Átök eða samtal? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Síðustu ár hafa íslensk stjórnmál einkennst af hörðum átökum og á köflum óbilgirni. Traustið er horfið og tortryggnin ríkir. Þeir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar verða að bregðast við þessari þróun með því að vinna að þeim stóru málum sem bíða í sátt í stað átaka. Við erum flest sammála um nauðsyn þess að viðhalda efnahagslegum stöðugleika, en félagslegur stöðugleiki er ekki síður mikilvægur. Ný ríkisstjórn þarf að leggja strax í þá miklu uppbyggingu á velferðarkerfinu sem kallað hefur verið eftir. Allir virðast sammála um mikilvægi þess að byggja upp heilbrigðiskerfið að nýju. En það skiptir máli hvernig það er gert. Nú þegar kerfið hefur verið skorið inn að beini þykir einhverjum eflaust freistandi að auka einkavæðingu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. Rannsóknir sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. Eigi sátt að ríkja um heilbrigðiskerfið verður að hlusta á þjóðarviljann og hætta tilraunastarfsemi með einkavæðingu á rekstri. Ný ríkisstjórn verður að hafa málefni fjölskyldna í forgrunni og byggja upp fjölskylduvænna samfélag. Þar skiptir miklu að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði þar sem ungum fjölskyldum er gert erfitt eða ómögulegt að koma þaki yfir höfuðið. Einnig er afar brýnt að bæta fæðingarorlofskerfið verulega. Miklar launahækkanir sem kjararáð hefur fært æðstu embættismönnum og kjörnum fulltrúum hafa valdið mikilli ólgu og mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að vinda strax ofan af þeim. Annars er hætta á að allt fari í bál og brand á vinnumarkaði sem sannarlega eykur ekki stöðugleika eða sátt í samfélaginu. Opinberir starfsmenn skrifuðu nýlega undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyriskerfisins. Ný ríkisstjórn þarf að fínpússa frumvarp til að koma því samkomulagi í lög. Þannig má koma í veg fyrir verulegar hækkanir á mótframlagi launagreiðenda í opinberu lífeyrissjóðina um áramót. Verði hækkunin að veruleika mun hún minnka möguleika opinberra starfsmanna á launahækkunum og auka þannig enn á launabilið milli opinbera og almenna markaðarins. Stóru málin bíða. Vinnum að þeim í sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa íslensk stjórnmál einkennst af hörðum átökum og á köflum óbilgirni. Traustið er horfið og tortryggnin ríkir. Þeir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar verða að bregðast við þessari þróun með því að vinna að þeim stóru málum sem bíða í sátt í stað átaka. Við erum flest sammála um nauðsyn þess að viðhalda efnahagslegum stöðugleika, en félagslegur stöðugleiki er ekki síður mikilvægur. Ný ríkisstjórn þarf að leggja strax í þá miklu uppbyggingu á velferðarkerfinu sem kallað hefur verið eftir. Allir virðast sammála um mikilvægi þess að byggja upp heilbrigðiskerfið að nýju. En það skiptir máli hvernig það er gert. Nú þegar kerfið hefur verið skorið inn að beini þykir einhverjum eflaust freistandi að auka einkavæðingu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. Rannsóknir sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. Eigi sátt að ríkja um heilbrigðiskerfið verður að hlusta á þjóðarviljann og hætta tilraunastarfsemi með einkavæðingu á rekstri. Ný ríkisstjórn verður að hafa málefni fjölskyldna í forgrunni og byggja upp fjölskylduvænna samfélag. Þar skiptir miklu að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði þar sem ungum fjölskyldum er gert erfitt eða ómögulegt að koma þaki yfir höfuðið. Einnig er afar brýnt að bæta fæðingarorlofskerfið verulega. Miklar launahækkanir sem kjararáð hefur fært æðstu embættismönnum og kjörnum fulltrúum hafa valdið mikilli ólgu og mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að vinda strax ofan af þeim. Annars er hætta á að allt fari í bál og brand á vinnumarkaði sem sannarlega eykur ekki stöðugleika eða sátt í samfélaginu. Opinberir starfsmenn skrifuðu nýlega undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyriskerfisins. Ný ríkisstjórn þarf að fínpússa frumvarp til að koma því samkomulagi í lög. Þannig má koma í veg fyrir verulegar hækkanir á mótframlagi launagreiðenda í opinberu lífeyrissjóðina um áramót. Verði hækkunin að veruleika mun hún minnka möguleika opinberra starfsmanna á launahækkunum og auka þannig enn á launabilið milli opinbera og almenna markaðarins. Stóru málin bíða. Vinnum að þeim í sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun