Gistináttagjald í Sviss Björn Guðmundsson skrifar 7. september 2016 09:30 Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur í för með sér mjög aukið álag á innviði þjóðfélagsins og náttúru landsins. Víða er þörf verulegra úrbóta. Má þar nefna göngustíga, vegakerfið, landvörslu og heilbrigðisþjónustu. Út um allt land er kallað eftir auknu fjármagni til að leysa þau vandamál sem að steðja. Ráðherra ferðamála sagði nýlega að tekjur af ferðamönnum væru svo miklar að ekki væri þörf á sérstakri gjaldtöku af þeim og talaði um að ekkert munaði um gistináttagjaldið (50-100 kr. á einstakling fyrir nóttina) sem skilar 250 milljónum kr. á ári. Ráðherrann vill helst leggja þetta gjald af, segir flækjustigið of mikið við innheimtuna. Ég og konan mín stunduðum nýlega göngur í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í Valais-kantónu í Sviss. Við gistum í viku í fjallaþorpi þar sem búa um 400 manns. Þar var gistináttagjaldið 7 SFr. á mann á nótt, sem þýðir rúmlega 1.700 kr. fyrir tvo. Börn á aldrinum 6-15 ára greiða 3,50 SFr. Gjaldið rennur beint til sveitarfélagsins þar sem gististaðurinn er staðsettur. Gjaldið er a.m.k. 17 sinnum hærra en á Íslandi og hækkun til samræmis við Sviss gæfi að lágmarki um 5 milljarða króna á ári. En kannski er það bara „baunir“ í augum ráðherra ferðamála. Heyrst hefur frá ferðaþjónustunni og fleirum að gistináttagjaldið og önnur hugsanleg gjöld á ferðamenn séu íþyngjandi og minnki samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Í Valais-héraði í Sviss er ferðaþjónusta mikilvægasti atvinnuvegurinn. En þeir eru ekki hræddir við að taka gjöld af ferðamönnum enda standa þau straum af kostnaði við að þjónusta ferðamennina. Sem dæmi má nefna að merktir göngustígar í Valais eru meira en 8.000 km langir og það í kantónu sem er aðeins 1/20 af flatarmáli Íslands. Og margir þessara stíga eru hrein snilldarverk, gríðarlega mikið í þá lagt og þeim vel við haldið. Upphlaðnir á köflum, brýr yfir torfærur, öryggiskeðjur og slíkt á hættulegum stöðum. Allt vel merkt með góðum skiltum og málningu á steinum. Allt kostar þetta peninga og við greiddum umrædd gjöld með glöðu geði. Að mínu áliti er það hreinn kjánaskapur að innheimta ekki bitastæð gjöld af ferðamönnum til að standa straum af margvíslegum kostnaði sem ferðamönnum fylgir. Þetta er gert víða um Evrópu. Hvers vegna ekki á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur í för með sér mjög aukið álag á innviði þjóðfélagsins og náttúru landsins. Víða er þörf verulegra úrbóta. Má þar nefna göngustíga, vegakerfið, landvörslu og heilbrigðisþjónustu. Út um allt land er kallað eftir auknu fjármagni til að leysa þau vandamál sem að steðja. Ráðherra ferðamála sagði nýlega að tekjur af ferðamönnum væru svo miklar að ekki væri þörf á sérstakri gjaldtöku af þeim og talaði um að ekkert munaði um gistináttagjaldið (50-100 kr. á einstakling fyrir nóttina) sem skilar 250 milljónum kr. á ári. Ráðherrann vill helst leggja þetta gjald af, segir flækjustigið of mikið við innheimtuna. Ég og konan mín stunduðum nýlega göngur í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í Valais-kantónu í Sviss. Við gistum í viku í fjallaþorpi þar sem búa um 400 manns. Þar var gistináttagjaldið 7 SFr. á mann á nótt, sem þýðir rúmlega 1.700 kr. fyrir tvo. Börn á aldrinum 6-15 ára greiða 3,50 SFr. Gjaldið rennur beint til sveitarfélagsins þar sem gististaðurinn er staðsettur. Gjaldið er a.m.k. 17 sinnum hærra en á Íslandi og hækkun til samræmis við Sviss gæfi að lágmarki um 5 milljarða króna á ári. En kannski er það bara „baunir“ í augum ráðherra ferðamála. Heyrst hefur frá ferðaþjónustunni og fleirum að gistináttagjaldið og önnur hugsanleg gjöld á ferðamenn séu íþyngjandi og minnki samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Í Valais-héraði í Sviss er ferðaþjónusta mikilvægasti atvinnuvegurinn. En þeir eru ekki hræddir við að taka gjöld af ferðamönnum enda standa þau straum af kostnaði við að þjónusta ferðamennina. Sem dæmi má nefna að merktir göngustígar í Valais eru meira en 8.000 km langir og það í kantónu sem er aðeins 1/20 af flatarmáli Íslands. Og margir þessara stíga eru hrein snilldarverk, gríðarlega mikið í þá lagt og þeim vel við haldið. Upphlaðnir á köflum, brýr yfir torfærur, öryggiskeðjur og slíkt á hættulegum stöðum. Allt vel merkt með góðum skiltum og málningu á steinum. Allt kostar þetta peninga og við greiddum umrædd gjöld með glöðu geði. Að mínu áliti er það hreinn kjánaskapur að innheimta ekki bitastæð gjöld af ferðamönnum til að standa straum af margvíslegum kostnaði sem ferðamönnum fylgir. Þetta er gert víða um Evrópu. Hvers vegna ekki á Íslandi?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar