Í von um veika ríkisstjórn Reynir Vilhjálmsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun