Ætli við verðum ekki bara í lopapeysum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 09:45 Stórsöngvararnir Elmar og Guðrún syngja ýmist hvort í sínu lagi eða saman með Sinfóníuhljómsveitinni á næstu dögum. Vísir/GVA Sinfóníuhljómsveitin er að æfa fyrir Vínartónleika í Eldborgarsal Hörpu þegar ég mæti til að hitta þau Elmar Gilbertsson tenór og Guðrúnu Ingimarsdóttur sópran sem ýmist syngja hvort um sig með hljómsveitinni eða saman. Ég nýt þess að hlýða á undurfagra tónana og klappa einmanalega úr sæti mínu eftir hvert lag. Allt gengur smurt og hljómsveitarstjórinn, Ola Rudner hinn sænski, lætur ánægju sína í ljós eftir mestu hápunktana. Dónárvalsinn er á ástkæra ylhýra málinu og söngvararnir bresta í dans. Þegar Guðrún segir mér á eftir að þetta hafi verið fyrsta samæfing sveitar og söngvaranna ætla ég ekki að trúa mínum eigin eyrum. „Þetta bara small allt,“ segir hún. Við erum sestar, ásamt Elmari, út við gluggana sem snúa að höfninni og þar með Vesturlandinu sem þau reynast eiga sameiginlegt. „Það er svo fyndið að þó við séum að hittast í fyrsta skipti þá tengjumst við bæði Hvanneyri í Borgarfirði. Ég ólst þar upp og Elmar var þar í bændaskóla – eftir að ég var farin að heiman,“ segir Guðrún. Dalamaðurinn Elmar staðfestir þetta. Kveðst þó aldrei hafa verið gefinn mikið fyrir hefðbundinn búskap enda klykkt út með lokaverkefni um kornrækt og bjórframleiðslu, eftir tveggja ára nám við bændaskólann, en þær hugmyndir hafi ekki verið hátt skrifaðar hjá kennurunum á þeim tíma. Það hafi hins vegar verið stuð á heimavistinni og svo hafi hann uppgötvað sjálfan sig í karlakórnum Söngbræðrum í Borgarfirði. „Ég var búinn að vera dálítið í bílskúrsböndum og graðhestarokki en heillaðist af karlakórshefðinni þegar ég var í Söngbræðrum og þannig kviknaði áhuginn á klassískum söng.“ Bæði búa þau Elmar og Guðrún erlendis. Hann í Hollandi þar sem hann lærði og hún mest í Þýskalandi síðustu tuttugu árin. Alltaf nóg að gera? „Það er upp og ofan,“ viðurkennir Guðrún. „Ég hef valið að vera frjáls og sjálfstæð, hef ekki karakter sem þrífst í einu óperuhúsi að syngja það sem að mér er rétt. Listamannssál mín mundi visna fljótt þar. Þess vegna er ótrúleg breidd í verkefnum hjá mér, ég syng í kirkjum og mikið af óperettutónlist eins og ég er að gera hér núna.“ „Síðustu tvö ár hef ég verið víða,“ segir Elmar. „Það er erfitt að þróa sig sem óperusöngvara hér, uppsetningar eru ekki það margar. Því er maður tilneyddur að vera erlendis ef maður vill leggja þessa grein fyrir sig. En það getur breyst eftir því sem maður er lengur í faginu og nær að skapa sambönd,“ segir hann og kveðst hafa sungið mikið í Maastricht-óperunni, Amsterdam-óperunni og líka í Frakklandi.“ Spurð hvernig þau ætli að vera klædd á sviðinu á tónleikunum líta þau hvort á annað. „Ætli við verðum ekki bara í lopapeysum í stíl við upprunann,“ segir Guðrún hlæjandi. Elmari líst vel á það. „Jú, og háum sokkum.“ Spurð hvort dansinn sé partur af prógramminu svarar hann kankvís. „Já, já, við tökum valssving á sviðinu.“ „Hann er nefnilega hádramatískur danstenór,“ tekur Guðrún fram og sú athugasemd vekur kátínu. Ekki er hægt að sleppa þeim Guðrúnu og Elmari öðruvísi en forvitnast um fjölskylduhagi. Guðrún gefur þær upplýsingar að hún sé ógift og barnlaus en Elmar kveðst vera á föstu með söngkonunni Selmu Björns síðan í fyrrasumar. Það hafi gengið ágætlega þó bæði séu hlaðin verkefnum. „Það sem ég kalla heimili mitt er íbúð í Den Haag en árið 2014 var ég 288 daga fjarri því. Það varð til þess að ég kann svo vel að meta heimilislíf þegar það er í boði.“ Bæði sjá þau fyrir sér að skyldfólk þeirra flykkist á Vínartónleikana. „Það koma ábyggilega rútur úr sveitunum okkar. Jafnvel Soffían,“ segir Guðrún glaðlega. „Já,“ segir Elmar. „Fullar langferðabifreiðar. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Sinfóníuhljómsveitin er að æfa fyrir Vínartónleika í Eldborgarsal Hörpu þegar ég mæti til að hitta þau Elmar Gilbertsson tenór og Guðrúnu Ingimarsdóttur sópran sem ýmist syngja hvort um sig með hljómsveitinni eða saman. Ég nýt þess að hlýða á undurfagra tónana og klappa einmanalega úr sæti mínu eftir hvert lag. Allt gengur smurt og hljómsveitarstjórinn, Ola Rudner hinn sænski, lætur ánægju sína í ljós eftir mestu hápunktana. Dónárvalsinn er á ástkæra ylhýra málinu og söngvararnir bresta í dans. Þegar Guðrún segir mér á eftir að þetta hafi verið fyrsta samæfing sveitar og söngvaranna ætla ég ekki að trúa mínum eigin eyrum. „Þetta bara small allt,“ segir hún. Við erum sestar, ásamt Elmari, út við gluggana sem snúa að höfninni og þar með Vesturlandinu sem þau reynast eiga sameiginlegt. „Það er svo fyndið að þó við séum að hittast í fyrsta skipti þá tengjumst við bæði Hvanneyri í Borgarfirði. Ég ólst þar upp og Elmar var þar í bændaskóla – eftir að ég var farin að heiman,“ segir Guðrún. Dalamaðurinn Elmar staðfestir þetta. Kveðst þó aldrei hafa verið gefinn mikið fyrir hefðbundinn búskap enda klykkt út með lokaverkefni um kornrækt og bjórframleiðslu, eftir tveggja ára nám við bændaskólann, en þær hugmyndir hafi ekki verið hátt skrifaðar hjá kennurunum á þeim tíma. Það hafi hins vegar verið stuð á heimavistinni og svo hafi hann uppgötvað sjálfan sig í karlakórnum Söngbræðrum í Borgarfirði. „Ég var búinn að vera dálítið í bílskúrsböndum og graðhestarokki en heillaðist af karlakórshefðinni þegar ég var í Söngbræðrum og þannig kviknaði áhuginn á klassískum söng.“ Bæði búa þau Elmar og Guðrún erlendis. Hann í Hollandi þar sem hann lærði og hún mest í Þýskalandi síðustu tuttugu árin. Alltaf nóg að gera? „Það er upp og ofan,“ viðurkennir Guðrún. „Ég hef valið að vera frjáls og sjálfstæð, hef ekki karakter sem þrífst í einu óperuhúsi að syngja það sem að mér er rétt. Listamannssál mín mundi visna fljótt þar. Þess vegna er ótrúleg breidd í verkefnum hjá mér, ég syng í kirkjum og mikið af óperettutónlist eins og ég er að gera hér núna.“ „Síðustu tvö ár hef ég verið víða,“ segir Elmar. „Það er erfitt að þróa sig sem óperusöngvara hér, uppsetningar eru ekki það margar. Því er maður tilneyddur að vera erlendis ef maður vill leggja þessa grein fyrir sig. En það getur breyst eftir því sem maður er lengur í faginu og nær að skapa sambönd,“ segir hann og kveðst hafa sungið mikið í Maastricht-óperunni, Amsterdam-óperunni og líka í Frakklandi.“ Spurð hvernig þau ætli að vera klædd á sviðinu á tónleikunum líta þau hvort á annað. „Ætli við verðum ekki bara í lopapeysum í stíl við upprunann,“ segir Guðrún hlæjandi. Elmari líst vel á það. „Jú, og háum sokkum.“ Spurð hvort dansinn sé partur af prógramminu svarar hann kankvís. „Já, já, við tökum valssving á sviðinu.“ „Hann er nefnilega hádramatískur danstenór,“ tekur Guðrún fram og sú athugasemd vekur kátínu. Ekki er hægt að sleppa þeim Guðrúnu og Elmari öðruvísi en forvitnast um fjölskylduhagi. Guðrún gefur þær upplýsingar að hún sé ógift og barnlaus en Elmar kveðst vera á föstu með söngkonunni Selmu Björns síðan í fyrrasumar. Það hafi gengið ágætlega þó bæði séu hlaðin verkefnum. „Það sem ég kalla heimili mitt er íbúð í Den Haag en árið 2014 var ég 288 daga fjarri því. Það varð til þess að ég kann svo vel að meta heimilislíf þegar það er í boði.“ Bæði sjá þau fyrir sér að skyldfólk þeirra flykkist á Vínartónleikana. „Það koma ábyggilega rútur úr sveitunum okkar. Jafnvel Soffían,“ segir Guðrún glaðlega. „Já,“ segir Elmar. „Fullar langferðabifreiðar.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira