Forstjóri LSH sammála gagnrýni landlæknis Svavar Hávarðsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Páll Matthíasson segir að ýmislegt í athugasemdum landlæknis hafi með Landspítala að gera, eðli máls samkvæmt, enda spítalinn stærsta stofnunin í heilbrigðiskerfinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir gagnrýni Birgis Jakobssonar landlæknis á þróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi – sérstaklega hvað varðar hlutastörf sérfræðilækna og skort á göngudeildarstarfsemi. Þetta kemur fram í vikulegum forstjórapistli Páls sem birtur er á heimasíðu Landspítalans. Eins og kunnugt er birti landlæknir álit sitt og ábendingar á vef embættisins en var að stofni til efni bréfs til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Landlæknir sagði þar að í raun hefði þróunin í heilbrigðiskerfinu verið á rangri braut um langa hríð. Páll segir að ýmislegt í athugasemdum landlæknis hafi með Landspítala að gera, eðli máls samkvæmt, enda spítalinn stærsta stofnunin í heilbrigðiskerfinu.Birgir Jakobsson, landlæknir „Það eru einkum hlutastörf sérfræðilækna og skortur á göngudeildarstarfsemi sem landlæknir gerir athugasemdir við. Undir hvort tveggja get ég tekið enda höfum við lagt áherslu á að sem flestir helgi sig störfum á Landspítala og raunar greitt sérstaklega fyrir það. Vissulega eru undantekningar á þessari almennu reglu, til dæmis í mjög sérhæfðum sérgreinum læknisfræðinnar, en það eru einmitt undantekningar,“ skrifar Páll.Kristján Þór JúlíussonHann segir jafnframt að áhrif af umfangsmikilli sérfræðiþjónustu lækna utan spítala endurspeglist að hluta í takmarkaðri göngudeildarstarfsemi á Landspítala. Fjöldi sjúklinga með fjölkerfa vandamál og króníska sjúkdóma aukist stöðugt og sú verði þróunin næstu árin. „Þörfin fyrir teymisvinnu og samvinnu margra heilbrigðisstétta mun því aukast og þessari þjónustu verður best sinnt á göngudeildum sjúkrahúsa en ekki af einyrkjum í takmörkuðum rekstri,“ skrifar Páll og upplýsir að heilbrigðisráðherra hafi boðað hann og landlækni á fund fljótlega vegna gagnrýninnar en Kristján Þór hefur að hluta tekið undir sjónarmið landlæknis. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir gagnrýni Birgis Jakobssonar landlæknis á þróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi – sérstaklega hvað varðar hlutastörf sérfræðilækna og skort á göngudeildarstarfsemi. Þetta kemur fram í vikulegum forstjórapistli Páls sem birtur er á heimasíðu Landspítalans. Eins og kunnugt er birti landlæknir álit sitt og ábendingar á vef embættisins en var að stofni til efni bréfs til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Landlæknir sagði þar að í raun hefði þróunin í heilbrigðiskerfinu verið á rangri braut um langa hríð. Páll segir að ýmislegt í athugasemdum landlæknis hafi með Landspítala að gera, eðli máls samkvæmt, enda spítalinn stærsta stofnunin í heilbrigðiskerfinu.Birgir Jakobsson, landlæknir „Það eru einkum hlutastörf sérfræðilækna og skortur á göngudeildarstarfsemi sem landlæknir gerir athugasemdir við. Undir hvort tveggja get ég tekið enda höfum við lagt áherslu á að sem flestir helgi sig störfum á Landspítala og raunar greitt sérstaklega fyrir það. Vissulega eru undantekningar á þessari almennu reglu, til dæmis í mjög sérhæfðum sérgreinum læknisfræðinnar, en það eru einmitt undantekningar,“ skrifar Páll.Kristján Þór JúlíussonHann segir jafnframt að áhrif af umfangsmikilli sérfræðiþjónustu lækna utan spítala endurspeglist að hluta í takmarkaðri göngudeildarstarfsemi á Landspítala. Fjöldi sjúklinga með fjölkerfa vandamál og króníska sjúkdóma aukist stöðugt og sú verði þróunin næstu árin. „Þörfin fyrir teymisvinnu og samvinnu margra heilbrigðisstétta mun því aukast og þessari þjónustu verður best sinnt á göngudeildum sjúkrahúsa en ekki af einyrkjum í takmörkuðum rekstri,“ skrifar Páll og upplýsir að heilbrigðisráðherra hafi boðað hann og landlækni á fund fljótlega vegna gagnrýninnar en Kristján Þór hefur að hluta tekið undir sjónarmið landlæknis. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira