Fylgni markaða á eftir að aukast Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. janúar 2016 20:00 Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent