Sendiherrar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks! Sendiherrar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks skrifar 14. september 2016 07:00 Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna, SÞ, um réttindi fatlaðs fólks urðu til árið 2011. Við erum sex sem erum sendiherrar og við höfum öll reynslu af mannréttindabaráttu. Verkefnið er á vegum Fjölmenntar og er styrkt af velferðarráðuneytinu Hlutverk okkar er að fræða fólk um samninginn. Það er mjög mikilvægt að fatlað fólk sem sé sérfræðingar í samningnum, því hann byggir á því sem er mikilvægt fyrir okkur. Öll höfum við orðið fyrir einhverju misrétti og þess vegna stendur samningurinn okkur svo nærri. Samningurinn fjallar því um það sem skiptir okkur raunverulega máli. Samningurinn er mannréttindasáttmáli. Mannréttindi eru sameiginlegur réttur allra manneskja á jörðinni. Samningurinn er mikilvægur til þess að fatlað fólk fái sömu réttindi og aðrir og að ekki sé brotið á því. Við erum ekki að biðja um að við fáum meiri mannréttindi en annað fólk heldur þau sömu og að borin sé virðing fyrir okkar rétti. Sendiherrarnir eru mikilvægir til þess að kynna samninginn fyrir öðru fólki um allt land. Við höfum farið og kynnt í framhaldsskólunum, við höfum heimsótt vinnustaði þar sem fatlað fólk vinnur, við höfum farið í háskóla, grunnskóla, á alls konar vinnustaði og við höfum haldið kynningar á ráðstefnum og svo höfum við kynnt verkefnið erlendis. Þessar kynningar eru orðnar svo margar að við höfum ekki tölu á þeim.Enn ekki lögfestur hér Samningurinn var undirritaðar af Íslands hálfu í mars 2007. Síðan eru liðin níu ár, það hefur mikið verið fjallað um samninginn, það er búið að skora á stjórnvöld en samt sem áður er ekki búið að lögfesta hann á Íslandi. Ísland er meðal þriggja Evrópulanda sem ekki hafa sett Samninginn um réttindi fatlaðs fólks í lög og fyrir það skömmumst við okkar. Við notum því tækifærið enn og aftur, berjum í borðið og hvetjum þingið til að festa samninginn í lög áður en kosið verður á ný. Það er margt sem þarf að bæta í samfélagi okkar og margt brennur á okkur. Við eigum öll okkar áhugasvið og erum talsmenn ólíkra greina innan samningsins. Við munum því á næstunni birta greinar sem hvert og eitt okkar hefur skrifað sem tengjast atvinnumálum, búsetu, fjölskyldulífi, sjálfstæðu lífi, réttinum til að halda frjósemi sinni, stjórnmálaþátttöku, aðgengi og fleira. Við hlökkum til að kynna samninginn fyrir ykkur og því sem skiptir okkur máli. Gísli BjörnssonÍna Owen ValsdóttirMaría HreiðarsdóttirSkúli Steinar PéturssonÞorvarður Karl ÞorvarðarsonÞórey JóhannesdóttirGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna, SÞ, um réttindi fatlaðs fólks urðu til árið 2011. Við erum sex sem erum sendiherrar og við höfum öll reynslu af mannréttindabaráttu. Verkefnið er á vegum Fjölmenntar og er styrkt af velferðarráðuneytinu Hlutverk okkar er að fræða fólk um samninginn. Það er mjög mikilvægt að fatlað fólk sem sé sérfræðingar í samningnum, því hann byggir á því sem er mikilvægt fyrir okkur. Öll höfum við orðið fyrir einhverju misrétti og þess vegna stendur samningurinn okkur svo nærri. Samningurinn fjallar því um það sem skiptir okkur raunverulega máli. Samningurinn er mannréttindasáttmáli. Mannréttindi eru sameiginlegur réttur allra manneskja á jörðinni. Samningurinn er mikilvægur til þess að fatlað fólk fái sömu réttindi og aðrir og að ekki sé brotið á því. Við erum ekki að biðja um að við fáum meiri mannréttindi en annað fólk heldur þau sömu og að borin sé virðing fyrir okkar rétti. Sendiherrarnir eru mikilvægir til þess að kynna samninginn fyrir öðru fólki um allt land. Við höfum farið og kynnt í framhaldsskólunum, við höfum heimsótt vinnustaði þar sem fatlað fólk vinnur, við höfum farið í háskóla, grunnskóla, á alls konar vinnustaði og við höfum haldið kynningar á ráðstefnum og svo höfum við kynnt verkefnið erlendis. Þessar kynningar eru orðnar svo margar að við höfum ekki tölu á þeim.Enn ekki lögfestur hér Samningurinn var undirritaðar af Íslands hálfu í mars 2007. Síðan eru liðin níu ár, það hefur mikið verið fjallað um samninginn, það er búið að skora á stjórnvöld en samt sem áður er ekki búið að lögfesta hann á Íslandi. Ísland er meðal þriggja Evrópulanda sem ekki hafa sett Samninginn um réttindi fatlaðs fólks í lög og fyrir það skömmumst við okkar. Við notum því tækifærið enn og aftur, berjum í borðið og hvetjum þingið til að festa samninginn í lög áður en kosið verður á ný. Það er margt sem þarf að bæta í samfélagi okkar og margt brennur á okkur. Við eigum öll okkar áhugasvið og erum talsmenn ólíkra greina innan samningsins. Við munum því á næstunni birta greinar sem hvert og eitt okkar hefur skrifað sem tengjast atvinnumálum, búsetu, fjölskyldulífi, sjálfstæðu lífi, réttinum til að halda frjósemi sinni, stjórnmálaþátttöku, aðgengi og fleira. Við hlökkum til að kynna samninginn fyrir ykkur og því sem skiptir okkur máli. Gísli BjörnssonÍna Owen ValsdóttirMaría HreiðarsdóttirSkúli Steinar PéturssonÞorvarður Karl ÞorvarðarsonÞórey JóhannesdóttirGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar