Er verið að leggja mig í einelti í vinnunni? Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun