Sturlun í Nice Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:14 Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun