikana. „Það koma ábyggilega rútur úr sveitunum okkar. Jafnvel Soffían,“ segir Guðrún glaðlega. „Já,“ segir Elmar. „Fullar langferðabifreiðar. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Sinfóníuhljómsveitin er að æfa fyrir Vínartónleika í Eldborgarsal Hörpu þegar ég mæti til að hitta þau Elmar Gilbertsson tenór og Guðrúnu Ingimarsdóttur sópran sem ýmist syngja hvort um sig með hljómsveitinni eða saman. Ég nýt þess að hlýða á undurfagra tónana og klappa einmanalega úr sæti mínu eftir hvert lag. Allt gengur smurt og hljómsveitarstjórinn, Ola Rudner hinn sænski, lætur ánægju sína í ljós eftir mestu hápunktana. Dónárvalsinn er á ástkæra ylhýra málinu og söngvararnir bresta í dans. Þegar Guðrún segir mér á eftir að þetta hafi verið fyrsta samæfing sveitar og söngvaranna ætla ég ekki að trúa mínum eigin eyrum. „Þetta bara small allt,“ segir hún. Við erum sestar, ásamt Elmari, út við gluggana sem snúa að höfninni og þar með Vesturlandinu sem þau reynast eiga sameiginlegt. „Það er svo fyndið að þó við séum að hittast í fyrsta skipti þá tengjumst við bæði Hvanneyri í Borgarfirði. Ég ólst þar upp og Elmar var þar í bændaskóla – eftir að ég var farin að heiman,“ segir Guðrún. Dalamaðurinn Elmar staðfestir þetta. Kveðst þó aldrei hafa verið gefinn mikið fyrir hefðbundinn búskap enda klykkt út með lokaverkefni um kornrækt og bjórframleiðslu, eftir tveggja ára nám við bændaskólann, en þær hugmyndir hafi ekki verið hátt skrifaðar hjá kennurunum á þeim tíma. Það hafi hins vegar verið stuð á heimavistinni og svo hafi hann uppgötvað sjálfan sig í karlakórnum Söngbræðrum í Borgarfirði. „Ég var búinn að vera dálítið í bílskúrsböndum og graðhestarokki en heillaðist af karlakórshefðinni þegar ég var í Söngbræðrum og þannig kviknaði áhuginn á klassískum söng.“ Bæði búa þau Elmar og Guðrún erlendis. Hann í Hollandi þar sem hann lærði og hún mest í Þýskalandi síðustu tuttugu árin. Alltaf nóg að gera? „Það er upp og ofan,“ viðurkennir Guðrún. „Ég hef valið að vera frjáls og sjálfstæð, hef ekki karakter sem þrífst í einu óperuhúsi að syngja það sem að mér er rétt. Listamannssál mín mundi visna fljótt þar. Þess vegna er ótrúleg breidd í verkefnum hjá mér, ég syng í kirkjum og mikið af óperettutónlist eins og ég er að gera hér núna.“ „Síðustu tvö ár hef ég verið víða,“ segir Elmar. „Það er erfitt að þróa sig sem óperusöngvara hér, uppsetningar eru ekki það margar. Því er maður tilneyddur að vera erlendis ef maður vill leggja þessa grein fyrir sig. En það getur breyst eftir því sem maður er lengur í faginu og nær að skapa sambönd,“ segir hann og kveðst hafa sungið mikið í Maastricht-óperunni, Amsterdam-óperunni og líka í Frakklandi.“ Spurð hvernig þau ætli að vera klædd á sviðinu á tónleikunum líta þau hvort á annað. „Ætli við verðum ekki bara í lopapeysum í stíl við upprunann,“ segir Guðrún hlæjandi. Elmari líst vel á það. „Jú, og háum sokkum.“ Spurð hvort dansinn sé partur af prógramminu svarar hann kankvís. „Já, já, við tökum valssving á sviðinu.“ „Hann er nefnilega hádramatískur danstenór,“ tekur Guðrún fram og sú athugasemd vekur kátínu. Ekki er hægt að sleppa þeim Guðrúnu og Elmari öðruvísi en forvitnast um fjölskylduhagi. Guðrún gefur þær upplýsingar að hún sé ógift og barnlaus en Elmar kveðst vera á föstu með söngkonunni Selmu Björns síðan í fyrrasumar. Það hafi gengið ágætlega þó bæði séu hlaðin verkefnum. „Það sem ég kalla heimili mitt er íbúð í Den Haag en árið 2014 var ég 288 daga fjarri því. Það varð til þess að ég kann svo vel að meta heimilislíf þegar það er í boði.“ Bæði sjá þau fyrir sér að skyldfólk þeirra flykkist á Vínartónleikana. „Það koma ábyggilega rútur úr sveitunum okkar. Jafnvel Soffían,“ segir Guðrún glaðlega. „Já,“ segir Elmar. „Fullar langferðabifreiðar.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira