Það þarf ekki alltaf að vera vodki í kók Guðrún Ansnes skrifar 3. febrúar 2016 11:00 Forseti Barþjónaklúbbsins, Tómas, segir ákveðna efnafræði felast í starfi barþjónsins á Íslandi í dag, þar sem allt er gert eftir kúnstarinnar reglum. Vísir/Ernir „Þetta er eins konar uppskeruhátíð barþjóna á Íslandi, þar sem skemmtistaðir Reykjavíkur leiða saman hesta sína,“ segir Tómas Kristjánsson, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, sem er að vonum yfir sig spenntur fyrir helginni en kokteilhátíðinni Reykjavik Coctail Weekend var ýtt úr vör í gær. Stendur Barþjónaklúbbur Íslands fyrir herlegheitunum í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík, og er þetta í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin. „Forkeppnin verður í kvöld í Gamla bíói, og þá má eiginlega tala um að þetta sé tvískipt. Það er þá Íslandsmeistarakeppnin þar sem farið er eftir alþjóðlegum stöðlum, og sigurvegarinn fer svo og keppir fyrir Íslands hönd í Tókýo í haust. Svo er það „freestyle“ vinnustaðakeppni, þar sem vinnustaðir keppa sín á milli,“ útskýrir Tómas og bætir við að í ár keppi fjörutíu og fjórir barþjónar um Íslandsmeistaratitilinn og þrjátíu og fimm veitingastaðir taki þátt í hátíðinni, þar sem hver bar skapar sinn eiginn kokteil sem stendur til boða yfir helgina á sama spottprís, eða 1.500 krónur. „Helgin verður öll lögð undir þetta, og verður svo sjálft úrslitakvöldið á sunnudaginn.“ Segist hann finna fyrir gríðarlegri grósku hér á landi þegar kemur að kokteilum, og horfir aftur um fjögur ár þegar hann segir ákveðinn uppgang hafa orðið í þessum efnum. „Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með þessu undanfarin ár, og maður sér hvernig kokteilarnir eru orðnir partur af menningunni. Fólk fer út að borða og fær þar góðan mat, en nú er góður drykkur í upphafi eða enda orðinn punkturinn yfir i-ið eins og menn segja,“ bendir Tómas á. Aðspurður um hvort þetta sé spánýtt fyrir okkur Íslendingum, svarar hann til að svo sé reyndar ekki og bendir á að hér eigi sér stað ákveðið afturhvarf til áranna 1970 til 1980. „Þá var þetta mikið hérna, en svo datt þessi kokteilamenning alveg út,“ segir hann og fagnar mjög þessari fjölbreytni sem íslenskir barir hafa tileinkað sér. „Það er svo rosalega margt hægt að gera, og það þarf ekki alltaf að blanda vodka í kók,“ bendir hann á og skellir upp úr. Hann þakkar það auknu frelsi heildsalanna, sem nú bjóða upp á mun fleiri tegundir en áður, og það skapi þessa fjölbreytni sem raun ber vitni. „Nú er þetta bara orðið rosalegt áhugamál hjá fólki, og mikið sem þarf að pæla í, enda góður kokteill sambland af bragði, útliti og lykt. Menn eru þannig að undirbúa sig mikið, og prófa sig áfram með því að þefa upp úr flöskunum og finna út hvað passar saman. Þá skipta klakarnir miklu máli og svona ýmislegt. Þetta er bara ákveðin efnafræði,“ bendir hann á að lokum. Allar frekari upplýsingar um Reykjavik Coktail Weekend má finna hér. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
„Þetta er eins konar uppskeruhátíð barþjóna á Íslandi, þar sem skemmtistaðir Reykjavíkur leiða saman hesta sína,“ segir Tómas Kristjánsson, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, sem er að vonum yfir sig spenntur fyrir helginni en kokteilhátíðinni Reykjavik Coctail Weekend var ýtt úr vör í gær. Stendur Barþjónaklúbbur Íslands fyrir herlegheitunum í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík, og er þetta í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin. „Forkeppnin verður í kvöld í Gamla bíói, og þá má eiginlega tala um að þetta sé tvískipt. Það er þá Íslandsmeistarakeppnin þar sem farið er eftir alþjóðlegum stöðlum, og sigurvegarinn fer svo og keppir fyrir Íslands hönd í Tókýo í haust. Svo er það „freestyle“ vinnustaðakeppni, þar sem vinnustaðir keppa sín á milli,“ útskýrir Tómas og bætir við að í ár keppi fjörutíu og fjórir barþjónar um Íslandsmeistaratitilinn og þrjátíu og fimm veitingastaðir taki þátt í hátíðinni, þar sem hver bar skapar sinn eiginn kokteil sem stendur til boða yfir helgina á sama spottprís, eða 1.500 krónur. „Helgin verður öll lögð undir þetta, og verður svo sjálft úrslitakvöldið á sunnudaginn.“ Segist hann finna fyrir gríðarlegri grósku hér á landi þegar kemur að kokteilum, og horfir aftur um fjögur ár þegar hann segir ákveðinn uppgang hafa orðið í þessum efnum. „Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með þessu undanfarin ár, og maður sér hvernig kokteilarnir eru orðnir partur af menningunni. Fólk fer út að borða og fær þar góðan mat, en nú er góður drykkur í upphafi eða enda orðinn punkturinn yfir i-ið eins og menn segja,“ bendir Tómas á. Aðspurður um hvort þetta sé spánýtt fyrir okkur Íslendingum, svarar hann til að svo sé reyndar ekki og bendir á að hér eigi sér stað ákveðið afturhvarf til áranna 1970 til 1980. „Þá var þetta mikið hérna, en svo datt þessi kokteilamenning alveg út,“ segir hann og fagnar mjög þessari fjölbreytni sem íslenskir barir hafa tileinkað sér. „Það er svo rosalega margt hægt að gera, og það þarf ekki alltaf að blanda vodka í kók,“ bendir hann á og skellir upp úr. Hann þakkar það auknu frelsi heildsalanna, sem nú bjóða upp á mun fleiri tegundir en áður, og það skapi þessa fjölbreytni sem raun ber vitni. „Nú er þetta bara orðið rosalegt áhugamál hjá fólki, og mikið sem þarf að pæla í, enda góður kokteill sambland af bragði, útliti og lykt. Menn eru þannig að undirbúa sig mikið, og prófa sig áfram með því að þefa upp úr flöskunum og finna út hvað passar saman. Þá skipta klakarnir miklu máli og svona ýmislegt. Þetta er bara ákveðin efnafræði,“ bendir hann á að lokum. Allar frekari upplýsingar um Reykjavik Coktail Weekend má finna hér.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira