Sturlun í Nice Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:14 Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun