Lögregla varar við tvenns konar internetsvindli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. apríl 2016 20:51 Internet svindl er eitthvað sem allir verða að vara sig á. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tvenns konar internetsvindlum sem borist hafa ábendingar um yfir helgina. „Önnur er hjálparbeiðni vinar í útlöndum og hin er svindl lán,“ segir á Facebook-síðu embættisins. Þar lýsir lögreglan nákvæmlega hvað felst í svindlunum. Lögreglan segir hjálparbeiðnina hvimleitt svindl.„Hér hefur vinur þinn eða kunningi lent í því að missa stjórn á fésbókarreikningnum eða netfangi sínu,“ skrifar lögreglan og birtir meðfylgjandi mynd. „Það gerist yfirleitt þannig að viðkomandi hefur opnað fésbókina eða netpóst á vírussýktri tölvu sem afritar aðgangsupplýsingar og sendir á tölvuþrjóta. Þetta eru erfiðustu vírusarnir í dag og eru kallaðir Trójuhestar eftir þjóðsögunni um Tróju þegar Grikkir laumuðu sér inn í borgina í líkneski af risahesti. Þessi vírus skemmir ekkert en afritar allar aðgerðir og sendir á þrjótanna sem yfirleitt selja slíkar upplýsingar áfram. Þeir sem nota síðan upplýsingarnar senda út hjálparbeiðni eins og vinur/vinkona/kunningi sé í útlöndum og sé búinn að tapa aleigunni og vanti ríflega 1000 evrur eða dollara til að bjarga sér. Það er náttúrlega bull. Í heimi nútíma samskipta þarf ekki að bjarga sér á þennan hátt og ekki taka mark á slíkum skeytum. Það dapurlega er að komist eigandinn aftur yfir aðganginn sinn er oft búið að eyða öllum gögnum og pósti af reikningnum sem þrjótarnir gera til að fela slóð sína.“ Þá fjallar lögreglan um svindl sem snýr að lánatilboði. „Þá eru sumir að fá lánatilboð í netpóstinn sinn. Oft á ævintýralegum kjörum. Það eins og annað sem er of gott til að vera satt er einmitt of gott til að vera satt. Markmið svindlarans er að fá þig til að svara og svo er þér sent tilboð sem er ævintýralega gott. En til að fá það þá þarftu að borga skráningargjöld og þar er verið að svíkja þig. Ef þig vantar lán þá talar þú við lánastofnun. Það er enginn að fara að senda þér frábært lánatilboð í einkapósti á einhvern handahófskenndan hátt.“NÝJAR NETSVINDLS FRÉTTIRHJÁLPARBEIÐNIR OG LÁNATILBOÐVið höfum verið að fá tvennskonar tilkynningar yfir helgina. Ö...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, April 11, 2016 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tvenns konar internetsvindlum sem borist hafa ábendingar um yfir helgina. „Önnur er hjálparbeiðni vinar í útlöndum og hin er svindl lán,“ segir á Facebook-síðu embættisins. Þar lýsir lögreglan nákvæmlega hvað felst í svindlunum. Lögreglan segir hjálparbeiðnina hvimleitt svindl.„Hér hefur vinur þinn eða kunningi lent í því að missa stjórn á fésbókarreikningnum eða netfangi sínu,“ skrifar lögreglan og birtir meðfylgjandi mynd. „Það gerist yfirleitt þannig að viðkomandi hefur opnað fésbókina eða netpóst á vírussýktri tölvu sem afritar aðgangsupplýsingar og sendir á tölvuþrjóta. Þetta eru erfiðustu vírusarnir í dag og eru kallaðir Trójuhestar eftir þjóðsögunni um Tróju þegar Grikkir laumuðu sér inn í borgina í líkneski af risahesti. Þessi vírus skemmir ekkert en afritar allar aðgerðir og sendir á þrjótanna sem yfirleitt selja slíkar upplýsingar áfram. Þeir sem nota síðan upplýsingarnar senda út hjálparbeiðni eins og vinur/vinkona/kunningi sé í útlöndum og sé búinn að tapa aleigunni og vanti ríflega 1000 evrur eða dollara til að bjarga sér. Það er náttúrlega bull. Í heimi nútíma samskipta þarf ekki að bjarga sér á þennan hátt og ekki taka mark á slíkum skeytum. Það dapurlega er að komist eigandinn aftur yfir aðganginn sinn er oft búið að eyða öllum gögnum og pósti af reikningnum sem þrjótarnir gera til að fela slóð sína.“ Þá fjallar lögreglan um svindl sem snýr að lánatilboði. „Þá eru sumir að fá lánatilboð í netpóstinn sinn. Oft á ævintýralegum kjörum. Það eins og annað sem er of gott til að vera satt er einmitt of gott til að vera satt. Markmið svindlarans er að fá þig til að svara og svo er þér sent tilboð sem er ævintýralega gott. En til að fá það þá þarftu að borga skráningargjöld og þar er verið að svíkja þig. Ef þig vantar lán þá talar þú við lánastofnun. Það er enginn að fara að senda þér frábært lánatilboð í einkapósti á einhvern handahófskenndan hátt.“NÝJAR NETSVINDLS FRÉTTIRHJÁLPARBEIÐNIR OG LÁNATILBOÐVið höfum verið að fá tvennskonar tilkynningar yfir helgina. Ö...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, April 11, 2016
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira